Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 2
2 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
5
2
8
FÓLK Níu ára gamall drengur hefur
verið rekinn úr 6. flokki ÍR í fót-
bolta vegna hegðunarvandamála.
Hann má því ekki mæta á æfing-
ar hjá félaginu. Foreldrar hans
voru látnir vita af brottrekstrin-
um í bréfi. Móðir hans gagnrýn-
ir þetta harðlega. Að sögn Hall-
dórs Þ. Halldórssonar, yfirþjálfara
yngri flokka ÍR, var þetta síðasta
úrræði félagsins. „Vegna hegðun-
ar á æfingum og í leikjum, þetta
er síendurtekin vanvirðing gagn-
vart dómurum, forráðamönnum
og þjálfurum. Það er búið að reyna
til fullnustu að vinna með hann.“
Hann segir félög oft hafa þurft að
beita þessu úrræði. Þau hafi ekki
jafnmörg úrræði og skólar.
„Hann er skapstór ungur
drengur – með mikið keppnis-
skap,“ segir Agnes Linda Þor-
geirsdóttir, móðir drengsins. Hún
segir að upp hafi komið atvik þar
sem hann hafi rokið upp, bæði
á æfingum og þegar hann er að
keppa. Hún hafði viðrað þá hug-
mynd við þjálfarann í júní að
láta drenginn hætta í fótbolta um
stund. Þá hafi verið stungið upp
á því að frekar ætti að prófa að
setja drenginn í eldri flokk, þar
sem meiri agi væri. „Ég skil ósköp
vel að það er erfitt að vera með
drenginn í fótbolta þegar hann er
svona skapstór, þetta er hópíþrótt.
Mér hefði bara fundist allt í lagi
að funda með okkur og reyna alla-
vega að finna lausn.“
Þau Halldór hafi talað saman
um málið tveimur vikum fyrir
Shell-mótið, sem er haldið í Vest-
mannaeyjum í lok júní ár hvert.
„Meðal annars sagði þjálfarinn
við mig að það gæti verið að hann
fengi ekki að fara með á mótið út
af þessu.“
Að sögn Halldórs var ákveðið að
gefa drengnum síðasta tækifær-
ið. Hann fékk að fara með á Shell-
mótið, en þurfti að vera undir
forsjá föður síns allan tímann
og gista hvorki né dveljast með
hinum drengjunum. „Svo kom
upp atvik á mótinu sjálfu, hann
skammaðist í einhverjum dóm-
ara, svo maður var alveg búinn
undir að eitthvað myndi gerast.
Hann fór samt og baðst afsökun-
ar,“ segir Agnes.
Hinn 15. júlí hafi þau svo feng-
ið bréf um að barna- og unglinga-
ráði knattspyrnudeildar ÍR hafi
borist erindi um hegðun hans eftir
Shellmótið. Þar hafi þeir aðilar
sem komið hafi að málinu verið
spurðir álits og farið yfir eldri
atvik. Foreldrarnir voru þó ekki
boðaðir á þennan fund. Að sögn
Halldórs voru það aðrir foreldr-
ar sem lögðu fram erindið. Í bréf-
inu kemur einnig fram að mögu-
legt verði að endurskoða ákvörðun
knattspyrnudeildarinnar eftir ára-
mót, ef hegðun hans hafi breyst til
muna. thorunn@frettabladid.is
Níu ára drengur rek-
inn úr fótboltaliði
Níu ára gamall drengur má ekki lengur æfa fótbolta með sjötta flokki ÍR.
Ástæðan er hegðunarvandamál, sem tekin voru fyrir á fundum sem foreldrarn-
ir voru ekki boðaðir á. Þjálfari segir brottvikningu sem þessa ekki einsdæmi.
ÍR-HEIMILIÐ Drengurinn æfði með sjötta flokki ÍR í fótbolta þar til um miðjan júlí,
þegar foreldrum hans barst bréfið um að ekki væri hægt að leyfa honum að æfa eða
spila vegna hegðunar hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ekki er enn
ljóst hvort Íslandi verður meinuð
þátttaka í fundum hinna strand-
ríkjanna um stjórnun veiða úr
makrílstofninum fyrir árið 2010.
