Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 13
ORKIDEU-RÆKT
123
eru Cymbidium dýrar plöntur. 1 Ameríku er algengt að borga 50
—200 dollara fyrir góða plöntu.
6. Oncidium stendur nærri Odontoglossum og vex á svipuðum
stöðum, einnig uppi í Andesfjöllum og í Mið-Ameríku. Flest þeirra
mynda langa blómstöngla með fjölda blóma á, sem eru tiltölulega
lítil, en geta verið yfir 100 blóm á einum stöngli, sem hjá sumum
verður allt að átta metrar á lengd.
7. Dudrobium Miltonia eru orkideur, sem þegar maður sér þær
fyrst, líkjast mest fínni tegund af stjúpmæðrum. Þær eru víða seldar
sem pottablóm. Eru aðallega ættaðar frá Suður-Ameriku. Miltonia og
önnur tegund, sem lítið er ræktuð út af fyrir sig, Cochlioda, hafa ver-
ið notaðar til að krossfrjóvga með Odontoglossum og þannig hafa skap-
azt nýir og sérlega fallegir kynblendingar, sem ganga undir nöfn-
unum Odontonia og Odontioda. Bæði Odontonia og Odontioda taka
iðulega fram þeim fegurstu Odontoglossum, svo að þessar kynbætur
hafa orðið til þess að framleiða enn fegurri Odontoglossum, þvi að
kynblendingarnir líkjast allir miklu meira Odontoglossum heldur en
hinu foreldtinu.
Kynbætur
1 þessu sambandi er rétt að minnast á kynbætur þær, sem gerðar
hafa verið á ýmsum orkideutegundum, til þess að fá fram fegurri og
fullkomnari blóm. Það var fyrst í Englandi, að enskur læknir, Dr.
Harris, fékk verkstjórann hjá Veitch, sem þá var mesta orkideustöð
Englands, Mr. Dominy, til að reyna að krossfrjóvga tvær líkar orki-
deutegundir innbyrðis. Þetta tókst. Plantan frjóvgaðist og eftir 5 ár
blómstraði nýtt afbrigði, sem kallað var Calanthe Domini. Síðan var
óspart tekið til að krossfrjóvga allar mögulegar tegundir og leið ekki
á löngu unz það gerbreytti allrí orkideurækt. Einkum tókst vel að
krossfrjóvga Laeliur og Cattleyur og hefur siðan verið framleitt svo
hundruðum og þúsundum skiptir af Laelio-cattleyum, eins og þessir
kynblendingar eru kallaðir.
Seinna var gerð tilraun með orkideu, sem líkist nokkuð Laelium
og Cattleyum og nefnist Brassavola. Einkum hefur verið notuð Brassa-
vola Digbyana, sem hefur stóra og skrautlega vör. Þannig hafa verið
framleiddar fjöldamargar nýjar tegundir af Brasso-cattleyum, Brasso-
laelium og Brasso-laelio-cattleyum. Meðal þessara nýju kynblendinga
eru margar af fegurstu orkideunum, sem nú eru til.
Ég hef áður minnzt á kynblendingana af Odontoglossum, sem hafa
gefið mörg fegurri afbrigði en áður hafa þekkzt. Þó veit ég ekki,