Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið er með 117%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
FÖSTUDAGUR
14. ágúst 2009 — 191. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
ÁSA MARGRÉT ÁSGRÍMSDÓTTIR
Eldar sveppatagliat-
elle með fersku pasta
• matur • helgin
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég ákvað að gera tagliatelle af því að ég vildi gera einfaldan sveppa-rétt sem allir geta gert,“ segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir, höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands, sem finnst ítölsk matar-gerð skemmtileg. „Sveppina er bæði hægt að tína úti í skógi og nota ferska en eins er hægt að nota þurrkaða sveppi.“Svipaða uppskrift er að finna í bókinni þó Ása hafi breytt hörlítið É
Góður réttur í bústaðinn
Ásu Margréti Ásgrímsdóttur finnst ítölsk matargerð skemmtileg. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins
uppskrift að sveppatagliatelle. Hún notar í það ferskt pasta því að sögn er það betra með sveppunum.
200 til 300 g af ferskum eða frosnum villisvepp-um eða 25 til 30 g af þurrkuðum sveppum500 g ferskt tagliatelle eða annað gróft pasta3 til 4 hvítlauksrif,afhýdd
TAGLIATELLE MEÐ VILLISVEPPUM FYRIR FJÓRA
Ása Margrét útbjó sveppatagliatelle sem finna má í nýútkom-inni bók hennar þótt örlítið breytt sé.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/AN
TO
N
SUMARHÁTÍÐ HESTAMANNA verður haldin á
Hellu um helgina. Þar verður auðvitað hestakeppni en
einnig ýmis afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar
má nefna brekkusöng, tónleika, skemmtanir og leiki.
6.890 kr.
4ra rétta tilboðog nýr A la Carte
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr.
Barolo „Ornato“ 2004 | ÍtalíaChablis Gr d C
Glas af eðalvíni
· Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa ·
· Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·* E Ð A *· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·
Ættartal á vefnum
Brynjólfur Ómars-
son opnaði nýverið
vefinn Ættartal.is þar
sem hægt er að búa
til eigið ættartal.
TÍMAMÓT 20
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
ÁSTANDIÐ VARÐ INN-BLÁSTURSigríður Soffía Níelsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sömdu dansleikhúsverk.
HELDUR
GARÐSÖLU Í MIÐBÆNUMStefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður verður með flóamarkað á morgun.
SKELLTI
SÉR Í HÁ-SKÓLANNÁsa Ottesen tískublogg-ari sest á skólabekk í Háskóla Íslands í haust.
14. ágúst 2009
MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM22 ára gamall hefur Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi, getið sér gott orð sem grafískur hönnuður og myndlistar-maður, tekið þátt í gjörningum úti um allan heim og hannað þrjár fatalínur undir merkinu Mundi Vondi.
MUNDI VONDI
Getur sér gott orð
sem fatahönnuður
FÖSTUDAGUR FYLGIR
FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Skólatöskur
verð frá 1.995
kr. Blýantar
verð frá 25 kr
.
Landsins mes
ta
úrval af yddur
um
Pennaveski
Bóksali frá 187
2
Landsins mes
ta
úrval af yddu
rum
Skólabókardæmi
Eymundsson
fylgir með
blaðinu í dag
Sjá nánar á www.betrabak.is
„Flottir
dagar“
í ágúst
SKAPLEGT VEÐUR Í dag verður
víðast hæg breytileg átt. Víða skýjað
með köflum og stöku skúrir síðdeg-
is en lítils háttar væta NV-til fram
eftir degi. Yfirleitt þurrt og bjart
syðra. Hiti 10-16 stig.
VEÐUR 4
11
12
12
15
14
Fyrir fanga og
fyllibyttur
Geirfuglarnir
spila á þaki
Ölstofunnar á
Menningarnótt.
FÓLK 34
Hver verður í markinu?
Fréttablaðið fékk þjálfara í
Pepsi-deild kvenna til að
svara spurningum um
kvennalandsliðið
fyrir þátttökuna
á EM.
ÍÞRÓTTIR 30
Ísland og ESB
„Þetta fámenna eysamfélag þarf
nú á utanaðkomandi aðstoð
að halda,“ skrifar Jón Baldvin
Hannibalsson.
UMRÆÐAN 18
FÓLK Um 3.000 manns mættu á
samstöðufund um Icesave sem
Indefence-hópurinn hélt í gær.
„Við erum ánægð með fundinn.
Það er mikilvægt að þjóðin þjappi
sér saman,“ segir Ólafur Elías-
son, einn talsmanna Indefence.
