Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 32
140 NÁTTttRUFRÆÐINGURINN 2. mynd. Svörtu deplamir tveir sýna fundarstaði stararinnar. The two black dots show the localities, where C. heleonastes has been found in Iceland. sunnar í heiðinni en Vilhjálmur. Eintök Helga eru á mismunandi þroskastigi og þvi hagkvæm til athugunar. Að lokinni rannsókn varð niðurstaða mín sú, að umdeild starartegund sé engin önnur en C. heleonastes (Ehrh.). C. heleonastes eða Fljótsheiðarstörin (þannig hafa íslenzkir grasa- fræðingar nefnt hana í daglegu tali) telst til samextu staranna (Homostachyae) og er nákomnust rjápustör (C. Lachenalii Schkuhr). Utan íslands vaxa 2 tegundir, sem eru mjög líkar henni: C. neuro- chlaena (Holm.), amerísk, og C. amblyorhyncha (Krecz), er vex bæði í gamla og nýja heiminum (6). Eftir þeim eintökum að dæma, er ég hef með höndum, virðist Fljótsheiðarstörin vera tilbrigðagjörn, en það er hún víðar en á Is- landi. Sums staðar erlendis hefur henni tíðlega verið ruglað saman við frændtegundir sínar; enda ber ekki lýsingum af henni fyllilega saman í hinum ýmsu flórum. Hér fer á eftir lýsing af störinni, gerð eftir íslenzkum eintökum: „Strá og blaðsprotar venjulega í :grágrænum toppum. Stöngullinn 25 —35 cm hár, stinnur, beinvaxinn eða eilítið uppsveigður; hvassþrí- strendur og mjög snarpur efst. Blöðin flöt, með kili, 1,7—2,0 mm á breidd með ljósum slíðrum og löngum og mjóum, snörpum oddi, oftast styttri en stráið. Axskipunin 1,5—1,7 cm löng, gulbrún eða ljósbrún að lit. öxin 3 eða 4, sjaldan 5, smá og mjög náin, hnatt- laga eða stutt-egglaga, lik að stærð, en venjulega er þó toppaxið ei- lítið stærst. Stöku sinnum er neðsta axið greinilega aðskilið frá hinum öxunum. Karlblómin örfá, neðst í hverju axi. Venjulega er ekkert blaðkennt stoðblað, en sé það til staðar, er það vaxið fram í langan, þráðmjóan odd, er stundum nær upp fyrir axskipunina. Axhlífarnar breiðegglaga, snubbóttar eða stuttyddar, líkar að breidd, en lítið eitt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.