Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 43
Helgi Hallvarðsson skipsherra Sigurinn í £00mílna stríðinu >,Það merkilegasta á minni starf- sævi var þegar ég var skipsherra á varðskipinu Óðni og við sigruðum í 200 mílna landhelgisstríðinu l.júní 1976. Þann dag fóru öll er- lend skip út fyrir línuna og um leiá eignuðust fslendingar 750.000 fer- kílómetra svæði,“ sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. ^ „Það var mikil gleðistund að horfa á eftir skijjunum þegar þau sigldu útfyrir Iínuna.“ ■ Halldór Hallgrímsson togaraskipstjóri á Akureyri Koma skuttogarans var algjör bylting! Halldór Hallgrímsson fyrrverandi tog- araskipstjóri á Akureyri. „Ég fór sautján ára grjónapungur fyrst um borð í togara í Reykjavík. Sextugur labbaði ég í land eftir fjögurra áratuga starf á sjónum,“ sagði Halldór Hermannsson, fyrrverandi skip- stjóri hjá Utgerðarfélagi Akureyringa. „Sjó- mennskan er erfitt og taugastrekkjandi starf. Skiptstjórinn hefur litla tryggingu, hann verður bara að fiska ef hann ætlar ekki að láta reka sig. En koma skuttogarans í kring- um 1970 sem tók við af síðutogaranum var algjör bylting. Ég var skipstjóri á skuttogar- anum Svalbak frál 973 og það var eins og að koma á lúxushótel, eftir öll árin á gömlu togurunum. Á skuttogurunum er vinnu- aðstaðan undir dekki í skjóli. Það hafði nú aldeilis ekki tíðkast á gömlu síðutogurunum, þar sem við unnum undir berum himni, hvernig sem viðraði. Síðan var auðvitað öll aðstaða um borð miklu betri, meira pláss, tveggja manna klefar í stað þess að vera allir saman í einum klefa á gömlu togurunum, sturtur og hvað eina og í dag er saunabað í flestum togurum." ■ Pétur Jóhannsson, stýrimaður á Auðbjörgu frá Ólafsvík Sjóarar hafa hlunnindi „Þegar ég á að tjá mig um framfarir í mál- um sjómanna gegnum árin, og þar sem pen- ingar virðast alltaf skipta svo miklu máli, þá er nærtakast að benda á kjaramálin. Þar varð mikil breyting á þegar ársfjórðungsupp- gjörinu var breytt í mánaðaruppgjör," sagði Pétur Jóhannsson, stýrimaður á Auð- björgu frá Ólafsvi'k. „Ég lenti hins vegar í því að vinna ein 17 ár í landi sem verkstjóri í fiskvinnslu. Þá áttaði ég mig á því að, að fólkið í landi legg- ur oft miklu harðar að sér í vinnu og við mikið lakari kjör, en sjómenn. Við á sjónum erum þar að auki með hlunnindi einsog tuttugu þúsund króna skattaafslátt á mán- uði, fyrir að vera á sjónum sem hinir í landi fá ekki. En svo vil ég Iíka minnast á dragnótina þar hafa orðið miklar framfarir, spiltæknin er ólíkt betri á okkar dögum, í stað víra er notuð tóg sem eru miklu léttara og meðfæri- legra, og það veiðist einfaldlega betur.“ ■ Sigurjón Öskarsson skipstjóri í Vestmannaeyjum Afhjúpaði leyndar- dóminn og hjátrúna í kringum fiskiríið „Á þrjátíu og tveggja ára sjómannsferli --i—c r,—:—t—u—i-:- mínum tel ég helstu tímamótin hafa verið þegar radarinn kom í lok sjötta áratugar- ins,“ sagði SlGURJÓN ÓSKARSSON, skipstjóri í Vestmannaeyjum. „Tíu árum síðar kom lóraninn og plot- terinn. Þangað til hafði maður aðeins kom- pás og fjöllinn til þess að miða sig við, sem var auðvitað ekki ýkja nákvæmt staðsetning- arkerfi. Þessi tæknibylting afhjúpaði auðvit- að leyndardóminn og hjátrúna í kringum fiskiríið, en í gamla daga voru menn að pukrast, hver í sínu horni með sín fiskimið. En í dag skiptast menn á diskum með fiski- slóðum sem þeir skoða í tölvunni upp í brú, enda er búið að kortleggja öll mið og ekkert að fela.“ ■ 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.