Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 3
Náttúrufr. — 31. árgangur — 4. hefli — 145—192. siða — Reykjavik, janúar 1962
Arnþór Garðarsson:
Fugladauði af völdum netja í Mývatni
Inngangur.
Árin 1959 og 1960 urðu nokkur blaðaskrif um fugladauða í netj-
um Mývetninga. Náttúruverndarráð taldi sér skylt að athuga þetta
mál, og var það rætt á fundum ráðins. Auk þess var leitað álits
veiðimálastjóra og formanns fuglafriðunarnefndar um málið, svo
og náttúruverndarnefndar Suður-Þingeyjarsýslu. Árangurinn af þess-
um athugunum varð sá, að náttúruverndarráð taldi brýna nauðsyn
til að leitazt yrði við að ráða bót á þessu vandamáli. Ráðið treysti
sér þó ekki til að bera fram ákveðnar tillögur til úrbóta, fyrr en
fram hefði farið rannsókn á málavöxtum. Varð því úr, að náttúru-
verndarráð réð mig til að annast slíka rannsókn.
Athuganir á fugladauða í netjum fóru fram á tímabilinu 5. júlí
—30. ágúst 1960. Alls voru teknar skýrslur af 24 aðiljum um fugla-
dauða og silungsveiði í 257 umvitjunum. Auk þess var öðrum upp-
lýsingum safnað, svo sem um netjafjölda, netjagerð, hvar lagt var
o. s. frv. Áherzla var lögð á að fá sem flesta þeirra fugla, sem dráp-
ust í netjunum, handa Náttúrugripasafni íslands, og er nú unnið
að rannsóknum á þeim, einkum fæðuatliugunum. Jafnframt kann-
aði ég fuglalífið á Mývatni og í nágrenni þess, eftir því sem ástæður
leyfðu.
Ég hafði bát og utanborðsmótor til afnota allan tímann, sem ég
dvaldist við vatnið. í fyrstu hagaði ég söfnun upplýsinga þannig,
að ég hitti menn við veiðar úti á vatninu. Þar sem þessi aðferð
reyndist of seinleg og á margan hátt erfið, tók ég brátt þann kost
að fara á milli bæja og eiga tal við veiðibændur. Síðari aðferðin
er auðvitað ekki eins örugg, en ég tel þó, að yfirleitt hafi verið
rétt skýrt frá um netjafugla. Hins vegar álít ég skýrslur um silungs-