Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 4
4 27. júlí 2009 MÁNUDAGUR
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
Sími 440 1000
N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri,
Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum,
Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.
Föt sem
vinna með þér
Vinnufötin fást í N1
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
33°
29°
22°
24°
30°
32°
23°
23°
25°
20°
33°
29°
32°
19°
25°
21°
20°
Á MORGUN
Fremur stíf norðaustlæg
átt NV-til, annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
Hæg norðaustlæg
eða breytileg átt.
16
13
12
14
10
11
10
12
15
14
7
5
9
8
7
6
7
7
11
10
10
7
18
18
12
8 8
11
13
11
9
12
10
14
RIGNING NÆSTU
DAGA Upp úr
hádegi gengur
úrkomusvæði inn
á norðaustan- og
austanvert landið
en það léttir víða
til SV- og V-til
síðdegis. Á morgun
verður hins vegar
rigning með köfl um
í fl estum landshlut-
um en það dregur
heldur úr vætunni á
miðvikudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
GENGIÐ 24.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
231,4946
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,57 126,17
206,76 207,76
178,68 179,68
23,997 24,137
20,149 20,267
16,79 16,888
1,3231 1,3309
195,57 196,73
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SKIPULAGSMÁL Forval er hafið
vegna hluta uppbyggingar á bruna-
reitnum á horni Lækjargötu og
Austurstrætis. Húsin sem þar
stóðu brunnu í apríl 2007. Stefnt
er að því að ný hús verði komin í
eigu einkaaðila eða útleigu næsta
sumar.
Reykjavíkurborg keypti lóðirnar
og brunarústirnar á horni Austur-
strætis og Lækjargötu í nóvemb-
er 2007 og maí 2008. Kaupverðið
var 583 milljónir króna, en frá því
dregst vátrygg-
ingarfé vegna
brunans.
Lóðirnar eru
hluti af svoköll-
uðum Pósthús-
strætisreit, sem
afmarkast af
Pósthússtræti,
Austurstræti,
Lækjargötu og
Skólabrú. Sam-
kvæmt skipulaginu er gert ráð
fyrir gönguleið í gegnum miðjan
reitinn frá Austurstræti til Skóla-
brúar og tengingum út í Lækjar-
götu og Pósthússtræti. Þá verður
Landfógetagarðurinn endurvakinn
í húsaportinu.
Húsið að Austurstræti 22, gamla
Landsyfirréttarhúsið, verður
endurbyggt í upprunalegri mynd.
Steypa þarf sameiginlegan kjall-
ara allra húsanna og fyrstu hæð
á Lækjargötu 2, en húsið sem þar
stóð verður sett þar ofan á. Þá er
gert ráð fyrir að miðhluti Austur-
strætis 20, Svenska húsið og vest-
asti hlut þess, Bökunarhúsið,
hækki um eina hæð. Húsið er frið-
að samkvæmt þjóðminjalögum.
Óskar Bergsson, formaður
borgarráðs, segir að alls verði
settar 500 milljónir króna í verkið
á þessu ári. Heildarkostnaður ráð-
ist af því hve langt Reykjavíkur-
borg fer með verkið. Borgin mun
að lágmarki klára ytra byrði hús-
anna, en síðan verða þau boðin til
kaups eða leigu. Framkvæmdatím-
inn verður nýttur til að finna kaup-
endur eða leigjendur.
Framkvæmdir við Laugaveg 4
og 6 hefjast einnig í haust. Óskar
segir að unnið verði samhliða að
verkunum. „Þetta er hluti af svo-
kölluðu Halland-verkefni, þar sem
tengd er saman endurmenntun við
endurgerð gamalla húsa. Atvinnu-
lausum iðnaðar- og tæknimönnum
verður boðin vinna við verkið.“
Borgin hyggst einnig bjóða
húsin við Laugaveg út, en byggja í
það minnsta upp ytra byrði þeirra.
Endanlegur kostnaður við verkið
ræðst af því hvenær kaupendur,
eða leigjendur, koma inn í rekst-
urinn.
kolbeinn@frettabladid.is
Uppbyggingu lokið
við Lækjargötu í vor
Forval er hafið vegna uppbyggingar á brunareitnum á horni Austurstrætis og
Lækjargötu. Uppbyggingu verður lokið næsta sumar og húsin komin í eigu
einkaaðila eða útleigu. Framkvæmdir hefjast einnig við Laugaveg 4 og 6 í haust.
LÆKJARGATA OG AUSTURSTÆTI Húsin brunnu í apríl árið 2007. Forval vegna
uppsteypu er hafið, en reiknað er með að húsin verði komin í fullan rekstur næsta
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÓSKAR BERGSSON
INDLAND, AP Indland hefur sjósett
sinn fyrsta kjarorkudrifna kaf-
bát og er sjötta landið í heimin-
um sem það gerir.
Manmohan Singh, forsætisráð-
herra Indlands, sjósetti hinn sex
þúsund tonna kafbát við form-
lega athöfn í gær. Við athöfn-
ina sagði Singh að Indland hefði
ekki árás í huga með kafbátn-
um heldur væri sjórinn að verða
mikilvægari í öryggi og vörnum
Indlands. Gerðar verða tilraun-
ir á kafbátnum næstu árin en
fullgerður á hann að geta hæft
skotmörk í sjö hundruð kílómetra
fjarlægð og taka hundrað sjó-
menn. - mmf
Indverski herinn:
Kjarnorkukaf-
bátur sjósettur
IRAN, AP Leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Íran, Mir Hossein
Mousavi, bað stjórnvöld í gær um
að fá að halda minningarathöfn
fyrir fórnarlömb átakanna sem
brutust út í kjölfar kosninganna
12. júní.
