Fréttablaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 16
16 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Smátt og smátt koma afleið-ingar banka- og fjármála- hrunsins betur í ljós. Ríkis- reikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svo sem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild. Samfélagið allt hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður nú að axla miklar skuldabyrðar vegna fjölþættra mistaka sem gerð voru hér á landi, einkum frá því upp úr aldamótum og jafnvel fram yfir bankahrunið. Það er sá raun- veruleiki sem við þurfum nú öll að horfast í augu við. Um leið er mikilvægt að tapa ekki trúnni á framtíðina því íslenskt samfélag hefur alla burði til þess að sigr- ast á erfiðleikunum þótt miklir séu og í mínum huga er aðeins eitt orð sem ekki má heyrast, það er uppgjöf. Með samstöðu getum við farið í gegnum erfið- leikana og komið íslensku sam- félagi á braut uppbyggingar og framfarasóknar. Mikið hefur áunnist Til einföldunar má skipta undan- förnum mánuðum, misserum og árum upp í fjögur tímabil: 1) aðdraganda hrunsins, segjum frá og með árinu 2002 þegar bank- arnir voru einkavæddir og til og með októberbyrjunar 2008. 2) Tímabil áfallsins sem kom í kjöl- farið og lýkur með stjórnarskipt- um 1. febrúar 2009. 3) Millibils- ástandið sem minnihlutastjórnin glímdi við og fól í sér fjölþættar stuðningsaðgerðir til þess að verja samfélagið og búa sem best undir kosningar í lok apríl. 4) Að lokum er það tímabil beinna aðgerða og endurreisnar frá og með stjórnarskiptum í maí. Á þeim tíma hefur margt áunnist og er ástæða til að staldra við nokkur atriði: - Víðtækar tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerðir upp á samtals liðlega 20 milljarða króna til að aðlaga rekstur ríkissjóðs að gjör- breyttum veruleika strax í maí og júní. Í júní var kynnt áætlun um jöfnuð í rekstri ríkissjóðs á árunum 2009 til 2013 og skýrsla lögð fyrir Alþingi ásamt áætlun um tekjuöflun og sparnað fyrir árið 2010 og ramma fyrir árin þar á eftir. - Gerð stöðugleikasáttmála sem er mikilvægur til að tryggja sam- hæft framlag ríkisins, sveitar- félaganna, aðila vinnumarkaðar- ins, Bændasamtakanna og fleiri til endurreisnarstarfsins. - Samningar íslenskra stjórn- valda við bresk og hollensk stjórn- völd í byrjun júní leiddu Icesave- deiluna til lykta á þann hátt sem Alþingi fól framkvæmdar valdinu í desember. Alþingi er nú með þetta erfiða mál til umfjöllunar. - Gengið var frá samningum við Norðurlöndin fjögur í byrjun júlí um gjaldeyrislán til þess að byggja upp gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. - Tímamótaárangur náðist með samkomulagi stjórnvalda við skilanefndir gömlu bankanna þriggja sem kynnt var 20. júlí. Einnig er unnið að endurskipu- lagningu sparisjóðakerfisins. - Í lok júlí höfðu stjórnvöld uppfyllt öll skilyrði sem sneru að fyrstu endurskoðun stjórnar AGS á áætluninni. Þrátt fyrir það ákvað AGS að fresta endurskoðun- inni og voru það vonbrigði, en öllum má vera ljóst að Icesave- málið var meginorsök frestunar- innar. - Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjárframlög til embætt- is sérstaks saksóknara og rann- sóknar hans. Þá hafa aðgerðir á vegum skattayfirvalda verðið efldar, m.a. með frumvarpi um heimild til skattrannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir. - Helstu eftirlitsstofnanir fjár- málakerfisins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hafa feng- ið nýja yfirstjórn og þær verið efldar. Fjölmargt annað, sem of langt mál væri að telja upp, hefur verið gert og þar má nefna mótun eig- endastefnu og ákvörðun um fyrir- komulag eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum, stofnun bankasýslu- og eignarumsýslu- félags. Skuldir og lífskjör Þegar fjallað er um þau vanda- mál