Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 22

Fréttablaðið - 14.08.2009, Page 22
2 föstudagur 14. ágúst Lagar magaónot og vanlíðan strax Eitt hylki eða 2 msk. saf i á dag www.celsus.is Fæst í Apótekum núna ✽ komin í helgargírinn augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 „Við notuðum orð sem innblástur í hreyfingarnar, en textinn í sýn- ingunni er reynsla okkar sjálfra í bland við það sem við höfum lesið,“ segir Sigríður Soffía Níels- dóttir dansari um dansleikhús- sýninguna Fresh meat. Sýning- in er partur af sviðslistahátíðinni Artfart og verður frumsýnd í Leik- húsbatteríinu á morgun klukkan 16. Verkið er hugarfóstur Sigríð- ar og Snædísar Lilju Ingadóttur sem útskrifuðust báðar af dans- braut Listaháskólans nú í vor, en til liðs við sig fengu þær Lydíu Grétarsdóttur sem sér um tónlist og hljóðmynd og Björk Viggósdótt- ur sem sér um sjónrænt umhverfi. Sýningin var unnin í spuna og að- spurð segir Sigríður ástandið í dag hafa orðið þeim innblástur. „Við lásum grein í sálfræðivef- riti þar sem fjallað var hætturnar í kreppuástandi, hvernig atvinnu- leysi getur leitt til aukins heimil- isofbeldis. Þá fórum við að skoða nánar samband gerenda og þol- enda og hvað heimilisofbeldi getur verið falið,“ útskýrir Sigríður „Við skoðuðum líka dómsmál á haest- irettur.is. Þar er atburðum lýst frá sjónarhorni gerenda, þolenda, vitna og lækna, sem gefur ákveða heildarmynd,“ segir Sigríður. Hún sýnir einnig tvær dansstuttmynd- ir á Artfart. Önnur þeirra nefn- ist Uniform Sierra og hlaut fyrstu verðlaun á hátíðinni Act Festival í Bilbao á Spáni í vor, en hin heit- ir Children of Ease og báðar verða þær sýndar 20. ágúst. En hvernig er að starfa sem danslistamaður á Íslandi? „Það getur verið erfitt því það eru marg- ir um sama bitann, svo sem lista- mannalaun og styrki almennt. Ef maður vill vinna við það sem maður er búin að mennta sig í þarf maður að taka áhættur. Við Snædís erum sjálfar búnar að skapa okkur atvinnutækifæri eftir útskrift og leggja út í allan kostn- að við sýninguna svo við vonum bara að það verði vel mætt á Fresh meat,“ segir Sigríður. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu, en dag- skrána má nálgast á artfart.is. Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður verður með heljarinnar flóamarkaði í bak- garði sínum á morgun og þar mun fólk fá tækifærifæri til að gera kostakaup. „Við verð- um nokkur saman með garðsöluna og þar verður hægt að kaupa föt, VHS-spólur, bækur og húsgögn, svo fátt eitt sé nefnt. Flíkurnar eru aðallega á stráka þar sem við erum fjórir strákar og aðeins eins stelpa sem stöndum að þessu. Húsgögnin og smádótir eru hlutir sem maður hefur sankað að sér í gegnum tíðina og hefur ekki pláss fyrir lengur, þá er betra að leyfa öðrum að njóta þeirra heldur en að liggja á þessu eins og ormur á gulli. Svo verð- ur auðvitað heitt á könnunni fyrir gesti,“ segir Stefán Svan sem sjálfur hefur mjög gaman af því að sækja flómarkaði. „Ætli það sé ekki ein- mitt ástæðan fyrir því að ég á svona mikið af dóti,“ segir hann og hlær. Stefán Svan segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu því ef það rigni þá muni hann færa garðsöluna undir þak. Flóamarkaðurinn verður haldinn við Þórs- götu 5 og hefst klukkan 13 og stendur til 17. - sm Stefán Svan heldur flóamarkað: Garðsala í miðbænum Garðsölumaður Stefán Svan, fatahönnuður, stendur fyrir heljarinnar flóamarkaði í garði sínum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Björk Viggósdóttir, Sig- ríður Soffía Níelsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir. Fresh meat Aukið heimilisofbeldi á krepputímum var innblástur við gerð sýningarinnar. Sigríður Soffía Níelsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Björk Viggósdóttir og Lydía Grétarsdóttir: ÁSTANDIÐ VARÐ INNBLÁSTUR helgin MÍN TÖFFARI Brad Pitt var flottur í tau- inu þegar hann mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Inglourious Basterds eftir Quentin Tarantino í Berlín á dögunum. HAUKUR S. MAGNÚSSON RITSTJÓRI GRAPEVINE OG MEÐLIMUR REYKJAVÍK! Um helgina hyggst ég njóta lífsins að hætti ungs fólks, eyða peningum í vitleysu og hirða lítt um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Í kvöld fer ég á tónleika sem við Grapevine- liðar stöndum að á Grand Rokk. Svo væri ég til í að skreppa heim til Ísafjarðar og hanga með systkinum mínum, borða fisk og góna á fjöll það sem eftir lifir helgar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.