Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.07.2009, Qupperneq 8
8 25. júlí 2009 LAUGARDAGUR 1 Hversu stóran hlut í HS Orku keypti kanadíska fyrirtækið Magma Energy Corporation af Geysi Green Energy? 2 Hver skoraði jöfnunarmark KR gegn gríska knattspyrnulið- inu Larissa? 3 Hver er nýr dómari Gettu betur-spurningakeppninnar? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 38 ■ 28. júní Herinn steypir Zelaya af stóli og rekur hann í útlegð til Kosta- ríka eftir að hann hafði reynt að ná fram stjórnarskrárbreytingu um að endurkjósa megi forseta. ■ 29. júní Obama Bandaríkjaforseti segir stjórnarbyltinguna ólöglega. ■ 4. júlí Hondúras rekið úr Sam- tökum Suður-Ameríkuríkja eftir að bráðabirgðastjórnin hunsar frest til að taka við Zelaya aftur í embættið. ■ 5. júlí Að minnsta kosti einn stuðningsmaður Zelayas lést í mót- mælum við flugvöllinn í Tegucigalpa þegar herinn kemur í veg fyrir að Zelaya snúi heim aftur. ■ 8. júlí Bandaríkjastjórn afturkallar hernaðaraðstoð við Hondúras. ■ 9. júlí Michaletti og Zelaya fara til Kostaríka að hitta Oscar Arias forseta. ■ 21. júlí Evrópusambandið aftur- kallar fjárhagsaðstoð við Hondúras. ■ 23. júlí Samninganefndum mis- tekst að ná samkomulagi eftir þrjár samningatilraunir. ■ 25.-26. júlí Zelaya hyggst reyna að snúa aftur til Hondúras. ATBURÐARÁSIN Roberto Micheletti bráðabirgðaforseti hafnar tilboði um að Zelaya verði leiðtogi þjóðstjórnar. Bráðabirgðastjórnin lokar landamærum til að koma í veg fyrir að Zelaya snúi heim frá Esteli. EL SALVADOR HONDÚRAS GVATEMALA BELÍS Tegucigalpa Esteli Managúa PANAMA KOSTARÍKA San Jose Zelaya reynir aftur að snúa heim Manuel Zelaya hyggst nú um helgina fara yfir landamærin frá Níkaragva til Hondúras að endurheimta forseta- embættið. Stjórnin hótar að handtaka hann og óttast er að til átaka komi. NÍKARAGVA, AP Manuel Zelaya hefur komið sér fyrir í Níkaragva og ætlar nú um helgina að halda yfir landamærin til Hondúras. Þar vonast hann til að endurheimta forsetaembættið, sem hann var rekinn úr fyrir mánuði. Hann hvetur hermenn í Hond- úras til að sinna ekki fyrirmæl- um um að handtaka sig og virð- ist treysta á víðtækan stuðning almennings. Á fimmtudaginn ók hann á jeppa til bæjarins Esteli í Ník- aragva, aðeins 40 kílómetra suður af landamærum Hondúras. Strax í dag eða á morgun stefnir hann síðan að því að sæta lagi og fara yfir landamærin. „Ég er á leiðinni til Hondúras, og ég vona að flestir íbúar í Hond- úras geti komist fram hjá eftirliti hersins, fari til landamæranna og að þeir óttist ekki hermennina,“ sagði hann á blaðamannafundi á hóteli sínu í Esteli. „Ég er sterk- ur. Ég óttast ekki, en ég veit að ég er í hættu.“ Zelaya segir að enginn árangur hafi orðið af samningatilraunum, sem Bandaríkjamenn hafa stað- ið að. Zelaya var steypt af stóli eftir að hann hafði kynnt áform um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort forseti eigi að fá að bjóða sig fram til fleiri kjörtíma- bila. Bráðabirgðastjórn undir for- ystu Robertos Micheletti hefur stjórnað landinu síðan. Öll ríki á vesturhveli jarðar hafa fordæmt stjórnarbyltinguna. Jafnt vinstri- sem hægristjórnir hafa lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við að Zelaya snúi aftur og endurheimti forsetaembættið. Bandaríkjastjórn hefur sagt að líklega verði Hondúras beitt refsiaðgerðum ef Zelaya fær ekki embættið á ný. Á hinn bóg- inn styður Bandaríkjastjórn ekki þetta ferðalag Zelayas til Hondúr- as upp á eigin spýtur. Hætt sé við átökum. gudsteinn@frettabladid.is Zelaya gerir aðra tilraun Manuel Zelaya hvetur hermenn til að hunsa fyrirskip- anir um að handtaka sig. Hann ætlar yfir landamær- in til Hondúras til að endurheimta forsetaembættið. LÖGREGLUMÁL Um þrjátíu manna ferðahópur frá Póllandi greiddi ekki tjaldsvæðisgjald á Borgar- firði eystri í gærmorgun. Flýðu þeir tjaldstæðið áður en þeir voru rukkaðir, að sögn Lögreglunnar á