Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 26
134 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN irnar milli þeirra jafnt íhvolfar og samloka um lóðrétt plan, er skæri kambana endilanga (normal planið). Fjarlægðin milli kamba (1) mældist 70 mm að meðaltali, en hæð (h) kambanna mældist á sama 1. mynd. Sandgárar úr fornri f]öru við Elliðaár. hátt 9 mm. Hlutfallið hér á milli, l:h er sem næst 8, en það er af sumum, að minnsta kosti, notað sem einkenni þegar slíkum sandgárum er lýst. Nú lægi beinast við að leita við ósa Elliðaánna að ungum sandgárum til samanburðar. En mér hefur ekki heppnazt að finna þar neina, og munu þeir vart myndast þar að ráði. Gæti það stafað af því að framburðurinn sé of leirborinn, ekki nægilega sencLinn. Á Löngufjörum hef ég mælt sandgára, og víðar við strendur landsins er auðvelt að finna sandgára, sem eru í góðu samræmi við hina fornu við Elliðaárnar bæði að stærð og lögun. Auk þessara umræddu sandgára finnst fuglatraðk í sandlögunum austur af Öldu. Eru sum sporin svo skýr, að fuglafróðir menn geta efalaust þekkt af þeim hver eða hverjir hafa þar verið á vappi í fyrndinni. Það veldur þó nokkrum örðugleikum við rannsóknir á sandlögunum, hve laus þau eru í sér og molna auðveldlega við flutn- ing. En með því t. d. að renna gipsi í fuglasporin er hægðarleikur að ná af þeim skýrum mótum til rannsókna. Sandlagið með förunum, sem 2. mynd þessarar greinar sýnir, er nú raunar molnað, en gips- mót af þeim er geymt á náttúrugripasafninu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.