Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 13

Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 13
Daníel, oftast kallaður Danni,með græjuna góðu sem hann notar við tónsmíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Daníel Þorsteinsson tónlistar- maður á ekki í vandkvæðum með að nefna uppáhaldshlutinn sinn, en það mun vera hljómborð sem hann keypti í New York. „Ég fann gripinn í Mannysh, einni helstu og elstu hljóðfæraverslun í New York, þar sem við frúin vorum stödd fyrir nokkrum árum til að halda upp á afmælin okkar,“ minnist Daníel, eða Danni, eins og hann er yfirleitt kallaður, um leið og hann sýnir hljómborðið sem er af gerðinni Virus og framleitt í Þýskalandi. „Þetta var síðasta sinnar teg- undar í búðinni. Algjör eðalgræja með góðu sándi og sterk eins og allt sem frá Þýskalandi kemur,“ segir Danni, en tekur skýrt fram að ekki sé um safngrip að ræða. „Þvert á móti þá er tiltölulega auðvelt að finna svona hljómborð og á sínum tíma voru þau frekar ódýr.“ Bætir við að þau hafi þó sjálfsagt hækkað eitthvað í verði eftir bankahrun. Hljómborðið segist Danni helst nota í tónsmíðar, tölvan hafi ekki heillað hann sérstaklega hingað til þótt hann komist ekki af án hennar. „Nei, ég vil miklu frek- ar spila þetta á hljómborðið held- ur en að útsetja einhverja takta í tölvunni,“ útskýrir hann og nefn- ir sem dæmi að mörg laga hljóm- sveitarinnar Sometime, sem hann er meðlimur í, hafi orðið til út frá hljómborðsleik. Þar á meðal smellurinn Catch Me If You Can og svo nýjasta smáskífa hljóm- sveitarinnar, Heart of Spades, sem er nýlega farin að hljóma á öldum ljósvakans. Ekki kemur á óvart þegar blaðamaður uppgötvar við nán- ari athugun að Virusinn er aðeins eitt af mörgum hljóðfærum á heimilinu; þar leynast ýmsir dýr- gripir. „Ég á meðal annars fjögur hljómborð til viðbótar, þrjá gítara og svo trommusett,“ telur Danni upp, en það síðastnefnda segir hann hafa fylgt sér frá ferming- araldri eða um það leyti sem hann var að stíga sín fyrstu skref í tón- listariðnaðinum. Um flesta þessa muni talar hann af mikilli ástríðu en Virusinn með sínum óviðjafn- anlega hljómi er þó auðheyrilega í mestu uppáhaldi hjá eigandan- um. roald@frettabladid.is Eðalgræja frá Þýskalandi Tónlistarmaðurinn Daníel Þorsteinsson á í fórum sínum forláta hljómborð. Virus kallast það, framleitt í Þýskalandi og hentar að sögn eigandans vel í tónsmíðar ásamt því að vera til prýðis í stofunnni. STAGES er yfirskrift listasýningar í París sem hjólreiðakappinn Lance Armstrong og Nike standa að í fjáröflunarskyni fyrir krabba- meinsrannsóknir. Meðal verka er þessi mynd eftir Eric White. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 201 Kópavogi Sími 515 8700 – www.blikkas.is Mikið litaúrval Fr u m Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00 www.svefn.is Stillanleg rúm á sumartilboði Ein besta heilsudýna í heimi Gerið samanburð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.