Fréttablaðið - 14.08.2009, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 14. ágúst 2009 27
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 14. ágúst 2009
➜ Tónleikar
12.00 Kristín R. Sigurðardóttir sópran
og Julian M. Hewlett píanóleikari halda
tónleika í Ketilhúsinu við Kaupvangs-
stræti á Akureyri. Á efnisskránni eru
m.a. verk eftir Sigfús Einarsson, Pál
Ísólfsson og Puccini.
20.00 Tónleikar á tónlistarhátíð unga
fólksins í Salnum við Hamraborg í
Kópavogi. Benedict Klöckner og Mathi-
as Susaas Halvorsen flytja sellósónötur
eftir Debussy og Rachmaninov. Eftir hlé
verður flutt píanótríó eftir Brahms og þá
koma einnig fram Elfa Rún Kristinsdóttir
og Joachim Carr píanóleikari.
20.00 Björg Níelsdóttir sópran heldur
tónleika í Fríkirkjunni við Linnetsstíg
í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða lög
eftir Britten, Barber, Jórunni Viðar og
Schubert. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Megas og
Senuþjófarnir verða
á Græna hattinum
við Hafnarstræti 96 á
Akureyri. Húsið verður
opnað kl. 21.
22.00 Útvarpsteymið
Harmageddon býður
til veislu á Sódómu
Reykjavík við Tryggva-
götu þar sem fram
koma: Geir Ólafs, Our Lives & Toggi,
Sverrir Stormsker, Haffi Haff, Cosmic
Call og Sing for me Sandra.
22.00 Seabear, Pascal Pinon og Moses
Hightower verða með tónleika á Grand
Rokk við Smiðjustíg.
22.00 Tríó Andrésar Þórs flytur djass-
standarda og frumsamið efni á tón-
leikum á Café Síróp við Norðurbraut á
Hvammstanga.
23.00 Bjarni Sveinbjörnsson bassa-
leikari heldur tónleika á Rosenberg við
Klapparstíg þar sem hann kynnir efni af
væntanlegri sólóplötu sinni.
➜ Leiklist
Leiklistarhátíðin Act Alone á Ísafirði
14.-16. ágúst. Aðgangur ókeypis. Nánari
upplýsingar og dagskrá á
www.actalone.net.
20.00 Bernd Ogrodnik brúðuleikari
sýnir valda þætti úr sýningu
sinni „Umbreytingu“ í
Edinborgarhúsinu við
Aðalstræti á Ísafirði.
22.00 Róbert
Snorrason sýnir
einleikinn „Here
I Stand“ á Hótel
Ísafirði við Silfur-
torg.
➜ Opnanir
17.00 Kristín Jónsdóttir opnar sýning-
una „Spjöld“ í Listasafni Mosfellsbæjar,
Kjarna við Þverholt. Opið mán.-fös. kl.
12-19 og lau. kl. 12-15.
18.00 Í Alliance française við Tryggva-
götu 8 verður opnuð sýning sem
samanstendur af myndum, sýningar-
spjöldum og frásögnum af samskiptum
Íslendinga og franskra sjómanna. Opið
virka daga og laugardaga kl. 14-18.
20.00 Kolbrún Ýr Einarsdóttir og María
Dalberg opna sýningar á verkum sínum
í Gallerí Crymogæa að Laugavegi 41.
Opið virka daga kl. 11-18 og um helgar
12-18.
➜ Fjölskylduhátíð
Héraðshátíðin Ormsteiti verður haldin
víðs vegar um Fljótsdalshérað 14.-23.
ágúst. Nánari upplýsingar og dagskrá á
www.fljotsdalsherad.is.
Fjölskylduhátíðin
Kántrýdagar verður
haldin á Skaga-
strönd 14-16.
ágúst. Nánari
upplýsingar
og dagskrá á
www.skagastrond.is.
➜ Sýningar
Helga Björg
Jónasardóttir
hefur opnað sýn-
ingu á skörinni
hjá Handverki og
hönnun við Aðal-
stræti 10. Opið
alla virka daga kl.
9-18, fimmtudaga
til kl. 22 og um
helgar 12-17.
Í Gerðarsafni við
Hamraborg 4 í
Kópavogi stendur
yfir sýning á verkum Gerðar Helgadóttur
og Valtýs Péturssonar. Safnið er opið
alla daga nema mánudaga kl. 11-17.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Dansleikir
Hljómsveitin Í svörtum fötum verður á
skemmtistaðunum Spot við Bæjarlind 6
í Kópavogi.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um að söngkonan skrautlega Lady
Gaga sé tvíkynja. Orðrómurinn
fór af stað í kjölfar myndbrots
frá tónleikum söngkonunnar á
Glastonbury-hátíðinni en þar telja
sumir sig sjá glitta í kynfæri karl-
manns. Myndbandið er þó nokk-
uð óskýrt og því erfitt að ætla að
nýta það sem sönnunargagn.
Söngkonan hefur aldrei farið
leynt með þá staðreynd að hún sé
tvíkynhneigð og hefur það kynt
enn frekar undir sögusagnirnar
um að Gaga sé með lim. Talsmað-
ur söngkonunnar sendi frá sér
tilkynningu þar sem hann sagði
orðróminn vera út í hött. Sjálf
hefur söngkonan ekki rætt málið
opinberlega.
Er Lady Gaga gaur?
SKRAUTLEG Söngkonan er þekkt fyrir
skrautlegan klæðnað og er gjörn á að
fara út á nærbuxum einum fata.
Líkir sér við Ghandi
Fyrrverandi eigin-
kona Bítilsins Pauls
McCartney, Heather
Mills, sagði í viðtali
við breskt tímarit að
hún væri orðin þreytt
á illum tungum. Hún
lét hafa eftir sér að
hún væri tilbúin til
að berjast fyrir
sannleikanum og
þyldi ekki leng-
ur að fólk virtist
trúa öllum lyga-
sögunum um
hana. Í sama
viðtali líkir hún
sér við menn á
borð við Ghandi,
Malcom X og Martin Luth-
er King. „Þetta voru allt
mjög umdeildir menn
vegna þess að þeir reyndu
að koma sannleikanum á
framfæri og þeir voru
óhræddir við að berj-
ast fyrir sannleik-
anum og ég get
talið mig meðal
þeirra,“ segir
Mills.
EINS OG
GHANDI? Heath-
er Mills, fyrrver-
andi eiginkona
Pauls McCartney,
er mjög illa liðin í
föðurlandi sínu.
BÍÓ & TÓNLEIKAR
HÆRRA ÉG OG ÞÚ
FRUMSÝNING Á HEIMILDAMYND UM FÖR HLJÓMSVEITARINNAR TIL JAMAÍKA
AUSTURBÆ 21. ÁGÚST, KL. 21.00
Miðar seldir á miði.is
hjálmar
Tónleikar eftir sýninguna
Hjalmar-augl4x30.ai 10/8/09 17:29:43