Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 60
MD Vélar: Endurunnir varahlutir A undanförnum árum hefur verið þróuð tækni til að endur- vinna og gera hluti sem áður varð að henda, þar á meðal afgastúrbínur og hluti í þær. TurboNed í Hollandi er leið- andi fyrirtæki á þessu sviði og sérhæfir sig í varahlutum og viðgerðarþjónustu á BBC- afgastúrbínum. TurboNed hefur komið sér upp öflugu þjónustuneti um allan heim. Á íslandi eru MD Vélar hf. um- boðsaðili fyrirTurboNed. TurboNed hefur mjög stóran lager af endurunnum og nýjum skiptirótorum í BBC-túrbínur, sem eru afgreiddar með mjög skömmum fyrirvara og við- skiptavinurinn greiðir aðeins fyrir viðgerð á gamla rótornum og flutningskostnað. MD Vélar reka sérhæft þjónustuverkstæði fyrir afgas- túrbínur af fjölmörgum gerðum og sjá um að senda rótora utan til endurjafnvægisstill- ingar og viðgerða, þar sem enginn viðurkenndur bún- aður er til hér á landi. [ mörgum til- fellum er hægt að fá skiptirótor ein- um eða tveimur dögum eftir óhapp og ef senda þarf rótor til endurjafn- HEÐINN SMIÐJA » J vægisstillingar tekur það tvo til þrjá daga. Allir varahlutir frá TurboNed eru unnir eftir ISO 5002- gæðastaðli og viðurkenndir af öllum helstu flokkunarfélögum, þar á meðal Lloyds Register og SR. Einnig geta MD Vélar nú boðið fyrir hinar ýmsu tegundir af vélum: að senda vélarhlutina út til endurvinnslu eða fá uppgerða varahluti sem skiptihluti; ele- ment á olíudælur, olíudælur og spíssa, ál- og stálstimpla, strokklok, strokkfóðringar, sveifarása og stimpilstangir svo eitthvað sé nefnt. ■ Rafverktakafyrírtækið Rafver: Byrjaði í bílskú’ Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta STÓRÁSI 6 • 210 GARÐABÆR • SÍIVII 565 2921 • FAX 565 2927 Rafverktakafyrir- tækið Rafver fagn- aði 40 ára starf- safmæli á slðasta ári, en það var stofnað í maí árið 1956. Starfsemin hófst í bílskúr en síðan hefur um- fangið aukist og er Rafver nú í 1.700 fermetra húsnæði í Skeifunni 3e og 3f í Reykjavík. Á neðri hæð er verslun, lager og viðgerða- þjónusta, en á efri hæð eru skrifstof- ur. „Rafver var upp- haflega stofnað sem rafverktaka- fyrirtæki. Stofnendur voru átta félagar og eru tveir af þeim enn starfandi hjá fyrirtækinu. Núna eru starfandi þrettán manns hjá fyrirtækinu í öllum deildum," segirÁgúst Einars- son framkvæmdastjóri. Ágúst byrjaði hjá fyrirtækinu sem lærlingur fyrir 28 árum, en hann er sonur eins stofnenda Rafvers. Á þessum 40 árum hefur Rafver fært út kvíarnar. Enn er haldið við upphaflegu mark- miðin, það er að selja vinnu rafverktakanna. Eftir því sem árin hafa liðið hefur önnur þjónusta bæst við, svo sem innflutningur, heildsala og smásala á ýmsum vörum og viðgerðaþjónusta. 60 Sjómannablaðið Víkingur L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.