Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 6

Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 6
6 25. júlí 2009 LAUGARDAGUR STÆKKUN EVRÓPUSAMBANDSINS 25. mars 1957 1. janúar 1973 1. janúar 1981 1. janúar 1986 1. janúar 1995 1. maí 2004 1. janúar 2007 Grænlendingar gengu upphaflega í ESB með Danmörku árið 1973 en sögðu sig úr sambandinu árið 1985 vegna deilna um fiskveiðiréttindi þeirra. Þó hafa Græn- lendingar enn ýmis viðskiptaleg fríðindi við lönd ESB. Einnig hafa þegnar Grænlands ESB- ríkisborgararétt en mega ekki kjósa í kosningum til Evrópuþingsins. Í Evrópusambandinu eru 27 lönd. Sambandið á upphaf sitt að rekja til Kola- og stálbandalags Evrópu, sem stofnað var árið 1951. Í bandalaginu voru Ítalía, Frakkland, Vestur-Þýska- land, Holland, Belgía og Lúxemborg. Árið 1957 skrifuðu löndin undir samning um efnahagslega samvinnu og var þá kominn vísir að ESB. Árið 1973 gengu Danir, Írar og Bretar inn í sambandið. Noregur átti að ganga í sambandið á sama tíma en aðild var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu. Grikkir gengu í sambandið árið 1981 og Spánverjar og Portú- galar fimm árum síðar. Sama ár var formlegur fáni sambandsins tekinn í gagnið og eru á honum 12 stjörnur, fyrir þau aðildarlönd sem voru í sambandinu árið 1986. ESB eins og við þekkjum það nú var stofnað formlega 1. nóvember 1993, með Maastricht-sáttmálan- um. Í honum er til dæmis kveðið á sameiginlegan gjaldmiðil, evruna. Tveimur árum síðar gengu Austurríki, Svíþjóð og Finnland í sambandið en þau tvö síðastnefndu voru fyrir í EES. Árið 2004 var svo stærsta stækkun ESB þegar Malta, Kýpur, Slóvenía, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland gengu í sambandið. Þremur árum síðar gengu nýjustu Rúmenía og Búlgaría inn. Þrjú lönd bíða enn inngöngu, Króatía, Tyrkland og Makedónía. Líklegir umsækjendur næstu árin eru Bosnía og Herse- góvína, Albanía, Svartfjallaland og Serbía. Kósovó kæmi einnig til greina en ESB viðurkennir það ekki sem sjálfstætt ríki. vidir@frettabladid.is Stækkun Evrópusambandsins frá 1957 Í sumar mun Brokey, Siglingafélag Reykjavíkur, bjóða upp á skemmtileg siglinganámskeið og æfngar fyrir börn og fullorðna. Börn og unglingar: Fimm daga siglinganámskeið sem fram fer í Nauthólsvík og er fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Námskeiðin standa yfir á milli kl.13:00-16:30 alla virka daga. Fullorðnir: Skemmtilegt þriggja kvölda siglinganámskeið þar sem kennt er á 26 feta seglbát. Farið er yfir það helsta sem hásetar á seglbát þurfa að kunna. VILTU LÆRA AÐ SIGLA Í SUMAR Skráning stendur yfir á www.brokey.is Nánari upplýsingar í síma 8951551 Fimm innbrot í fyrrinótt Þrjú innbrot voru í hús í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu aðfaranótt föstudags. Einnig var tilkynnt um tvö innbrot í bíla. Sparkaði í höfuð lögreglu Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni í íbúðahverfi og flutti hann á brott. Við aksturinn í lögreglubílnum æstist sá ölvaði og sparkaði í höfuð annars tveggja lögreglumanna í bíln- um. Hann slasaðist lítillega en hélt áfram vaktinni. Fíkniefni í Hvalfirði Lögreglan á Borgarnesi og á Akranesi fóru í sameiginlegt verkefni þegar bifreið sem ferjaði fíkniefni var stöðv- uð í Hvalfirði. Lögreglan í Borgarnesi harðneitar að gefa frekari upplýsingar. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNSÝSLA Frumvarp dómsmála- ráðherra um að bæta við þremur nýjum sérstökum saksóknurum við hlið Ólafs Þórs Haukssonar var samþykkt í gær með atkvæð- um allra viðstaddra. Allir skulu þeir uppfylla skilyrði til þess að vera héraðsdómarar, nema það má víkja frá aldurshámarkinu, sem er 70 ár. Lögin öðlast þegar gildi. Einnig er í frumvarpinu lagt til að settur verði sérstakur saksókn- ari yfir málefnum er varða banka- hrunið en Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari lýsti sig vanhæfan í maí síðastliðnum í þeim málum. Farið verður því með málið eins og þegar ríkissaksóknari lýsir sig vanhæfan í einstökum málum. - vsp Frumvarp samþykkt í gær: Þrír sérstakir í viðbót við Ólaf BANDARÍKIN, AP Húsleit hefur verið gerð á læknastofu og í geymslu- rými Conrads Murrey, sem var einkalæknir Michaels Jack- son. Rannsókn á dauða Jack- sons beinist nú aðallega að Murrey og því hvort hann hafi átt þátt í dauða Jacksons. Mur- rey var með söngvaranum þegar hann dó og reyndi að lífga hann við. Hann hafði verið ráðinn sem einkalæknir hans nokkrum vikum fyrir andlátið. Lögregla gerði meðal ann- ars upptæka tvo harða tölvu- diska, tölvupóst og nokkurt magn af megrunarlyfjum og vöðvaslak andi lyfjum. Einnig fannst uppsagnarbréf frá spítala í Houston í eigum Murrey. