Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN 161 TAFLA 7. Hrafnsönd (Melanitta nigra). Kyn- og aldursskipting netjafugla á tvö aðalsvæði Mývatns. Age nml sex composition of black scoter caught in nets in two main areas of Aiývatn. Syðri-Flói Bolir Allt vatnið (The whole lake ) Fullorðnir karlfuglar ($ ad.) 1 1 Fullorðnir kvenfuglar (9 ad.) 8 10 18 Ókyngreinclir (Unsexed ad.) 3 1 4 Litlir dúnungar (Small downies) .. . 5 3 8 Stálpaðir dúnungar (Large doumics) 1 58 59 Fiðraðir ungar (Feathered young) . . 10 55 65 Fleygir ungar (Fledged young) .... 1 8 9 Aðrir ungar (Other young) 5 5 Óákvarðað (Undetermined) 1 1 Alls (Total) 29 141 170 aðra fugla. 19 þessara l'ugla voru kyngreindir, og var aðeins 1 þeirra karlfugl. Þessi mikli rnunur á netjadauða kynjanna stafar eflaust af því, að steggjunum fer að fækka á Mývatni þegar um miðjan júlí, eins og áður er getið, og má vera, að meira drepist af þeint fyrri hluta sumars. Ég hafði auk þess spurnir af hrafns- andarsteggjum, sent komu lifandi í net og var sleppt aftur, en vafasamt er þó að treysta slíkum upplýsingum fullkomlega. Enda þótt heildarveiði fullorðinna hrafnsanda sé e. t. v. ekki ýkjamikil, hefur hún þó líklega mun meiri áhrif á stofninn en virðast mætti við fyrstu sýn, þar eð hér virðist að langmestu leyti vera um kven- fugl að ræða. Mjög mikið veiddist af ungum eða alls 146 (86,4% af allri hrafns- andaveiðinni). Eins og sést í töflu 7, náðust ungarnir að langmestu leyti á Bolum. Mest veiddist af stálpuðum dúnungum (59) og fiðr- uðum ungum (65). Veiði hrafnsandarunga skiptist því mjög svipað og duggandarunga. Þó veiddust hlutfallslega enn Ileiri ungar á Bolum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.