Fréttablaðið - 14.08.2009, Síða 46
34 14. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. dýrka, 6. ryk, 8. kvikmyndahús,
9. þunnur vökvi, 11. tvö þúsund, 12.
hroki, 14. vinna, 16. átt, 17. sérstak-
lega, 18. tæfa, 20. hljóta, 21. truflun.
LÓÐRÉTT
1. vilji, 3. í röð, 4. fax, 5. auð, 7. nag-
grís, 10. fálm, 13. blaður, 15. skjótur,
16. arinn, 19. bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. dást, 6. im, 8. bíó, 9. lap,
11. mm, 12. dramb, 14. starf, 16. sv,
17. sér, 18. tík, 20. fá, 21. ónáð.
LÓÐRÉTT: 1. vild, 3. áb, 4. símbréf, 5.
tóm, 7. marsvín, 10. pat, 13. mas, 15.
frár, 16. stó, 19. ká.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Mika.
2 Um 23 þúsund manns.
3 Kristján Örn Sigurðsson.
Tónleikaröðin Réttir verður hald-
in í Reykjavíkurborg 23. til 26.
september, á sama tíma og tónlist-
arráðstefnan You Are In Control
og kvikmyndahátíðirnar Reykja-
vik International Film Festival og
Nordisk Panorama verða haldn-
ar.
Á meðal hljómsveita sem koma
fram verða Hjálmar og Retro
Stefson. Einnig er hugsanlegt að
erlendir tónlistarmenn stígi á svið.
„Við vissum að það væri fullt af
hljómsveitum að fara að gera eitt-
hvað á þessum tíma. Prógrammið
heitir Réttir af því að það er það
sem við ætlum að gera; að smala
öllum saman,“ segir Steinþór
Helgi Arnsteinsson, einn af skipu-
leggjendum Rétta. „Við ákváðum
að vinna þetta saman í staðinn
fyrir að hver sé í sínu horni. Það
hefur sannast að þegar íslenska
tónlistar senan tekur sig saman
verður hún mjög sterk.“
Dagskráin verður á Nasa,
Sódómu, Batteríinu og hugsanlega
fleiri stöðum og verður stærri en
Innipúkinn, sem var einmitt hald-
in á Sódómu og Batteríinu um
verslunarmannahelgina.
Miðaverði á tónleikaröðina verð-
ur stillt í hóf og er stefnt að því að
allir þeir sem komi að henni fái
greitt. Margir erlendir blaðamenn
og fólk úr afþreyingargeiranum
verður í borginni þegar hátíðin
verður haldin og því gætu tæki-
færi skapast fyrir hljómsveitirn-
ar í framhaldinu. „Þetta er mjög
skemmtilegur vettvangur til að
koma sér á framfæri en er þó
ekki hugsað þannig. Það er fyrst
og fremst verið að stíla á íslensk-
an markað,“ segir Steinþór. - fb
Réttir í Reykjavík í september
RETRO STEFSON Hljómsveitin Retro
Stefson stígur á svið á tónleikaröðinni
Réttum í september.
„Við höfum fengið leyfi fangelsis-
yfirvalda. Þeir Geirfuglar verða
fyrst eins og Bítlarnir, snúa sér
þá við og breytast í Johnny Cash,“
segir Skjöldur Sigurjónsson, veit-
ingamaður á Ölstofunni.
Menn eru nú í óðaönn að undir-
búa Menningarnótt sem verður
aðra helgi í Reykjavík. Misfrum-
leg atriði eru á teikniborðinu en
eitt hið úthugsaðasta hlýtur að
teljast það sem Skjöldur stendur
að ásamt hinni elskuðu hljómsveit
Geirfuglum – sem nú ætla heldur
betur að bæta einni rós í hnappa-
gatið. Hljómsveitin mun halda tón-
leika á þaki Ölstofunnar. Svo hátt-
ar til að þaðan er gott útsýni yfir
í garð fangelsins við Skólavörðu-
stíg. „Spilað fyrir fanga og fylli-
byttur,“ segir Freyr Eyjólfsson
í Geirfuglunum og lýsir atrið-
inu, líkt og Skjöldur, með vísan
til frægra tónleika Bítlanna af
þaki Apple-byggingarinnar og
því þegar Johnny Cash lék fyrir
fanga í Folsom-fangelsinu. Hann
slær ekki loku fyrir að lögin Fol-
som Prison Blues og jafnvel Elvis-
slagarinn Jailhouse Rock verði á
efnisskránni.
„Bubbi Morthens fer alltaf á
Litla-Hraun á aðfangadag. Við
ætlum að spila fyrir íbúa að Skóla-
vörðustíg 9 á Menningarnótt. Þeir
eru þarna í hringiðunni en finna
aðeins reykinn af réttunum. Svo
nálægt en samt svo fjarri. Heyra
óminn af gleðinni en sjá ekki,“
segir Freyr og boðar að nú horfi
til breytinga hvað það varðar. En
það eru ekki einungis fangar sem
njóta tónlistar Ölstofunnar heldur
einnig gestir Ölstofunnar og þeir
sem safnast saman á torginu sem
liggur milli hennar og Vegamóta.
