Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 12
12 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
P
IP
A
S
ÍA
9
1
2
6
5
Nýr matseðill
á Ruby Tuesday
Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300
17 nýir réttir
til að gæða sér á
Komdu í heimsókn
IÐNAÐUR Verðið á áli hefur hækkað um 59
prósent frá því í mars og kostaði tonnið
1.997 dali í gær. „Þetta er mikið ánægju-
efni fyrir orkufyrirtækin og hefur
jákvæð áhrif á tekjurnar,“ segir Stefán
Pétursson, framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Landsvirkjunar.
Lánshæfismat Landsvirkjunar lækk-
aði nýlega og er í neikvæðu horfi inn-
anlands. Stefán segir hækkandi álverð
ekki hafa áhrif á lánshæfismatið til
skemmri tíma en geti gert það yfir lengri
tíma. Stóra málið varðandi lánshæfis-
mat Landsvirkjunar er hins vegar það
að lánshæfismat ríkisins er mjög lágt, að
sögn Stefáns.
Hæst hefur álið verið í 3.263 dölum
á tonnið og var það í júlí í fyrra. Eftir
heimskreppuna síðasta haust tók álið
mikla dýfu og var tonnið í 1.473 dölum
um áramótin. Álið var í sögulegu lág-
marki í mars, í 1.257 dölum á tonnið, en
fór stigvaxandi og var í 2.006 dölum á
mánudaginn.
Ágúst F. Hafberg, framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá
Norður áli, segir hækkandi álverð ekki
hafa mikil áhrif á daglega starfsemi
félagsins en auki hins vegar tekjurnar
og það sé gott. „Sveiflur í álverði eru
alþekktar og menn eru undirbúnir fyrir
þær,“ segir Ágúst.
Ágúst segir hækkun álverðs geta
hækkað lánshæfismat Norðuráls en
matið sé nú þegar sterkt, því fyrirtækið
sé skuldlaust. - vsp
Álverð hefur hækkað um 59 prósent frá því í mars og 36 prósent frá áramótum:
Mikið ánægjuefni fyrir orkufyrirtækin í landinu
HELGUVÍK Hækkun álverðs hefur ekki mikil áhrif á daglega
starfsemi Norðuráls en gæti hækkað lánshæfismatið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NEYTENDAMÁL Búast má við rösk-
un á afgreiðslu og dreifingu á
mjólk í dag þar sem bilun kom
upp í stjórnbúnaði sem stýrir
framleiðslu á mjólk hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík í gær.
Mjólkurdreifingu var lokið í
gær áður en bilunin kom upp, að
því er segir í tilkynningu frá MS.
Viðgerð stóð yfir í gærdag og
átti að hraða henni sem auðið var.
Mjólkin var framleidd í nótt hjá
MS Selfossi og Akureyri og flutt
til Reykjavíkur til dreifingar í
morgun. - kh
Bilun hjá Mjólkursamsölunni:
Mjólkurdreif-
ing gæti raskast
SJÁVARÚTVEGSMÁL Heildarafli
íslenskra skipa í nýliðnum júlí-
mánuði var 160.152 tonn saman-
borið við 153.463 tonn í sama
mánuði árið áður. Botnfiskafli
jókst um sextán þúsund tonn frá
júlí 2008 og nam rúmum 33 þús-
und tonnum. Þar af var þorskafl-
inn rúm níu þúsund tonn.
Afli af uppsjávartegundum
nam tæpum 123.000 tonnum sem
er um fjögur þúsund tonnum
meiri afli en í júlí 2008. Síldarafl-
inn jókst milli ára og um 59 þús-
und tonn veiddust af makríl. - shá
Afli íslenskra skipa í júlí:
Ágæt aflabrögð
á miðunum
Á VEIÐUM Íslensk fiskiskip veiddu ríflega
160 þúsund tonn í júlí.
UNDIR REGNHLÍF MYNDASTYTTUNNAR
Það rigndi svolítið í Sjanghaí á mánu-
daginn. Einn vegfarenda fann sér skjól
undir regnhlíf myndastyttu nokkurrar
og kveikti sér í sígarettu.
NORDICPHOTOS/AFP
FJÖLMIÐLAR „Þetta er auðvitað mikið
fagnaðarefni fyrir knattspyrnu-
áhugamenn hér landi, en ekki síður
viðurkenning fyrir fyrirtækið. Það
hefur komið skýrt fram hjá sölu-
aðilum þessa efnis að þeir telja að
við höfum verið að þjóna markaðn-
um mjög vel og séum besti sam-
starfsaðilinn á markaðnum. Þeir
líta á það sem sína hagsmuni að við
komumst í gegnum þetta,“ segir
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Gengið hefur verið frá samn-
ingum þess efnis að Stöð 2 Sport
sýni frá Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu næstu þrjú árin, eða
til loka tímabilsins 2011 til 2012.
