Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Qupperneq 29
nefna fiskveiðar, siglingaleiðir, mengunar- varnir, hafrannsóknir og nýtingu jarðefna á og undir hafsbotninum. Deilur víða um heim Um þessar mundir er reiknað með að um 30 fiskveiðideilur milli ýmissa þjóðríkja eigi sér stað víðsvegar um heiminn. Þar að auki er til staðar töluverður fjöldi af smærri og stærri deilum um efnahagslögsögumörk milli ríkja. í þessu samhengi er nærtækast að vísa til deilu íslendinga við Norðmenn og Rússa vegna þorskveiða í Smugunni í Barentshafi. Þar að auki ágreining við Norðmenn um veiðirétt íslendinga á hafsvæðinu kringum Svalbarða. Þessu til viðbótar er rétt að minn- ast á ágreining milli íslands og Danmerkur vegna lögsögumarka milli Islands og Grænlands annars vegar og fslands og Færeyja hins vegar. Af framansögðu má sjá að Alþjóðlega haf- réttadómstólinn ætti ekki að skorta verkefni í bráð. Ekki er heldur ólíklegt að ísland komi til með að vera aðili að málarekstri íyrir dómsstólnum, áður en langt um líður. Forsenda fyrir slíkum málarekstri er, að allar aðrar leiðir til sátta hafi verið útilokaðar. Spurningunni um hvort hafréttardóm- stóllinn verði starfi sínu vaxinn, er að sjálf- söguðu ósvarað, og verður ekki svarað íyrr en reynsla hefur fengist af störfum hans. Auk þess ber að hafa í huga að deilur milli ríkja verða ekki lagðar fyrir dómstólinn nema að viðkomandi ríki viðurkenni lögsögu hans. Sem dæmi er ólíklegt talið að harðvítug deila milli Grikkja og Tyrkja, um efnhagslögsögu- mörk þjóðanna í Eyjahafinu, verði lögð fyrir Alþjóðlega hafréttardómstólinn þar sem Tyrkir neita að skrifa undir hafréttarsamn- inginn og hafa meira að segja mótmælt honum. Aðrar leiðir til lausnar á deilum Án efa mun líða einhver tími þar til hinn nýji Alþjóðlegi hafréttardómstóll hefur san- nað gagnsemi sína. Og þrátt fýrir tilvist dóm- stólsins, verður áfram hægt að skjóta deilumálum, ríkja um fiskveiðar og hafsvæði til Alþjóðadómstólsins í Haag þannig að hugsanleg samkeppni gæti myndast milli dómstólanna um málarekstur á þessu sviði. Mikilvægt er að hafa í huga að ríki sem vilja leysa fiskveiðideilur sín á milli með að- stoð þriðja aðila, hafa val á öðrum málsmeð- ferðum en hér að framan er getið. Þar er helst að nefna gerðardóm samkvæmt hafréttar- samningnum. Kostur við slíka málsmeðferð er að úrlausn deilunnar getur tekið mun skemmri tíma en málsmeðferð fyrir framan- greindum dómstólum. Hins vegar er ókost- urinn, við þessa leið, sá að hætta er á að málsmeðferðin verði ekki eins vönduð meðal annars þar sem meðal annars mun færri úr- skurðaraðilar eða dómarar skipa gerðardóm en hafréttardómstólinn. Auk þess þarf að uppfýlla fleiri formskilyrði fýrir dómstól- num. Niðurstaða gerðardómsins er endanleg og ekki áfrýjanleg nema aðilar deilumálsins hafi samið fýrirfram um áfrýjunarmeðferð. ■ Ryggt á eftirtötdum heimildum: Hafréttarsamn- ingur Sameinuðu þjóðanna. „ Uthahafiveiðisátt- málinn The European. Jafnvægi i fjarmalum fjölskyldunnar GREIÐSLU(!JONUSTA SPARISJOÐANNA Öryggi í fjármálum er mikilvægt til þess að fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin. Þú geturvalið milli þriggja leiða í! Greiðsluþjðnustu Sparisjóðanna: | Greiðsludreifing: Við gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgarjafnar mánaðarlegargreiðslur. I Stakar greiðslur: Sparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. [Greiðslujöfnun: Komi til þess að greiðslur einstakra mánaða séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismunmn. Greiðsluþjónusta Sparisjóðannajer þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimllisins. SPARISJÓÐUR VÉLSTfÓRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.