sem við tökumst nú á við er mikilvægt að það sé gert á málefna legan og upplýstan hátt. Hafa þarf í huga að Ísland er ríkt og þróað samfélag með öfl- uga innviði og gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki má held- ur gleyma að við eigum öflugt lífeyrissjóðakerfi og að eignir lífeyrissjóðanna eru þrátt fyrir áfall vegna bankahrunsins svip- aðar eða hærri á mann en olíu- sjóður Norðmanna er í Noregi. Þá er gert ráð fyrir að þjóðartekjur á mann verði innan fárra ára aftur með þeim mestu í heiminum. Samanburður við fátæk þriðja- heimsríki er því óraunhæfur og fráleitur. Í þeim erfiðleikum sem steðja að heimilum í landinu er einnig mikilvægt að halda því til haga að eitt meginverkefna stjórnvalda og nýju bankanna er að tryggja að fólk geti haldið hús- næði sínu og lífvænleg fyrirtæki verði áfram í rekstri. Vísbendingar eru uppi um að samdráttur landsframleiðslu verði ívið minni en spáð var og atvinnuleysisþróun, ef eitthvað er, heldur hagstæðari. Þá er spáð um 2-3% hagvexti á ári næstu árin. Einnig má ekki gleyma okkar sterku útflutningsgrein- um: sjávarútvegi, sífellt vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun, orku- iðnaði o.fl. sem njóta nú góðs af gengi krónunnar. Á þessum sviðum og fleirum eru gríðarleg tækifæri og oft er það þannig að þegar kreppir að kvikna fram- sæknar hugmyndir. Seðlabankinn áætlar að heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis muni nema um tvöfaldri landsframleiðslu í lok þessar árs. Þó ber að hafa í huga að umtals- verðar eignir standa þar á móti og því er hreina skuldastaðan langt frá því að vera jafn slæm og þessar tölur gætu gefið til kynna, eða um 85% af landsframleiðslu. Ef einungis eru teknar eignir og skuldir ríkissjóðs fyrir árið 2009 eru hreinar skuldir um 40% af landframleiðslu og er gert ráð fyrir að þær muni lækka jafnt og þétt. Í greinargerðum sem fjár- málaráðuneytið, Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskólans hafa kynnt að undanförnu í tengslum við Icesave-málið kemur fram, jafnvel þó þróunin verði óhag- stæðari en spáð er, að við höfum alla burði til þess að komast í gegnum erfiðleikana. Þegar tekið er mið af þeim árangri sem náðst hefur á undan- förnum mánuðum og þeim mögu- leikum sem við höfum er engin ástæða til þess að ætla annað en að Ísland muni sigrast á erfiðleik- um sínum og saman mun okkur takast það. Höfundur er fjármálaráðherra. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Í DAG | Endurreisn Íslands Hringdu í síma ef blaðið berst ekki S ú var tíðin að því fylgdi smán að þurfa að leita sér aðstoð- ar vegna hvers kyns vandamála. Fyrir vikið fór fólk með það sem mannsmorð ef það þurfti á hjálp að halda. Þetta tíðkaðist við alls konar aðstæður en geðsjúkdómar og alkóhólismi eru nærtæk dæmi. Meðferð á Vogi var tabú. Sama gilti um heimsóknir til geðlækna og sálfræðinga. Í þá daga barðist fólk við fjendur sína uns eitthvað lét undan. Afleiðingarn- ar gátu orðið hrikalegar. Þessi tíð er liðin. Fólk veit sem er að ekkert er sjálfsagðara en að leita sér hjálpar. Það hjálpar ekki aðeins því sjálfu heldur öllum sem í kring eru. Um leið hefur það gerst að fólk er farið að tala opinskátt um sjúkdóma sína og hjálpina sem það hefur leitað sér og fengið. Við það hafa fordómar minnkað. Þeir örfáu sem ennþá skopast að vandamálum annarra og viðleitni þeirra til að leita sér aðstoðar eru smáar sálir. Orð slíkra segja ekkert um þá sem þau beinast að en allt um þá sjálfa. Nú á íslenska þjóðin í stórkostlegum vanda. Nokkrir menn sáu til þess. Og nú þarf íslenska þjóðin á allri þeirri hjálp að halda sem völ er á. Við vinnum okkur ekki út úr erfiðleikunum ein og óstudd þótt eflaust sé það ósk einhverra. Alþjóðleg aðstoð er lykill að því flókna hreinsunar- og endurreisnarstarfi sem þegar er hafið og