Fréttablaðið - 25.07.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 25.07.2009, Síða 34
● inni&úti 1. Plastdiskur með blóma- munstri er tilvalinn í garðpartíið. Fæst í mörgum litum. Verð 1.190 krónur. Duka. 2. Borðbúnaður sem kyndir undir kátínunni í gest- um. Kökudisk- ur 4.280 krónur. Diskur 2.490 krónur. Kokka. 3. Plastbakki, glös og karafla í stíl við sólina. Plastbakki á 4.500 krónur. Sagaform-glös, fjögur í pakka, á 3.500 krónur og karafla á 4.500 krónur. Fæst í Duka. 4. Dúkkulegt kaffisett á pallinn. Bolli 1.890 krónur. Undirskál 1.250 krónur. Mjólkurkanna 2.990 krónur og sykurkar 1.650 krónur. Kokka. 5. Borðskraut sem er meðal annars til þess fallið að lífga upp á einlitan dúk. Duka. Verð 3.284 krónur. 6. Skemmtileg salatáhöld í sumarsalatið. Tilfinningin er nán- ast eins og að taka það upp með puttunum. Duka. Verð 3.490 krónur. BORÐBÚNAÐUR sem gleður augu gesta ● Garðveislur eru einhverjar skemmtilegustu samkomur sem um getur og er jafnan létt yfir fólki sem kemur saman undir berum himni og vætir kverkarnar. Vitanlega er ekki alltaf hægt að treysta á veðrið en með lopapeysur við höndina má sjá við því. Útiveislur má gera enn gleði- og girnilegri með því að nostra við umgjörðina um það sem á boðstólum er. ● SVONA ENDAST BLÓMIN BEST Nokkur kúnst er að halda lífi í afskornum blómum en til þess eru ýmis ráð. Best er að byrja á því að skáskera alla stilk- enda með beittum hníf til að opna vatnsæðarnar. Ekki er gott að klippa þá með skærum því það kremur stilk- ana og lokar fyrir, að því er kemur fram á heimasíðu Blómavals. Gott er að stytta greinarnar hæfilega og fjar- læga öll laufblöð sem gætu lent í vatninu en það dreg- ur úr hættu á að blómin fúlni. Almenna reglan er að hafa vatnið við stofuhita og nota blómanæringu en pakkinn dugar í lítra af vatni. Ef blómanæring er ekki notuð þarf að skipta um vatn á hverjum degi. - ve heimili 5 2 3 1 4 6 ● KOSTULEG KERTI Sjaldan eða aldrei hefur matjurtarækt verið eins vinsæl á Ís- landi og einmitt nú. Þessi skemmtilegu kerti frá Ginger Rose ættu að smellpassa inn á heimili þeirra sem hafa fallið fyrir garðræktinni auk þess að vera fínasta stofustáss sem mun örugglega vekja at- hygli. Sjá wwww. gingerrose.com. hönnun Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is 50% afsláttur Mikill raki, kælir húðina og djúpnærir. Ekkert klístur. Gott eftir sólbruna og rakstur www.celsus.is Fæst í Apótekum Lagar magaónot og vanlíðan strax Eitt hylki eða 2 msk. saf i á dag www.celsus.is Fæst í Apótekum 25. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.