Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Page 27
Hvert liggur menntavegurinn á íslandi? eftir Sigurð Blöndal. I vetur hefir verið á það minnzt hér í þáttunum um daginn og veginn bæði af mér og öðrum, hvemig neyzluþjóðfélag vorra tíma þróast á þann veg, að fólki fækkar sí og æ í frumframleiðslugreinum, en fjölgar í úrvinnslugreinum og þó sér i lagi í þjónustu. Sem dæmi um, hvernig komið er á Islandi i dag, minni ég á þá staðreynd, að bændur landsins eru nú eitthvað kringum 5 þúsund og sjómenn á fiskiskipa- flotanum milli 4 og 5 þúsund, en landbúnaður og fiskiveiðar eru frumframleiðslu- greinar Islendinga. Það er mjög flókið mál að sundurgreina allar orsakir þess, að fólk leitar svo mjög í þjónustugreinar. Mig langar til að minnast á tvennt, sem stuSlaS hefir að þessari þróun, en ótalmargt annað mætti telja. Fyrra atriðið er hin ævintýralega framleiSniaukning, sem orðið hefir í frum- framleiðslugreinum á fáum áratugum. En með nýyrðinu framleiSni er átt við fram- leiðslumagn á hvern einstakling' innan tiltekinnar atvinnugreinar. Þessir 9—10 þúsund hændur og fiskimenn framleiða margfalt afurðamagn á við það, sem langtum fleiri gerðu áður. Og nú er svo komið, að framleiðni í fiskveiðum Islendinga er hin mesta, sem þekkist í heimi. Hér er á ferðinni tækni og hætt verkkunnátta sem afleiðing af alþjóðlegu vísinda- starfi. Samt er enginn vafi á, að verkkunnáttu mætti enn hæta, eins og síðar verður að vikið. Síðara atriðið, sem ég ætla að staldra sérstaklega við, er þetta: MeS skólakerfinu stuSiar þfóSfélagiS sjálft aS því aS hraSa stórlega sókn fólksins í þjónustugreinar. Með því að notfæra sér samlíkingu úr nútíma umferðamáli má orða þetta svo, að í átt til þjónustugreina séu bæði af ríkisvaldi og einstökum aðiljum lagðar hraSbraut- ir handa æskulýð þjóðarinnar til þess að bruna eftir. I samanburði við það liggja niSurgrafnir moldarvegir og jafnvel ekki meira en götuslöSar í áttina til frum- framleiðslugreina. Ég tek dæmi um þetta á eftir. I þessu samhengi verður að skjóta því inn á milli sviga, að þjóðfélagið stuðlar lika að sókninni í þjónustugreinar með veitingu fjármagns þangað gegnum banka og fjárfestingarsjóði. Hér táknar orðið þjóðfélag sama og „hið opinbera“, þar eð bankar og fjárfestingarsjóðir eru á Islandi að langmestu leyti í eigu eða undir stjóm ríkis og sveitarfélaga. 2 En athugum nú nánar, hvemig skólakerfið er áttaviti unga fólksins. Við skultnn taka sem dæmi tvær andstæður: Verzlun og viSskipti annars vegar, en fiskveiSar og fiskvinnslu hins vegar. Hvaða menntabrautir liggja til þessara greina? Tökum fyrst verzlun og viðskipti. Hér höfum við lengi átt tvo mjög góða og viðurkennda sérskóla, Verzlunarskóla íslands og Samvinnuskólann, sem báðir eru reyndar stofnanir og reknir af verzl- unarsamtökum, en njóta þó stuðnings ríkisins, VÍKINGUB 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.