standa mun í allmörg ár. Engin skömm er að því fyrir íslenska þjóð að sækja sér aðstoð að utan. Þeir einu sem þurfa að skammast sín − og reyndar rúm- lega það − eru þessir nokkru menn. Stjórnvöld hafa sýnt að þau ætla að taka á málum af festu og alvöru. Þótt umdeilt sé hefur Ísland sótt um aðild að Evrópu- sambandinu og gert milliríkjasamninga um Icesave-reikninga Landsbankans. Samið hefur verið um lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, Norðurlöndunum og fleirum. Unnið er eftir módelum sjóðsins við endurreisn efnahagslífsins. Erlendir sérfræðingar hafa veitt ráð við uppbyggingu nýs fjármálakerfis. Ráðgjafi í rannsókn efnahagsbrota er hér að störfum. Svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir þetta − og öllu heldur vegna þessa − getum við borið höfuðið hátt í samfélagi þjóðanna. Við höfum sýnt umheiminum svo ekki verður um villst að við ætlum að gera það sem þarf svo við getum aftur staðið á eigin fótum sem fyrst. Um leið verður vonandi búið svo um hnútana að sagan endurtaki sig ekki. Að fáir menn geti raskað tilveru heillar þjóðar með braski. Aðstoð að utan er ekki ókeypis. Um hana er samið og lán þarf að borga til baka með rentum. Viðsemjendur okkar hafa verið harðir í horn í taka og afstaða þeirra og skilmálar hafa á stundum komið á óvart. En framganga þeirra stafar ekki af mannvonsku heldur hagsmunum. Íslendingar − fyrir utan nokkra menn − ættu að skilja að lán án sæmilegra trygginga á hvorki að veita né taka. Íslendingar ættu líka að skilja að lánveitandinn þarf stundum að hafa vit fyrir lántakandanum. Sem betur fer þurfum við að hafa fyrir þessari alþjóðlegu aðstoð. Það styrkir okkur enn frekar í uppbyggingu nýs og betra samfélags. Alþjóðleg hjálp er forsenda endurreisnarinnar. Við getum borið höfuðið hátt BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum Samfélagið allt hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður nú að axla miklar skuldabyrðar vegna fjölþættra mistaka sem gerð voru hér á landi, einkum frá því upp úr aldamótum og jafnvel fram yfir bankahrunið. Verst að þeir eru fasistar Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar, birti brot úr stefnuyfirlýsingu ítölsku grasrótarsamtakanna Frjálsu hreyfingarinnar á bloggsíðu sinni í gær. Þótti Herberti sá partur sem hann birti lýsa því ágætlega hvað Borgarahreyfingin legði upp með. Hann upplýsti einnig að Frjálsa hreyfingin hefði haft samband við Borgarahreyfinguna og leitað hófanna með samstarf. „[S]em væri fínt ef ekki væri fyrir fasískan undirtón í niður- lagi stefnuyfirlýsingarinnar. En sá hluti stefnunnar sem ég birti hér að neðan er nokkuð góður.“ Það tókst! Gengi krónunnar styrktist um 0,86 prósent í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum. Það klingdi sjálfsagt í kampavínsglösum á heimilum þeirra sem spáðu að með aðildarumsókn að Evrópusamband- inu myndi krónan ná sér á strik. Lán eða ekki lán Að því var vikið á þessum stað í gær að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, kallaði það „hugarburð“ sendiherra Rússlands að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað láni frá Rússum upp á fjóra milljarða evra í október í fyrra. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, tók prúðmannlegar til orða á heimasíðu sinni í gær þegar hann sagðist ekki hafa vitað „um þá skoðun sendiherrans, að stóru láni Rússa hefði verið hafnað af þeirri ríkisstjórn, þar sem ég sat sl. haust.“ Skoðun? Annað hvort buðu Rússar þetta lán eða ekki og skiptir engu máli hvað sendiherra Rússlands finnst í því sambandi. Björn virðist með öðrum orðum ekki mikið trúaðri á fullyrðingar sendiherrans en Björgvin. En tekur fram að honum þyki þær engu að síður gott fréttaefni. bergsteinn@frettabladid.is Bj

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.