Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 12
cn yHw&z Aver^/t o w < GC GC O z (0 oc < £ Síðasta morsesending, frá franskri strandsöð, var send á miðnætti 31. janúar s.l. og var þar með bundinn endir á 160 ára fjarskiptaheíð. Morse sendingar eru nánast aflagðar en á síðasta ári sendi stöðin út 100 skeyti á morse en tók á móti mun færri skeytum. ■ ‘x hfctt'ir Eitt elsta skipafélag Indlands, hefúr tilkynnt að það muni selja síðasta skip félagsins, innan skamms. Skipafélag þetta heitir Scindia Steam Navigation en það hafði vakið athygli íslenskra farmanna þar sem það hafði sama stafnmerki á skipum sínum eins og Eimskipafélagié hafði allt fram á síðasta áratug I’órshamar. ■ Fullt troll af viskíi Áhöfnin á írska togaranum, Christian Borum, fékk heldur skemmtilegan afla rétt fyrir jólin. Þeir voru að veiðum undan Englandsströndum þegar þeir voru að búast við að fá pokann fullan af þorski en í staðinn komu upp viskí og léttvínsflöskur. Talið er að hér hafi komið upp hluti af 120 þúsund flöskum sem voru í gámi sem féll fyrir borð af flutningaskipi fyrir átjan mánuðum. Nú eru eflaust margir togarar að veiða á þessu svæði, þvi eftir miklu er að sækjast ef allt magnið næst upp. ■ Ævintýrabækurnar Royal Carribean Cruise Lines var ákært í Bandaríkj- unum s.l. desember fyrir að dæla olíuúr- gangi fyrir borð á fimm skemmtiferða- skipum sem eru í eigu útgerðarinnar. Einnig var útgerðin kærð fyrir falsanir á skýrslum varðandi olíulosun frá skip- unum. Skipin sem um ræðir eru stolt útgerðarinnar fyrir glæsileika en þau eru Monarch of the Seas, Nordic Empress, Nordic Prince, Song of America og Sovereign of the Seas. Sú saga gengur að olíubækur skipanna séu í daglegu tali kallaðar „ævin- týrabækurnar" því þær séu bull frá upphafi til enda. Út- gerðin hefur neitað öllum ákærum en búist er við að sektin geti numið allt að 5 milljónum dala. Jafnframt hafa tveir vélstjórar útgerðarinnar verið ákærðir fyrir að tengja framhjá olíuskilju og getur hvor um sig átt von á sekt upp á eina milljón dala ef þeir verða sekir fundnir. Það er eins gott að kaupið hjá þeim sé gott svo þeir eigi möguleika á að borga sektina. ■ um mengun Meira i byrjun janúar var skipstjóri á 230 þúsund tonna olíuskipi, Song San, dæmdur í 13 mán- aða fangelsi í Singapore fyrir olíumengun. Skipstjórinn sem er fertugur Indverji, var fundin sekur um að hafa mengað hafið með því að dæla olíusora í sjó í lögsögu Singapore, fals- að olíudagbók skipsins og gefið rangar upplýsingar til rannsóknaraðila. Yfirvélstjóri skipsins var dæmdur í sex vikna fangelsi, fyrir að hafa einnig gefið rangar upplýsin- gar, við rannsókn málsins. Eigandi og útgerðaraðili skips- ins voru báðir sektaði um 400 þúsund Singapore dollara. Búist er við að skipstjórinn þurfi ekki að sitja inni nema í tæpa sex mánuði en hann þarf líka að punga út 300 þúsund Singapore dollurum svo það er eins gott að hann komist sem fyrst í vinnu á ný. Spurningin er þó sú hvort hann og yfirvél- stjórinn hafi ekki verið reknir fyrir þessa mengun. Þetta mál sýnir vel þá hörku sem færst hefur í mengunarmál hafsins úti í heimi og ættu íslenskir sjómenn sem farnir eru að sækja fisk úti í heimi að huga vel að sínum mengunar- vörnum. ■ 12 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.