Stjórnvöld í Íran hafa þrýst á
að fjölskyldur fallinna mótmæl-
enda syrgi í einrúmi af ótta við
að samkomur hrindi af stað frek-
ari mótmælum. Minnst tuttugu
mótmælendur létu lífið.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar biðla nú til æðstu klerka
í helgu borginni Qom að aðstoða
sig í baráttunni. - kbs
Stjórnarandstaðan í Íran:
Vill minnast
hinna látnu
FÓLK Söngvarinn Jógvan Hansen
söng fyrir Albert II prins af Món-
akó í Færeyjum við frumsýningu
á myndinni Inuk, um barnaheim-
ilið Ummannaq í Grænlandi.
Prinsinn var á Grænlandi í
apríl og hitti þar fólkið sem vann
við gerð myndarinnar. Við það
tækifæri var ákveðið að hann
myndi vera viðstaddur frumsýn-
ingu myndarinnar.
Við frumsýningu myndarinnar
í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn
voru auk Alberts færeyski lög-
maðurinn og 300 aðrir gestir. - mmf
Jógvan í Færeyjum:
Söng fyrir Al-
bert af Mónakó
JÓGVAN Í SUMARFRÍI Söng fyrir Albert II
prins af Mónakó. MYND/FINNUR JUSTINUSSEN
UMFERÐ Samkvæmt drögum að
frumvarpi til nýrra umferðarlaga
verður leyfilegt vínandamagn í
blóði ökumanna lækkað verulega,
úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill.
Þetta þýðir að verði frumvarpið að
lögum verður ekki lengur hægt að
setjast undir stýri eftir að hafa til
dæmis drukkið einn áfengan bjór.
Í frumvarpinu er þó gert ráð
fyrir því að ökumaður missi ekki
ökuréttindi ef hann mælist með
0,2 til 0,49 prómill í blóði sínu
við fyrsta brot. Samgönguráð-
herra hefur nú frumvarpsdrögin
til skoðunar, en þau voru unnin af
sérstakri nefnd sem skipuð var til
að endurskoða lögin. - sh
Breytingar á umferðarlögum:
Eftir einn ei aki
lengur neinn
STJÓRNMÁL Litháenska þingið lýsir
yfir fullum stuðningi við aðildar-
umsókn Íslands að Evrópusam-
bandinu. Utanríkisráðherra Lit-
háen, Vygaudas Ušackas, fundaði
með Össuri Skarphéðinssyni og
Árna Þór Sigurðssyni, formanni
utanríkismálanefndar á laugardag
vegna þessa.
Í ályktun þingsins er áhersla lögð
á að Litháar hafi ekki gleymt við-
urkenningu Íslendinga á sjálfstæði
þeirra, 1991. Önnur aðildarlönd eru
hvött til að styðja umsókn Íslend-
inga. Loks er lýst yfir vilja ríkisins
til að deila reynslu sinni af aðildar-
viðræðum. - kbs
Litháar hafa engu gleymt:
Styðja umsókn
YFIRLÝSING UM STUÐNING Vygaudas
Ušackas og Árni Þór Sigurðsson.
KANADA Skemmtiferðaskip hefur
lagst að bryggju í Vancouver með
dauðan hval á framstefni.
Dýrið fannst þegar skemmti-
ferðaskipið, Sapphire Princess,
undirbjó að leggjast að bryggju
eftir ferð frá Alaska. Starfsmenn
sjávarútvegsráðuneytis Kanada
fjarlægðu hræið af stefninu.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
Princess Cruise Lines, sem gerir
út Sapphire Princess, kemur fram
að það viti ekki hvenær eða hvern-
ig dýrið festist við skipið. Í til-
kynningunni sagði: „Við urðum
hissa þegar við uppgötvuðum að
dýrið væri fast við skipið, og þykir
mjög leitt að þær aðstæður sköp-
uðust sem leiddu til dauða hvals-
ins. Óráðið er hvernig eða hvenær
þetta gerðist, þar sem við höfum
strangar reglur um að forðast
hvali á stöðum þar sem skipin
okkar eru í nágrenni við sjávarlíf.“
Einnig kom fram að fyrirtækið
vissi ekki til þess að nokkrir hval-
ir hefðu verið í sjónmáli við skip-
ið. Að sögn var kanadíska strand-
gæslan látin vita þegar hvalurinn
fannst.
Sapphire Princess er með fjórar
sundlaugar, búðir og heilsulindir
um borð. Þá siglir hún á sumrin
til Alaska en til Mexíkó, Ástralíu
og Suður-Kyrrahafsins aðra hluta
ársins. - mmf
Lagðist að bryggju í Vancouver í Kanada með dauða langreyði á stefninu:
Skemmtiferðaskip sigldi á hval
HVALUR Á STEFNI Skemmtiferðaskipið
Sapphire Princess lagðist að bryggju
með hval á framstefni. NORDICPHOTOS/AFP