Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 41
Fimm fræknir sjósóknarar rifja upp mestu framfarirnar SEM ÞEIR UPPLIFÐU í STARFI SÍNU estar framfarir í sjómennsku Það er jaÍTi misjafnt og mennirnir eru margir hvers þeir helst minnast, þegar þeir eru beðnir að nefha helstu framfarir sem þeir höíðu upplifað í starfi sínu. Sjómanna- blaðið VIkingur leitaði til fimm þekktra sjó- manna og spurði þá um helstu framfarirnar. Þeir sem leitað var til voru, Halldór Hall- grímsson, skipstjóri á Akureyri, Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, Óskar Vigfússon, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, PÉTUR Jóhannsson, stýrimaður og fyrrum skip- stjóri í Ólafsvík og Sigurjón Óskarsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, en hann vað þjóðkunnur þegar hann var skipstjóri á Þór- unni Sveinsdóttur, ekki bara fyrir að fiska meira en aðrir, ekki síður fyrir hversu oft hann bjargaði mönnum úr sjávarháska. ■ Óskar Vigfússon, sjó- maður og fyrrverandi for- maður Sjómannasambands íslands Eyddi jú blóma lífs míns á sjónum „Ég eyddi jú blóma lífs míns á sjónum, sem þýðir það að ég varð að sjá af mörgu því sem fólk í landi upplifði, einsog til dæmis að fylgjast með uppeldi barnanna," sagði Óskar Vigfússon, fyrrverandi sjómaður og fyrrverandi formaður Sjómannasambansd íslands. „ En breytingarnar sem eru efst í mínum huga, sem formaður Sjómannasambandsins til margra ára, eru vafalaust þær þegar tryg- gingatímabilinu var breytt uml978 og '79, úr ársfjórðungsuppgjöri í mánaðarleg- tuppgjör. Nú lenda menn ekki lengur í þeim ógöngum að afla í jánúar og éta síðan hlutinn sinn upp næstu tvo mánuðina, ef ekkert veiðist í febrúar og mars.“ ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.