Hópurinn er að undirbúa mál-
flutning sinn erlendis, að sögn
Ólafs. „Við vorum búin að fá
nokkur vilyrði fyrir því að ef
fundurinn yrði stór fengjum við
að skrifa og þýða greinar í erlend
blöð.“
Nokkrir alþingismenn voru á
fundinum og einnig sást Davíð
Oddsson. Meðal þeirra sem héldu
ræður voru Andrés Magnússon
og Egill Ólafsson. Ólafur segir
ræðurnar hafa verið málefna-
legar og komið frá hjartanu. - vsp
Um 3.000 manns mættu á samstöðufund um Icesave á Austurvelli í gær:
Undirbúa málflutning sinn erlendis
NEI TAKK Um 3.000 manns mættu á fundinn en Ólafur Elíasson, einn talsmanna Indefence, segir að ekki hafi verið ákveðið
hvort boðað verði til annars fundar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EFNAHAGSMÁL Engin ástæða er til
þess að ætla annað en að Ísland
muni sigrast á erfiðleikum sínum,
skrifar Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra í grein í Frétta-
blaðinu í dag.
Steingrímur
segir út í hött
að bera stöðu
Íslands saman
við fátæk þriðja
heims ríki.
Ísland sé þróað
samfélag með
öfluga innviði
og gott mennta-
og heilbrigðis-
kerfi. Með
stjórnarskiptum í maí hafi runn-
ið upp tímabil beinna aðgerða og
endurreisnar. Á því tímabili hafi
margt áunnist og með samhentu
átaki geti þjóðin unnið sig út úr
vandanum. „Með samstöðu getum
við farið í gegnum erfiðleikana og
komið íslensku samfélagi á braut
uppbyggingar og framfarasóknar.“
- bs / sjá síðu 16
Steingrímur J. Sigfússon:
Getum sigrast á
erfiðleikunum
FRAKKLAND Átján ára karlmaður í
Frakklandi slasaðist á auga þegar
iPhone-sími kærustu hans sprakk
við venjulega notkun. Frá þessu
var sagt í franska dagblaðinu La
Provence.
Í blaðinu segir maðurinn frá því
að hann hafi fengið iPhone-síma
kærustu sinnar lánaðan. Suðað
hafi í símanum og svo hafi hann
splundrast. Maðurinn segist hafa
fengið glerbrot í annað augað, en
síminn hafi verið í þrjátíu senti-
metra fjarlægð frá andliti hans.
Móðir mannsins sagði í samtali
við AFP-fréttastofuna að fjölskyld-
an íhugaði málsókn á hendur tölvu-
risanum Apple sem framleiðir
iPhone-símtækin. Tilkynnt hefur
verið um fleiri slík tilvik bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum.
Fulltrúar Apple hafa ekki tjáð
sig um málið. - kg
Slasaðist á auga:
Sími sprakk í
hendi manns
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
STJÓRNMÁL Engin samstaða er um
Icesave á Alþingi og fundur fjár-
laganefndar „sprakk í loft upp“ í
gærdag eins og einn þingmaður
orðaði það. Efuðust stjórnarand-
stöðumenn um að sátt myndi nást
um málið í gærkvöldi og sögðu
væntingar um allsherjarsamkomu-
lag óraunhæfar.
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-
ráðherra, sem er einn þeirra sem
hafa talað gegn Icesave, segist eiga
eftir að skoða fyrirvarana betur.
„Ég er jákvæður fyrir vilja allra
til að ná samstöðu um málið. Það
er mikilvægt fyrir þjóðina að við
stöndum saman um lausnir“.
Fjárlaganefnd fundaði fjór-
um sinnum í gær og stóð síðasti
fundur inn enn yfir þegar blaðið
fór í prentun. Eftir þriðja fundinn
voru þingflokksfundir haldnir til
að kynna þingmönnum umræð-
urnar.
Sjálfstæðismönnum þykja laga-
legu fyrirvararnir koma að mestu
til móts við þeirra sjónarmið.
Efnahagslegu fyrirvararnir gangi
hins vegar of skammt og umræða
um þá hafi verið ástæða þess að
fundurinn sprakk síðdegis í gær,
samkvæmt heimildum blaðsins.
Segja heimildarmenn innan
stjórnarandstöðunnar að fyrir-
vararnir dugi ekki og séu langt frá
því sem til dæmis Ögmundur Jónas-
son hafi viljað. Jóhanna Sigurðar-
dóttir sagðist í gær vonast til að
sátt næðist um fyrirvara sem rúm-
uðust innan samningsins. Stjórnar-
andstaðan vill hins vegar fyrirvara
sem líklega opna samninginn.
Framsóknarmenn segja lítið vit
í efnahagslegu fyrirvörunum sem
ræddir voru. Vilja þeir að teknar
verði aftur upp viðræður um
samninginn. Ekki mátti veita upp-
lýsingar af fundi fjárlaganefndar
áður en Bretar og Hollendingar
yrðu látnir vita, að sögn heimildar-
manns, þar sem það kynni að
veikja samningsstöðu Íslands.
Guðbjartur Hannesson, for-
maður fjárlaganefndar, sagði fyrir
fundinn í gærkvöldi að verkefni
kvöldsins væri að koma málinu út
úr nefnd. Sagði hann að reynt yrði
að ná samkomulagi, en reynt hefði
verið í tvo mánuði að koma til móts
við minnihlutann. - vsp
Þverpólitísk sátt um
Icesave óraunhæf
Engin samstaða er um Icesave og sprakk nefndarfundur í loft upp. Formaður
fjárlaganefndar sagði verkefni gærkvöldsins vera það að koma málinu úr nefnd.