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefn- ar. - þeb Lögregla rannsakar dauða: Gruna einka- lækni Jackson MICHAEL JACKSON KONGÓ, AP Samkvæmt Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa um 536 þúsund manns hrak- ist að heiman í austurhluta Kongó það sem af er árinu vegna átaka milli stjórnarhersins og uppreisn- arhópa Hútúa. Hútúarnir eru margir hverj- ir frá nágrannaríkinu Rúanda og tóku þátt í þjóðarmorðinu þar árið 1994. Ron Redmond, tals- maður Flóttamannastofnunarinn- ar, segir ýmsar sögur ganga af morðum, nauðgunum og pynting- um sem Hútúarnir beri ábyrgð á. Alls eru flóttamenn vegna átakanna á þessum slóðum orðnir 1,8 milljónir. - gb Óöldin í Kongó: Hálf milljón manns á flótta Finnst þér að blindir og heyrnarlausir eigi að greiða jafnháan skatt og aðrir til Ríkisútvarpsins? Já 21% Nei 79% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú á útihátíð um versl- unarmannahelgina? Segðu skoðun þína á visir.is. ATVINNA Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á þriðju- dag að greiða flokksstjórum í Vinnuskóla þar í bæ 15 klukkustunda yfirvinnu á tímabilinu júní til júlí. Einn- ig verður þeim boðið að framlengja ráðningarsamn- inga sína til 7. ágúst. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur flokksstjóranna sem töldu sig hlunnfarna í launamálum. Flokksstjórarnir voru með um 162 þúsund krónur í mánaðarlaun og engin yfirvinna var í boði. Atvinnu- leysisbætur eru rétt tæplega 150 þúsund krónur. Vildu flokksstjórarnir meina að þetta væru afar ósanngjörn laun þar sem þeir bæru ábyrgð á börnum á aldrinum 14 til 16 ára. Allir flokksstjórarnir eru annaðhvort háskólanemar eða útskrifaðir úr háskóla. Nágrannasveitarfélögin buðu hins vegar töluvert betri laun. Sömu grunnlaun voru hjá Álftanesi og Hafnarfirði en í þeim sveitarfélögum var þeim boðin yfirvinna. Tuttugu tímar á mánuði á Álftanesi og tíu í Hafnarfirði. Reykvískir flokksstjórar fengu um 170 þúsund krónur á mánuði auk 7.000 króna í matarpen- ing. Kópavogur greiddi starfsmönnum sínum rétt um 190 þúsund krónur og Mosfellsbær um 166 þúsund. Auk launa þótti flokksstjórum ósanngjarnt að vera aðeins ráðnir til 1. ágúst, en starfsmenn Áhaldahúss Garðabæjar voru ráðnir út ágúst. - vsp Bæjarráð Garðabæjar ákvað að koma til móts við launakröfur flokksstjóra: Launabarátta sem skilaði sér DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hafnaði í gær frávísunarkröfu Hollendingsins Peters Rabe í hinu svokallaða Papeyjarmáli. Því verð- ur réttað yfir Rabe hér á landi, en hann er talinn höfuðpaurinn í mál- inu. Rabe krafðist frávísunar á þeim grundvelli að fíkniefnin sem málið snýst um, ríflega 100 kíló af amf- etamíni, kannabisi og e-töflum, hafi verið flutt úr skútunni sem hann sigldi yfir í gúmmíbát utan íslenskrar landhelgi. Íslensk lög næðu því ekki yfir athæfið. Í niðurstöðu dómara er vísað til sjöundu greinar almennra hegn- ingarlaga, þar sem segir að „sé refsing að einhverju leyti bundin að lögum við afleiðingar verknað- ar skuli líta svo á að verkið sé einn- ig unnið þar sem þessar afleiðing- ar gerast eða er ætlað að koma fram“. Í því ljósi að brot Rabe, að reyna að koma miklu magni af fíkniefn- um á markað á Íslandi, beinist gegn íslenskum hagsmunum, sé því eðlilegt að rétta yfir honum hér. Rabe getur ekki kært þennan úrskurð til Hæstaréttar, en getur hins vegar, verði niðurstöðu hér- aðsdóms í málinu að endingu áfrýj- að til Hæstaréttar, farið fram á að frávísunarkrafan verði þá tekin fyrir á nýjan leik. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag. - sh Héraðsdómur hafnaði kröfu Hollendings um frávísun í Papeyjarmálinu: Máli á hendur Rabe ekki vísað frá PETER RABE Hollendingurinn er talinn höfuðpaurinn í málinu. Hann hefur neitað að tjá sig nokkuð um það. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VESTURLANDSVEGUR Eftir áreksturinn lenti jeppinn á ljósastaur og lenti á hvolfi. Betur fór þó en á horfðist. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Einn maður slasað- ist þegar tveir bílar, fólksbíll og jeppi, skullu saman á Vesturlands- vegi við Höfðabakkabrú í gær. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega en var fluttur á slysadeild. Við áreksturinn fór jeppinn út af veginum og skall á ljósastaur. Hann endaði svo á hvolfi við veg- inn. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglu hversu marg- ir voru í bílunum né um tildrög slyssins að öðru leyti. - þeb Fór betur en á horfðist í slysi: Lenti á ljósa- staur og valt VINNUSKÓLINN Allir flokksstjórar Vinnuskóla Garðabæjar eru háskólanemar eða með háskólagráðu og fengu 162.017 krónur á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.