Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 27
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN 169 á landi, þó þai' sé einnig erfitt að fullyrða nokkuð. Sést það bezt á því, að Johs. Gröntved taldi á sínum tíma (Gröntved, 1942) ólík- legt, að Juncus squarrosus L., stinnasef, hefði nokkurn tíma fund- izt hér á landi, þó þess væri getið í gömlum plöntuskrám. En eins og við vitum, hefur stinnasef síðan fundizt á nokkrum stöð- um á Austfjörðunr og Hornströndum (sbr. Eyþór Einarsson, 1959). Ein þessara vafasömu plöntutegunda er einmitt burkninn Asplen- ium trichomanes L. Hans er fyrst getið frá íslandi í bókinni Dansk Oekonomisk Plantelære eftir hinn danska grasafræðiprófessor J. W. Hornemann (Hornemann, 1837), en þar ekki minnzt á, livar á landinu hann liafi fundizt. í formála að þessari bók sinni, segist Hornemann hafa stuðzt við uppgötvanir landa síns, Axels Mörchs, á íslandi, en Mörch dvaldist hér á landi sumarið 1821 og fékkst við athuganir á plöntum, aðallega mosum. í nokkrum plöntuskrám næstu áratuga er Aspleniurn trichomanes L. talinn til íslenzkra plantna, en hvergi getið vaxtarstaðar liér á landi (J. Vahl, 1840; Preyer und Zirkel, 1862, og Baring-Gould, 1863), og er sennilegt, að það sé haft eftir Hornemann. Árið 1871 kom út í London allýtarleg ritgerð um flóru íslands eftir Englendinginn Charles C. Babington, prófessor í grasafræði við háskólann í Cambridge (C. C. Babington, 1871), en hann hafði sjálf- ur dvalizt bér á landi tvær vikur sumarið 1846 og tveim árum seinna birt skrá yfir þær plöntur, sem hann safnaði á Islandi. I rit- gerð sinni rekur Babington fyrst sögu grasafræðirannsókna á Is- landi. Síðan kemui- rnjög ýtarleg skrá yfir íslenzkar háplöntur og getur hann þar finnenda og vaxtarstaða hinna ýmsu tegunda. Þar er Asplenium trichomanes L. talinn, sagt að hann vaxi í Búðahrauni og Mörch borinn lyrir því. Þetta hefur Babington sennilega byggt á eintökum í grasasöfnum í Höfn, því hann hafði fengið Johan Lange, þáverandi prófessor í gxasafræði við Hafnarháskóla, til að skrifa upp fyrir sig úr söfnurn þar fundarstaði íslenzkra plantna. Verður Jrví að telja líklegt, að þá hafi verið til íslenzk eintök af Asplenium trichomanes L., sem Axel Mörch hefur tekið í Búða- hrauni. Til Jress bendir einnig sú staðhæfing Clnistians Grönlunds í ritgerð um íslenzkar háplöntur (Grönlund, 1874), að eintök af Asplenium trichomanes L., sem Mörch hafi safnað í Búðahrauni, séu í grasasafni hans. Og eftir orðalagi Grönlunds mætti ætla, að hann hafi sjálfur séð þessi eintök í safni Mörchs, enda tekur hann

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.