Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 3
Sigurður Þórarinsson:
Náttúrugripasafnið á Akureyri.
Meira en ár er nú liðið síðan opnað var safn náttúrugripa í húsa-
kynnum slökkvistöðvarinnar á Akureyri. Það er þvi mál til komið,
að þessa atburðar sé að einhverju getið í Náttúrufræðingnum. Hér
er um að ræða atburð, sem hlýtur að gleðja hvern þann, er ann
íslenzkri náttúru og hefur áhuga fyrir aukinni náttúruþekkingu lands-
manna, og forsaga þessa nýja safns er vel þess verð að henni sé á
lofti haldið. Afsökun min fyrir því, að hafa ekki getið þessa safns
að neinu i Náttúrufræðingnum í minni ritstjóratíð er sú ein, að ég
dró að skrifa um það, þar til ég hafði skoðað það með eigin augum,
og það varð ekki fyrr en nú í sumar, en safnið var opnað i ágúst-
byrjun sumarið 1952.
Náttúrugripasafnið á Akureyri á tilkomu sína að langmestu leyti
að þakka tveimur mönnum, Akureyringunum Kristjáni Geirmunds-
syni og Jakobi Karlssyni. Kristján Geirmundsson er löngu orðinn
kunnur víða um land fyrir framúrskarandi natni í að stoppa upp og
setja upp fugla. Veit ég ekki betur, en að hann sé sjálflærður í þeirri
iðn, en hann hefur náð í henni svo mikilli hæfni, að aðdáun vekur
erlendra sérfræðinga, er séð hafa handaverk hans. Slík hæfni næst
ekki nema með miklu námi í náttúrunnar riki og næmu auga fyrir
náttúrunnar fyrirbærum, enda hefur Kristján verið náttúruskoðari
frá blautu barnsbeini.
Forsaga safnsins, sem hér er rakin að mestu samkvæmt upplýsing-
um frá Kristjáni, hefst með þvi, að Jakob Karlsson, forstjóri Eimskipa-
félagsins á Akureyri, sem er áhugamaður mikill um fugla- og dýralíf
okkar lands, tók að kaupa fugla, uppsetta af Kristjáni, á árunum
næstu eftir 1930, og kom sér þannig upp talsverðu safni íslenzkra
fugla. Jafnframt safnaði Kristján fuglum og eggjum fyrir sjálfan
sig. Þetta safn Kristjáns keypti Jakob svo í þeim tilgangi að slá báð-
um söfnunum saman og hafa til sýnis fyrir almenning. En nú kom
til sögunnar sá sami draugur, er verið hefur frá öndverðu versti
þrándur í götu eðlilegrar þróunar náttúrugripasafnsins í Reykjavik,