Þar til þau viður kenna Ísland sem
fullgildan aðila að stjórn veið-
anna og réttmæta hlutdeild okkar
munum við
stunda lögmæt-
ar makrílveið-
ar á okkar for-
sendum,“ segir
Friðrik J. Arn-
grímsson, fram-
kvæmdastjóri
LÍÚ, í niðurlagi
greinar sem
birtist í Fiski-
fréttum í gær.
Friðrik segir
Norðmönnum, Færeyingum og
ESB bera skylda til að semja við
Íslendinga um stjórn makrílveið-
anna samkvæmt Hafréttarsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og
Úthafsveiðisamningnum. „Norð-
menn og ESB hafa með órétti úti-
lokað okkur frá þátttöku í stjórn
veiða úr makrílstofninum í meira
en áratug,“ segir hann í greininni.
- shá
Kvótaúthlutun á makríl:
Samningsstaða
Íslands er óljós
ATVINNUMÁL Atvinnuleysi mæld-
ist átta prósent í júlímánuði, og
minnkar því um 2,4 prósentustig
frá því í júní. Að jafnaði voru því
13.756 manns atvinnulausir í júlí.
Á sama tíma í fyrra var atvinnu-
leysið 1,1 prósent.
Á höfuðborgarsvæðinu stendur
atvinnuleysi að mestu í stað, en
minnkar um sex prósentustig á
landsbyggðinni. Mest er atvinnu-
leysið á Suðurnesjum, tæp tólf pró-
sent. Minnst er það á Vestfjörðum,
eða 1,3 prósent.
Atvinnuleysi jókst um rúm tvö
prósentustig meðal kvenna en
minnkaði um rúm fimm prósentu-
stig meðal karla. - þeb
Minnkar á landsbyggðinni:
Atvinnuleysi
átta prósent
FRIÐRIK J.
ARNGRÍMSSON
Haraldur, er hægt að þvo
hendur sínar af flensunni?
„Ekki alveg, það þýðir til dæmis ekki
að þvo hendurnar og hósta framan
í næsta mann. Þá fer allt í handa-
skol.“
Skólayfirvöld eru hvött til að brýna fyrir
nemendum að þvo hendur sínar vel
vegna svínaflensunnar. Haraldur Briem er
sóttvarnalæknir.
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra gagnrýndi bresk stjórnvöld fyrir að beita
hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum í grein
sem birt var á vef Financial Times snemma í gær-
kvöldi. Segir hún að aldrei hafi fengist skýringar
á því af hverju það var gert.
Einnig gagnrýnir hún það framferði Hollend-
inga og Breta, gagnvart smáþjóðinni Íslandi, að
hafa beitt sér gegn lánveitingum Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins til þess að þrýsta á Icesave-samning-
inn. Hafi þeir haft Þjóðverja sem bandamenn.
Íslendingum finnst þeir ekki bera ábyrgð á
alþjóðlegu bankakreppunni og eru reiðir yfir því
að þurfa að taka á sig byrðar vegna innstæðna á
Icesave-reikningum Landsbankans, segir í grein
Jóhönnu. Landsbankinn hafi verið einkabanki,
sem hafi fengið til sín þúsundir viðskiptavina með
því að bjóða háa vexti.
Upphæðin sem Ísland axlar er mjög há, segir
Jóhanna í greininni, eða um 50 prósent af vergri
landsframleiðslu, en eignir Landsbankans munu
koma á móti og lækka greiðsluna. Íslendingar ætli
þó að færa fórnir og ekki skjóta sér undan ábyrgð
til þess að tryggja eðlileg samskipti og viðskipti
við umheiminn. - vsp
Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir bresk stjórnvöld í grein á vef Financial Times:
Íslendingar reiðir en færa fórnir
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gagnrýnir framferði breskra og
hollenskra stjórnvalda í grein á vef Financial Times.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
BRETLAND Abdelbaset Ali al-
Megrahi, Líbíumaður sem dæmd-
ur var í lífstíðarfangelsi fyrir
aðild sína að Lockerbie-spreng-
ingunni svokölluðu, sleppur
mögulega úr fangelsi í næstu
viku af mannúðarástæðum. Þetta
kemur fram í frétt BBC.
