Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 39
Andrés Guðjónsson, nýr skólastjóri Vélskóla Islands. ann yrðu þeir að sætta sig að vera 2—4 launaflokkum neðar en þeir eiga kost á við opinber eða hálf opinber störf, þá hverfur eðlilega áhuginn á starfinu. Hvað eftir ann- að hefur verið auglýst eftir fasta- kennurum en engin umsókn borizt. Ég hefi kynnt mér hvemig þessu er varið á hinum Norðurlöndunum og fengið þær upplýsingar að í hvert sinn, sem auglýst er eftir kennurum við Vélskóla berast 10 umsóknir fyrir hverja eina. Þar eru þessar stöður eftirsóknaverðar, enda njóta Vélskólakennarar þar sömu kjara og menntaskólakenn- arar. Von mun á leiðréttingu á þessu nú, en þó ekki til fulls. Þetta vandamál er ákaflega al- varlegt fyrir eðlilegt starf skólans. Á s. 1. hausti ríkti hreint neyðar- ástand, sem leystist ekki fyrr en eftir áramót, að tókst að fá Eggert Gaut Gunnarsson, tæknifræðing til að kenna rafmagnsfræði og Svein Jónsson vélstjóra til að kenna kæli- tækni í 1. og 2. stigi. Eggert Gaut- ur er fastráðinn og tel ég það skól- anum mikið happ. Áheyrendur góðir. Ykkur kann að finnast þetta óálitleg lýsing á skólastarfinu og aðstæðum. Til mótvægis og til þess að ekki verði dregnar rangar ályktanir vil ég draga fram nokkrar af bjartari hliðunum. Þegar rætt er um ástand skóla- VÍKINGUR starfs, aðstæðna og jafnvel hvers sem er, verður að hafa einhverja viðmiðun. í því, sem ég hefi rætt hér um, hefi ég miðað við ástandið eins og það ætti að vera. Ef hins vegar er miðað við ástandið eins og það var fyrir svo sem 20 árum eða um og eftir 1950, sem er mjög eðli- legt, þá kemur í ljós að mikið hefur verið gert og mikið áunnizt. Millj- ónum hefur verið varið til véla og tækjakaupa, vélasalsbyggingu hef- ur verið komið upp (1959). Hún er að vísu orðin of lítil, en ég gat þess hér til gamans að á sínum tíma hafði ég miklar áhyggjur af því að hún yrði alltof stór! Smíðahúsi var komið upp —- að vísu orðið of lítið nú — og all vel búið tækjum. Kennsla í fjarskiptatækni er að vísu í þröngu húsnæði, en tækja- kosturinn er mjög álitlegur. Tæki í stýristækni hafa fengizt (1968) og er sú kennsla nú í mjög örri þróun. Deildum Vélskólans á Akureyri og í Vestmannaeyjum hefur verið komið upp og eru þær all vel búnar tækjum, bæði í vélasölum og smíða- húsum. Vélarnar í vélasölunum hafa verið sendar héðan. Ótal margt fleira mætti telja, til að sýna, að þótt margt megi út á setja, þá hefur miðað all vel í rétta átt. Ég vil sérstaklega benda á að þetta hefði á engan hátt verið mögulegt nema velvilja og skiln- ings hefði gætt hjá yfirstjórn skól- ans og vil ég á þessum stað nota tækifærið til að þakka yfirboðurum mínum í stjórnarráðinu fyrir þá já- kvæðu afstöðu sem þeir hafa alltaf sýnt málefnum skólans. Hún var frumskilyrði allra þeirra framfara sem á hafa orðið. Vitanlega skiptir árangur skóla- starfsins mestu máli og á því sviði tel ég margt benda til að við höfum verið á réttri braut og miðað vel á veg. Ég vil nefna að eftirspurn eftir vélstjórum hefur aukist bæði til sjós og lands. Öllum er Ijós nauðsyn kunnáttusamlegrar meðferðar vélstjórans á skipavél- um, enda fá skipin ekki fararleyfi nema hæfilega lærður vélstjóri sé um borð. Þessa er krafizt á skipun- um af öryggisástæðum. Hins vegar eru slíkar kröfur ekki gerðar um landvélar. Sumir halda því að vél- stjóra sé þar síður þörf. Sannleik- urinn er þó sá að alls staðar sem vélar eru notaðar er þörf kunnáttu í meðferð þeirra og umhirðu. í iðju- verum og frystihúsum o. s. frv. eru oftast margbrotin tæki og vélar, sem krefjast mjög mikillar kunn- áttu og þekkingar, ef þær eiga að skila fullum afköstum á hagkvæm- an hátt. Á þessa staðreynd held ég að æ fleiri séu að koma auga á, einn- ig hér á landi, sem betur fer. Svíar frændur okkar hafa fyrir löngu skilið þetta. Þar fara um og eða yfir 90% þeirra vélstjóra er ljúka fullnaðarprófi í framleiðsluna. Sví- ar skilja hversu mikilvægt samspil margháttaðra véla og tækja er í hagkvæmum rekstri og að þessu verður ekki komið á nema með því að beita vélakunnáttu og hag- kvæmni. Ég heyrði mann, sem ég tel að hefði átt að vita betur, halda fram fyrir fáum dögum, að starf vélstjórans væri að „passa“ vélarn- ar eins og hann orðaði það. Aðrir ættu svo að sjá um þetta samspil, sem ég nefndi. Ég er þessum manni ekki sammála og ég vona að þeim fari fækkandi sem eru það. Ég álít mjög mikilvægt að þeir sem hafa yfirumsjón með daglegum rekstri iðjuvera þekki til hlýtar vinnsluhætti og vinnsluþol alls vél- búnaðarins. Slíka þekkingu hafa vélstjórarnir. Það er gleðileg stað- 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.