Egilsstöðum. Lögreglan reyndi að sitja fyrir þeim í gær en fyrir- sátin gekk ekki. Ferðahópurinn kom með Nor- rænu á fimmtudag á vegum pólskrar ferðaskrifstofu, að sögn lögreglu. Ferðast hann á þremur hópferðabílum, tveimur gulum og einum hvítum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir bif- reiðanna eru beðnir um að hafa samband í síma 470-2140. - vsp Svikulir ferðamenn: Greiddu ekki tjaldsvæðisgjald Þýðingarmiðstöð opnuð Útibú þýðingarmiðstöðvar utanrík- isráðuneytisins á Ísafirði hefur hafið starfsemi. Tveir þýðendur starfa þar en líklega verður starfsmönnum fjölgað í haust. 32 starfa hjá þýðing- armiðstöðinni í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og í New York. VESTFIRÐIR 50% Ódýrt úr nammibarnum á LAUGARDÖGUM Tilboðið gildir aðeins á laugardögum Tilboðið gildir aðeins á laugardögum KOSNINGAR Stjórnlagaþing kostar minnst 362,3 milljónir og mest 442 milljónir samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra lagði fram á þingi í gær. Gert er ráð fyrir að starfstími þingsins verði átta til ellefu mán- uðir. Kostar hver mánuður um 30 milljónir króna auk þess sem stofn- kostnaður verður um 38 milljónir króna. Þriðji kostnaðarliðurinn, um 50 milljónir, er kostnaður við að útbúa og dreifa kynningarefni um frambjóðendur. Þingið á að skipa minnst 25 full- trúa og mest 31. Ef til þingsins kjósast minna en 40 prósent af öðru kyninu verður sex fulltrúum bætt við. Gert er ráð fyrir að 11,8 millj- ónir króna fari í launakostnað til þingfulltrúa á mánuði. Þingmenn fái því 472 þúsund krónur á mán- uði ef fulltrúar eru 25. Ef fulltrúar eru 31 verða þau 381 þúsund krón- ur, samkvæmt kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þingsins samhliða sveitar- stjórnakosningum árið 2010. Kjör- gengir eru þeir sem kjörgengir eru til Alþingis. Forseti Íslands, alþingismenn, varamenn þeirra og ráðherrar eru þó ekki kjörgengir. Þingið, sem á að vera ráðgef- andi, á að koma saman eigi síðar en 17. júní 2010 og ljúka störfum 17. febrúar 2011. Getur þingið þó ákveðið að ljúka störfum fyrr. For- sætisnefnd stjórnlagaþings skal hafa eftirlit með því að kostnaður við þingið rúmist innan fjárlaga. - vsp Stjórnlagaþing kostar minnst 362,3 milljónir og mest 442 milljónir: 25 til 31 fulltrúi sitji stjórnlagaþingið ALÞINGI Laun stjórnlagaþingmanna verða mest 472 þúsund krónur á mánuði. HAAG, AP Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Ser- bíu, var í gær dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi af stríðs- glæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt rétt- inum óvirð- ingu. Seselj hefur verið í haldi dómstólsins í Haag síðan árið 2003, ákærður fyrir að hafa hvatt serbneska her- menn í Bosníu og Króatíu til voðaverka með hatursfullum ræðum sínum. Óvirðingin er fólgin í því að Seselj nafngreindi, í bók sem hann skrifaði í fangelsinu, vitni sem höfðu undir dulnefni borið vitni gegn honum við réttar- höldin. - gb Stríðsglæpadómstóll í Haag: Seselj dæmdur fyrir óvirðingu VOJISLAV SESELJ LANDBÚNAÐUR „Heyskapur hefur gengið mjög vel sunnanlands og að mestu leyti um vestan- og norðanvert landið. Ég veit hins vegar að uppskeran er minni norðaustanlands enda var þar eitthvað um kal í túnum.“ Þetta segir Sigurður Loftsson, bóndi á Steinsholti í Gnúpverja- hreppi og formaður Landssam- bands kúabænda. Sigurður segir uppskeruna á sunnanverðu landinu – þar sem hann þekkir best til – mikla bæði að magni og gæðum. Heyið sé gott og sprettan mikil. Þó nokkr- ir séu farnir að taka annan slátt og alltaf sé töluvert um að menn slái túnin þrisvar yfir sumarið. „Menn eru hættir að tala um seinni slátt því nokkuð er orðið um að menn slái þrisvar,“ segir Sigurður Loftsson bóndi. - bþs Heyskapur hefur gengið vel á Suðurlandi: Mikill fengur að magni og gæðum HEYANNIR Á ÁLFTANESI Víðast hvar geta bændur hrósað happi yfir heyfengnum þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.