ýmsar breytingar á fyrirkomulagi
keppninnar verða kynntar á næsta
tímabili. Þá hefur einnig verið
gengið frá samningum um sýn-
ingarréttinn frá leikjum í ensku
úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport 2 til
næstu fjögurra ára. Það þýðir að
enska úrvalsdeildin verður á Stöð
2 Sport 2 að minnsta kosti út tíma-
bilið 2012 til 2013.
Ari segist ánægður með þessa
samninga. „Sá hljómgrunnur sem
við fengum hjá ensku úrvalsdeild-
inni varðandi það að geta endur-
samið og fengið verðið lækkað í
erlendri mynt var gríðarlega mikil-
vægur. Auðvitað er þetta dýrt efni
áfram, enda gríðarlega gott og vin-
sælt efni,“ segir Ari.
Að sögn Ara hafa skipuleggjend-
ur og söluaðilar Meistaradeildar-
innar haft mikið nef fyrir því að
byggja upp spennandi viðburða-
sjónvarp og meðal annars styrkt
UEFA-keppnina mjög, en þar keppa
þau lið sem rétt misstu af sæti
í Meistaradeildinni. Breytingar
á sýningum á
Meistaradeild-
inni fela meðal
annars í sér að
fleiri leikir úr
úrslitaumferð
í forkeppninni
verða sýndir
bei nt , end a
mörg sterk lið
sem þar mæt-
ast. Þá fara sex-
tán liða úrslit keppninnar fram á
fjórum vikum í stað tveggja áður
og verða leikdagar átta í stað fjög-
urra. Þessar breytingar þýða að
leikdögum fjölgar úr 26 í 34 að
meðtöldu umspili Meistaradeildar-
innar.
Úrslitaleikur Meistaradeildar-
innar, sem fram fer í Madríd,
höfuð borg Spánar, verður leikinn
á laugar degi í stað miðvikudags
eins og verið hefur. „Allt er þetta
miðað að því að bæta keppnina og
gera hana aðgengilegri fyrir sjón-
varpsáhorfendur,“ segir Ari.
Spurður um verðskrá Stöðvar
2 Sport segir Ari að áskriftar-
gjald hafi ekki hækkað í haust.
Hann gerir ekki ráð fyrir að verð-
ið hækki út tímabilið, í það minnsta
ekki hjá núverandi áskrifendum.
kjartan@frettabladid.is
Leikdögum fjölgar í
Meistaradeildinni
Meistaradeildin verður á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin og enski boltinn út tíma bilið
2013. Forstjóri 365 miðla segir fyrirtækið hafa fengið mikinn hljómgrunn fyrir
verðlækkun á sýningarréttinum. Breytingar verða á tilhögun Meistaradeildar.
ARI EDWALD
SIGURVEGARAR Barcelona bar sigurorð af Manchester United í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar í Róm í maí síðastliðnum. Næsti úrslitaleikur fer fram laugardaginn 22.
maí 2010 í Madríd.
MENNTAMÁL Ráðstefna um velferð
íslenskra barna – „Sóknarfæri á
umbrotatímum“, verður haldin 17.
ágúst í sal Íslenskrar erfðagrein-
ingar. Dagskráin hefst klukkan 9
og stendur til 16.30.
Á ráðstefnunni verða meðal
annars fyrirlestrar um áhrif
efnahagsþrenginganna á heilsu
og líðan Íslendinga, um stöðu
barna á umbrotatímum og vel-
ferð íslenskra unglinga. Að ráð-
stefnunni stendur Lýðheilsu-
stöð í samvinnu við heilbrigðis-,
menntamála- og félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið ásamt
Háskóla Íslands, Háskólanum í
Reykjavík og Velferðarsjóði barna.
Ráðstefnugjald er 2.500 kr. - vsp
Ráðstefna um velferð barna:
Fjallar um börn
í kreppuástandi
BJÖRGUN Björgunarsveitin Dag-
renning á Hvolsvelli var kölluð
út til aðstoðar erlendum ferða-
mönnum í Vonarskarði á miðviku-
dag. Um var að ræða ítölsk hjón
sem voru ein á ferð á óbreyttum
jeppa. Framdrif bílsins brotnaði
og treystu þau sér ekki til þess að
komast á einu drifi til baka yfir
árnar.
Fólkinu var fylgt suður á
Sprengisand og skildi leiðir við
Skrokköldu þar sem fólkið hélt för
sinni um landið áfram. Sjálfboða-
liðar björgunarsveitarinnar fóru
frá Hvolsvelli og lögðu á sig um
um 500 kílómetra akstur út af drif-
skaftinu. - shá
Ferðamenn í vanda:
500 kílómetrar
fyrir drifskaft
Dreginn vélarvana í land
Vélarbilun varð í strandveiðibáti sem
var 50 sjómílur norður af Rifi í fyrra-
kvöld. Nálægur bátur kom til aðstoðar
og dró bátinn til Rifs. Engin hætta var
á ferðum.
ÖRYGGISMÁL