Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Blaðsíða 45
VÍKINGUR og til lífeyrissjóða sjómanna. Skipting útgreiðslunnar milli fyrirtækja og sjó- manna leiddi til þess að sjómenn báru skarðan hlut frá borði, þar sem ekki var reiknað með fullri þátttöku þeirra í mngreiðslu í sjóðinn. Ekki var heldur tekið tillit til ábendinga samtaka sjó- manna um greiðslur úr Verðjöf- nunarsjóðnum til lífeyrissjóða sjó- manna sem leiddu til þess að ekki ein- ungis fiskimenn, heldur einnig aðrir félagar, koma til með að njóta jafngóðs af þessum peningum, þar sem um var að ræða greiðslur, sem ekki voru merktar fiskimönnum sér- staklega. Á verðjöfnun framtíð fyrir sér? Er nokkur þörf fyrir verðjöfnun- arsjóð, þar sem önnur tæki eru til staðar sem ná að uppfylla sama mark- mið, þ.e. að draga úr áhrifum verð- sveiflna sjávarafurða á þjóðarbúið? Auðvitað eru til önnur hagstjórnar- tæki, s.s. gengi og vextir, sem hægt er að beita til að jafna hina almennu hag- sveiflu sem orsakast af breytilegu fiskverði erlendis. En þessi tæki hafa tvo ókosti sem lítið fer fyrir í verð- jöfnunarsjóði. í fyrsta lagi hefur geng- is- eða vaxtabreyting ekki aðeins áhrif á sjávarútveginn, heldur einnig á aðrar atvinnugreinar, sem mega kannski engan veginn við slíkum breytingum. I öðru lagi eru áhrif af gengis- og vaxtabreytingum mun hægvirkari en af verðjöfnun, þar sem hægt er að segja að áhrifin skili sér samstundis, að því tilskildu að framboð peninga- magns sé stillt í samræmi við inn- og útgreiðslur vegna verðjöfnunar sjáv- arafurða. I ljósi reynslunnar má færa fram rök f>æði með og á móti varðandi áfram- haldandi verðjöfnun sjávarafurða. Sá sem þetta skrifar telur að öllu saman- lögðu að rökin með verðjöfnun vegi Þyngra á vogarskálunum en mótrökin °g ígrunda þurfi þann möguleika gaumgæfilega, hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi um skilvirk- an verðjöfnunarsjóð, þar sem hags- munir útgerðar, fiskvinnslu og fiski- manna verði tryggðir, þannig að allir haldi sínum hlut, þegar til útgreiðslu kemur úr sjóðnum. Gámur Ásbjörn RE var aflahæsti togari Granda á síðasta ári, með fjögur þúsund tonn, mest af karfa. Skiptaverðið á kaifanum var ekki hátt, oftast innan við 30 krónur. Verðið hefur gert allt annað en kæta kappana sem komu með þennan mikla afla að landi. Á síðasta ári seldi Grandi talsvert af karfa til ísafjarðar. Fyrir karfann borguðu ísfirðingarnir um 60 krónur fyrir kílóið. Af þessu má sjá rnuninn á því sem Grandi greiddi og því sem Grandi fékk, þegar fyrirtækið seldi aflann frá sér. Með tilkomu farsímans bötnuðu mjög skilyrði sjómanna til að hringja til sinna nánustu. Útgerðir hafa margskonar aðferðir til að innheimta símagjöldin af áhöfnunum. Hjá Alla ríka eru menn til dæmis látnir greiða virðisaukaskattinn af símtölunum og ofan á það allt saman er síðan bætt 20 prósenta álagi. Þeir sjómenn sem Gámur hefur rætt við líkja þessari aðferð helst við hóteltaxta. Eimskip er stór olíuinnflytjandi, en það mun vera alsiða að skip þeirra, sem eru í siglingum til Evrópu, komi hlaðin olíu erlendis frá, olíu sem er síðan dæll yfir á strandsiglingaskip félagsins. í vetur hafa netabátar hent miklu magni af fiski. Gámur hefur fregnir af því að á heilu landsvæðunum þekkist varla lengur að tveggja nátta fiski, hvað þá eldri, sé landað. Það er sama hversu langar landlegur hafa verið, samkvæmt því sem bátarnir landa virðist sem fiskurinn gangi eingöngu í netin síðasta sólarhring fyrir drátt. Þar sem vitað er að þessar aðferðir eru stundaðar hlýtur að koma að því að málið verði rannsakað. Lífeyrissjóður sjómanna hefur aðhafst íleira en að kaupa nýtt húsnæði. Stjó'rn sjóðsins hefur keypt hlutabréf í SR-mjöli fyrir 35 milljónir króna, en fyrir þá peninga fengust 5 prósent af eignarhluta fyrirtækisins. Ef hámarka á arð af þessum peningum hlýtur sjóðnum að vera fyrir bestu að sjómenn fái sem lægst fyrir loðnuna, en ef hugsa á um að sjómenn greiði sem hæst gjald til sjóðsins er hagur Lífeyrissjóðsins sá að SR greiði sem mest fyrir loðnuna. Nú hafa orðið eigendaskipti á Hraðfrystistöðinni í Reykjavík, en Grandi hefur selt Kvótamarkaðinum húsið. Hér eftir verður ekki verkaður fiskur í húsinu heldur seldir bílar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.