„Já, sko … fyllsta jafnræðis verð-
ur gætt. Við erum sex í hljómsveit-
inni og líklega verður þetta þannig
að þrír snúa að fyllibyttunum og
þrír að íbúum við Skólavörðustíg,“
segir Freyr. Atriðið er enn í mótun
og Freyr hugsar upphátt í sam-
tali við blaðamann Fréttablaðs-
ins. Segir að vel megi vera að þeir
fái gesti á borð við Árna Johnsen
og Kalla Bjarna til að taka með
sér lagið. Jafnvel að endurvekja
Rimlabandið með Rúnari Þór. „En
það er fyrir öllu að íbúar að Skóla-
vörðustíg 9 fái notið þess sem er í
boði á Menningarnótt sem og aðrir
landsmenn.“ jakob@frettabladid.is
SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON: LEYFI FANGELSISYFIRVALDA FYRIRLIGGJANDI
Fyrir fanga og fyllibyttur
GEIRFUGLARNIR SETJA SIG Í STELLINGAR Ætla að spila fyrir gesti Ölstofunnar sem og fyrir fanga sem safnast fyrir í garði fangelsins
við Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Brotist var inn í æfingahúsnæði hljómsveitanna
Ingós og Veðurguðanna og Benny Crespo´s
Gang í Tónlistarþróunarmiðstöðinni fyrir
skömmu. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott
með sér hljóðfæri og verðmætan tækjabúnað
frá síðarnefndu sveitinni.
Tilkynning um þjófnaðinn hefur farið
eins og eldur í sinu um Facebook-síð-
una að undanförnu í von um að málið
verði upplýst. „Þetta var allt dót
frá Benny Crespo´s Gang en það
er samt leiðinlegt að það sé brotist
inn í okkar húsnæði,“ segir Ingó.
„Ég á ekki neitt af þessu dóti og
hinir strákarnir í hljómsveitinni
eiga kannski magnara í mesta lagi.
En það var stolið miklu af flottu
og rándýru dóti frá þeim. Þeir
eru rosalega pirraðir enda græju-
nördar sem grúska lengi til að
finna svona græjur.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem brotist er inn hjá Veður-
guðunum því 17. júní í fyrra
var hljóðfærum stolið úr
sendiferðabíl þeirra
sem hafði verið
lagt fyrir
utan
Reykjavíkurflugvöll. „Bílinn var tæmdur en
það tjón var örugglega minna en þetta
tjón,“ segir Ingó. „Þá var stolið dóti
upp í kannski hálfa milljón en við
fundum eitthvað af því aftur.“
Þrátt fyrir innbrotið býst Ingó við
því að Veðurguðirnir haldi áfram
að æfa í Tónlistarþróunarmiðstöð-
inni, sem er úti á Granda. „Ég veit að
strákarnir í minni hljómsveit eru
allir tryggðir fyrir þessu tjóni.
Þetta er auðvitað persónulegt
en ég hugsa að við verðum
þarna áfram.“
- fb
Brotist inn í æfingahúsnæði Ingós og Bennys
INGÓ Brotist var inn í æfinga-
húsnæði hljómsveitarinnar
Ingós og Veðurguðanna á
dögunum.
LAY LOW Lay Low og félagar í Benny
Crespo´s Gang tilkynntu þjófnaðinn á
Facebook.
MORGUNMATURINN
„Ég fer oft niður á Te og kaffi
á Laugaveginum og fæ mér
Trópí og croissant. Annars er
það bara drykkjarjógúrt eða
eitthvað fljótlegt.“
Anna Svava Knútsdóttir leikkona.
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU
Hvort sem það tengist aukinni
samkeppni á sviði útvarpsmála eða
ekki fagna margir því að ein helsta
stjarnan í útvarpi fyrir um kvart-
öld, helsta útspil Jóns&Gulla eða
útvarpsþáttarins „Tveir
með öllu” í brandara-
málum, sem margir
töldu útbrunninn með
öllu, Jóhannes á
Fóður-
bílnum,
er
skyndi-
lega
farinn að
heyrast í útvarpi á
nýjan leik. Í gærmorgun hlógu þeir
innilega saman á Bylgjunni þeir
Ívar Guðmundsson og Jóhannes
og Ívar bauð svo Jóhannesi að
skemmta sér með Bylgjufólki á
bökkum Rangár þar sem verður
mikil fjölskylduskemmtun um
næstu helgi.
Annars leikur allt í lyndi hjá Ívari
Guðmundssyni og þá ekki síður
félaga hans í próteinvörusölunni og
líkamsræktinni – Arnari
Grant. Þrátt fyrir að 2007
sé að baki og ekki ódýrt
að hafa einkaþjálfara á
sínum snærum er
Arnar svo eftirsótt-
ur að hjá honum
er biðlisti eftir að
komast að.
Enn einn sem tengist Bylgjunni er
Jón Ólafsson, stundum kallaður
„Jón vondi“ til aðgreiningar frá
al nafna sínum í tónlistargeiranum
– sem einhverra hluta vegna er
kallaður „góði“. Athafnamaðurinn
átti á árum áður undir högg að
sækja hjá almenningsálitinu og
var meðal annars núið því um
nasir að vera á vinnukonuútsvari.
En Jón virðist nú dýrlingur miðað
við útrásarvíkinga og viðskiptavinir
N1 á Njarðargötu fengu einmitt
innsýn í hvernig lifa má
spart þegar þeir sáu
Jón blaða vel og lengi
í tekjublaði Mannlífs
og setja það svo
aftur í hilluna. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI