Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Side 31
Þeir félagar ferðuðust með myndina um þvert og endilangt landið og sýndu skógar- höggsmönnum og skógræktamemum við alla skógræktarskóla landsins. Það var einmitt á einum slikum skóla, sem ég sá myndina, sem hafði geysileg áhrif á okkur strákana. Og íþróttalæknirinn útskýrði jafnframt fyrir okkur kenningar sínar. Svo skemmtilega vildi til, að hinn mikli afreksmaður, sem var kvikmyndaður, hafði einmitt af sjálfum sér áunnið sér þá vinnutækni, sem læknirinn hafði út frá þekk- ingu sinni talið heppilegasta. Ég þekki ekkert dæmi, þar sem teóría og praxís féllust eins innilega í faðma. Þetta karlmannlega og snögga átak, sem Norðmenn gerðu á tveimur árum til þess að bæta kjör, aðbúnað og verklega menntun mestu erfiðisstéttar sinnar, bar þann árangur, sem til var ætlazt. Sjálfur var ég svo heppinn að lifa ástandið fyrir og eftir þessa byltingu og vera á vissan hátt þáttakandi, því að við skólastrákar vorum á útmánuðum 1947 tilrauna- dýr Tvedts iþróttalæknis við vinnurannsóknir í skógarhögginu. Ég náði því að hýrast í grenjum þeim, sem kölluð voru skógarhöggsmannskofar framyfir striðslokin, en bjó líka í þeim vistlegu húsum, sem félagsmálaráðuneytið gerði skógareigendum að skyldu að reisa yfir menn sína eftir ákveðnum forskriftum. Þetta var mikil lífs- reynsla. Vinnuskólinn fyrir skógarverkamenn er nú orðinn stór stofnun, sem heldur nám- skeið árið um kring i öllum greimun skógarvinnu. Þangað leita ungir menn, sem ætla að stunda þetta líkamlega erfiða, en andlega hressandi starf. Nú er starf skógarhöggsmannsins í hávegum haft. Menntun og þjálfun á grund- velli vinnuvísinda hefir lyft því úr vanmati til virðingar. Og ekkert erfiðisverk þar í landi er betur borgað, ef menn kunna vel til verks. Góðir áheyrendur, þessi skógarmannasaga er orðin nokkuð löng. En ég vona, að hún hafi kannski getað sýnt ykkur þrennt: 1 fyrsta lagi, að menntun og þjálfun eftir visindalegum leiðum sé ekki síður nauð- synleg við störf, sem í fljótu bragði kunna að virðast einföld, en i þeim starfsgrein- umum, sem álitnar eru flóknar, eða þar sem meira reynir á heilafrumurnar. 1 öSru lagi, að menn úr óskyldum starfsgreinum taka þarna frumkvæði til þess að bjarga heilum atvinnuvegi úr vanda. Og í þriÖja lagi gæti þessi saga leitt hugann að því, hvað hinn djúpi Þyrnirósarsvefn um tiltekin málefni fiskveiða og fiskvinnslu kann að hafa kostað Islendinga í fjár- munum og mannlegri hamingju. Sig. Blöndal. VÍKINGUR 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.