Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Page 49
VÍKINGUR fram frumvarp 1. febrúar en á því hefur ekkert borið ennþá, og það er ekki einu sinni verið að vinna í málinu í dag. Eg segi það nú bara að ef við látum það yfir okkur ganga að ekkert verði að gert í okkar mál- um, þá eigum við engan annan kost en að fara út í aðgerðir. Við þyrftum bara að koma okkur sam- an um hvenær það ntyndi henta félagsmönnum okkar.“ Óskar Vigfússon: / Utgerðar- menn mjög tregir í taumi „Ég tel að það hefði verið hægt að ganga frá þessum samningum án þess að setja bráðabirgðalög," segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands. „Að sjálfsögðu voru þarna mál sem komu stjórnvöldum við, en þau mál hefði átt að leysa í bróðerni. Eg skal ekki segja hvort ríkis- stjórnin hafi gengið í lið með útgerðarmönnum, en af einhverj- uni ástæðum voru útgerðarmenn mjög tregir í taumi allan þennan tíma. Maður kemst ekki hjá því að halda að þeir hafi vonast til þess að einhver annar leysti þetta mál fyrir þá. Ég veit ekki hvað þeir hafa haft í huga með þessari dag- setningu á bráðabirgðalögunum, en eflaust hefur hún verið útspek- úleruð, hvað sem liggur að baki. Nú, ef engin lausn fæst á okkar málum þá tekur bara það sama við. Staðan er vissulega veni núna og það tekur auðvitað tíma að ná upp sömu samstöðu meðal sjó- manna. Ég vona bara að menn séu ekki svo óvinveitttir hver öðrum að ekki sé hægt að leysa þessi ágreiningsmál.“ Þorsteinn Pálsson: Meginregla að aðilar leysi sín mál sjálfir „Það er eðlilegt að aðilar að kjaradeilu leysi sín mál sjálfir í frjálsum samningum og það er ekki réttlætanlegt að grípa inn í kjaradeilu fyrr en í óefni er komið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, núverandi sjávarútvegsráðherra, er hann stöðvaði frumvarp stjórn- arinnar til bráðabirgðalaga á kja- radeilu sjómanna 13.janúar 1987. Þorsteinn var nýstiginn út úr flugvél frá Frakklandi, en hann stytti dvöl sína þar vegna þeirrar stefnu sem sjómannadeilan hafði tekið. í ræðu sinni á Alþingi ræddi Þorsteinn þá alvarlegu stöðu sem komin væri upp vegna sjómanna- verkfallsins og talaði um nauðsyn þess að leysa hana. Síðan sagði ráðherra að það hlyti að vera meg- inregla að aðilar vinnudeilna leystu sín mál sjálfir. Bráðabirgðalögin: Eru sniðin að þörfum forystijipanna LIU Samtök sjómanna á fiskiskipum fordæma það gerræði ríkisstjórnar- innar að afnema með bráðabirgðalög- um þau sjálfsögðu mannréttindi sjó- manna að geta varið kjör sín með frjálsum samningum. Núverandi ríkisstjórn fellur í þá gryfju, eins og svo margar á undan henni, að beygja sjómenn undir bráðabirgðalög, sem leysa engan vanda, en eru sniðin að þörfum forystu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Það er álit sjómannasamtakanna að þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að útiloka beri þátttöku sjómanna í kvótabraskinu sé ekki að því stefnt í raun samanber 1. grein bráðabirgða- laganna. Sjómenn neyðast nú til þess sem löghlýðnir þegnar landsins að standa upp úr kjaradeilu með það ömurlega 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.