Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 34
að sjór berist með fiskinum niður í lestina. Sjór- inn bræðir ísinn og ef einhver brögð eru að sjór flytjist með fiski í lestina, getur ísun fisksins orðið ónóg eða gagnslítil til kælingar. Á þessu at- riði hefur oft verið flaskað og fiskur skemmst af þeim orsökum. Annað atriðið það er blóðgun og slæging er á- stæða til að ræða um. Það er afar veigamikið atriði, að fiskur sé blóðgaður réttilega og að honum sé blætt út áður en hann er slægður. Sé fiskinum ekki blætt út um hálsæð áður en hann er slægður, stöðvast blæðingin að miklu leyti og það sem verra er, að þá blæðir út í magaskurðinn það er þunnildin, en það er mjög greinilegt við gæðamat fisksins. Þá er ennfremur einnig vitað, að ef blæðing um hálsæð stöðvast þannig við slægingu, þá verður eftir blóð í háræðaneti fisksins er gerir holdið dekkra. Þriðja atriðið um misjafnar stærðir fisksins mætti einnig nefna ýmis mikilsverð atriði. Smár fiskur þolir verr geymslu en stór, eink- um sé hann ekki aðgreindur frá stórum fiski við ísun í lest. Með það í huga, að vonandi fara að verða ein- hver brögð að því að fiskur verði lagður í kassa um borð í veiðiskipum, mætti til dæmis hefja þá starfsemi á komandi sumri þótt ekki væri nema fyrir smáfisk. Aðgreining á stærðum fisks hefur ennfremur mjög mikilsverða þýðingu, til bóta fyrir alla aðila. Má í því sambandi nefna nokkur mikilsverð atriði. í fyrsta lagi eru þá miklar líkur fyrir því, að fiskimenn fái smáfisk í betri gæðaflokka og þar með meira verð. 1 öðru lagi er þá unnt að framkvæma gæða- mat fisksins af meira öryggi. í þriðja lagi er þá unnt að haga vinnslu fisks- ins í landi þannig, að smáfiskur sé geymdur og unninn sérstaklega t. d. unninn fyrst vegna þess að hann þolir verr geymslu. Þótt hér hafi verið rætt aðallega um togveiðar eiga þau atriði eins við veiðar með öðrum veiðar- færum, t. d. handfærum, dragnót, línu, nót og svo framvegis. Um margt af meðferð fisks, sem rætt hefir verið hér á undan er rétt að benda á eftirfarandi greinar í gildandi reglugerð um meðferð og mat á ferskum fiski, til dæmis greinar 45, 46, 47, 48 og 53. Verða þessar reglugerðargreinar nú skrifaðar hér í þeirri röð sem þær eru taldar. 45. gr. „Allan fisk skal blóðga, strax eftir að hann hefur verið innbyrtur. Gildir þetta einnig um fisk, sem dreginn er dauður úr sjó. Undanþegin þessum ákvæðum eru karfi, síld og loðna. Ástæða: Fiskur, sem er illa eða ekki blóðgaður, verður blædekkri og verðminni en vel blóðgaður fiskur. Fiski blæðir bezt út sé hann blóðgaður niður í rennandi sjó (pont). Ákvæðum 45. gr. má fullnægja: a) Séu þorskfiskar blóðgaðir þannig, að skorið sé á slagæðina, sem liggur innan við lífoddann frá hjartanu fram í tálknin, eða lífæðina, þar sem hún liggur fast við hrygginn upp af tálkn- opunum. Sé þess gætt, að kviðarhol fisksins opnist ekki, þannig að lifur, hrogn eða önnur innyfli renni ekki úr því. b) Séu kolar blóðgaðir um leið og þeir eru slægð- ir. Þess sé gætt, að lífæðin, sem liggur fast við hrygginn skerist í sundur. c) Sé steinbítur og hlýri blóðgaður þannig, að höggvið sé fast við sporðinn þannig að slag- æðin, sem liggur í hryggnum, fari í sundur.“ 46. gr. „Fisk skal ekki slægja fyrr en honum hefur blætt út. a) Bolfisk skal slægja þannig, að skera ekki fram úr lífodda, nema vitað sé um verkunaraðferð fisksins og að verðgildi hans rýrni ekki við þá aðferð. b) Skera skal aftur í gotrauf á öllum þorsfiskum, nema ufsa. Hann skal fista aftur fyrir miðj- an kviðugga og fast við hægra megin. c) Allan flatfisk annan en stór-lúðu má slægja samtímis blóðgun. Slægja skal kola með boga- mynduðum skurði á dökku hliðinni frá got- rauf, upp með eyrugga aftanvert og fram og upp í hrygg. Kolinn telst ekki rétt slægð- ur, sé skorið upp fyrir hrygg eða niður í hvíta þunnildið. d) Skötu skal slægja með bogamynduðum skurði sem fylgir mörkum kviðarholsins að framan- verðu. c) Stór-lúðu skal slægja þannig, að rist sé með beinum skurði frá gotrauf að lífodda. Ástæða: Framúrristur fiskur skemmist í flutningum og meðferð. T. d. fella rifin þunnildi fisk í gæða- flokkum saltfisks. Framúrristur fiskur er verð- minni í skreiðarverkun. Rangt slægður koli er verðminni en rétt slægð- ur. Innyflaleifar og æti, sem eftir er í kviðarholi, valda skemmdun á fiskinum og minnka geymslu- þol hans. 218 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.