Líbíumaðurinn var dæmdur
fyrir að koma sprengju fyrir um
borð í flugvél frá Pan Am sem
síðan sprakk yfir skoska þorp-
inu Lockerbie árið 1988, með
þeim afleiðingum að 270 manns
létust. Hann er sagður þjást af
ólæknandi krabbameini í blöðru-
hálskirtli og því eru líkur á því
að hann hljóti náðun og geti því
snúið til síns heima í Líbíu.
Aðstandendur þeirra sem létust
í slysinu hafa mótmælt þessum
fyrirætlunum harðlega. - kg
Lockerbie-sprengjuvargur:
Sleppur mögu-
lega úr fangelsi
LÖGREGLA Áreiti innan lögreglunnar
er óþolandi; óþægindi, óvissa og
óánægja eiga ekki að þekkjast en
virka eins og krabbamein á lög-
regluna. Þetta segir Bylgja H.
Baldursdóttir lögreglukona í opnu
bréfi til Stefáns Eiríkssonar, lög-
reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu,
sem birt var á vef lögreglufélags-
ins í gær.
Bylgja hefur starfað í lögregl-
unni í hátt á annan tug ára og
segir það ekki launin sem haldi
sér í þessu starfi. „ Eru það launin
sem hafa haldið mér í þessu starfi?
Uhhh leyfðu mér að hugsa......nei,
langt því frá. Það sem hefur haldið
mér í þessu starfi er hrein og klár
væntumþykja um vinnuna mína
og mína vinnufélaga sem í raun
og veru eru hin fjölskyldan mín,“
segir í bréfinu.
Segir Bylgja að Stefán beri
ábyrgð á því sem vel er gert og
einnig því sem illa er gert. „Lög-
reglan saman stendur af lögreglu-
mönnum og á meðan þú hefur
okkur þá ertu í góðum málum. Án
okkar kemur þú til með að standa
nakinn fyrir framan alþjóð líkt og
keisarinn í sögunni um Nýju fötin
keisarans. Ef það er það sem þú
vilt.....þá bara gangi þér vel“.
Með þeim breytingum sem fram
undan eru hjá lögreglunni er verið
að búa til aðstæður sem gætu kall-
að á sundrungu innan lögreglunn-
ar og það er hættulegt, að mati
Bylgju. „Þú gætir misst okkur frá
þér og ert því miður á góðri leið
með það.“ - vsp
Lögreglukona segir lögreglustjóra á góðri leið með að missa lögregluna frá sér:
Óvissan eins og krabbamein
STEFÁN EIRÍKSSON Lögreglukona gagn-
rýni Stefán í opnu bréfi og segir að hann
sé á góðri leið með að missa lögregluna
frá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Unnið við jarðsig á veginum
Verktakar á vegum Vegagerðarinnar
hafa undanfarið unnið að lagfæring-
um á Siglufjarðarvegi. Jarðsig hefur
lengi verið vandamál á veginum og er
unnið að því að setja klæðingu á þá
kafla sem eru ómalbikaðir.
SIGLUFJÖRÐUR
Klessti á Hamraborg
Ökumaður jeppa varð fyrir því að
keyra á verslunina Hamraborg á Ísa-
firði í gærdag. Ökumaðurinn ætlaði
að stíga á bremsuna en steig óvart
á bensíngjöfina, með fyrrgreindum
afleiðingum. Enginn slasaðist, en
tvær rúður brotnuðu auk þess sem
jeppinn er eitthvað skemmdur.
ÍSAFJÖRÐUR
BÚRMA Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) hefur lýst yfir miklum
áhyggjum af stofufangelsisdómi
Aung San Suu
Kyi, stjórnar-
andstöðuleiðtoga
í Búrma.
Ráðið, sem
fundaði um
málið í tvo daga,
hefur einnig
kallað eftir
lausn allra pólit-
ískra fanga í
Búrma. Suu Kyi
var dæmd í eins og hálfs árs stofu-
fangelsi fyrir að leyfa bandarísk-
um manni, sem synti yfir síki að
heimili hennar, þar sem hún hefur
setið í stofufangelsi í sextán ár af
síðustu tuttugu, að gista á heimil-
inu í tvo daga. - kg
Sameinuðu þjóðirnar:
Öryggisráðið
hefur áhyggjur
af dómi Suu Kyi
AUNG SAN SUU KYI
SPURNING DAGSINS