Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.01.1937, Qupperneq 3
SAMVINNAN XXXI. árgangur, 1. hefti Ritstjórar: ]ónas ]ónsson og Guálaugur Rósinkranz Afgreiásla: Sambandshúsinu, sími 1080 Reykjavík, janúar 1937 Utgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga 10 hefti á ári. Kr. 2.50 til kaupfélaga Janúar 1937 Sambandið er líí’taug íslenzkra samvinnufélaga. Meðan það vex, er samvinnustarfsemi í landinu í gróanda. Við þessi áramót er hagur Sambandsins að mörgu leyti ánægjulegur. Innlendu vörurnar frá ár- inu, sem leið, eru að mestu seldar, margar af þeim fyrir hækkandi verð. Þó er undantekning með frosna kjötið. Það, sem búið er að selja, er með lægra verði en í fyrra. Annars hafa kjötlögin og mjólkur- salan stórlega aukið gjaldgetu bænda. Arið 1930 fékk samvinnufélag á Austurlandi nærri 1000 kr. fyrir smálest af saltkjöti. 1931 féll verðið niður í 556 kr. Tvö næstu ár var verðið lílið eitt betra. I fyrra var smálestin komin upp í 925 kr. Þessar tölur tala. En nú sækir að útlend verðhækkun sökum stríðshætt- unnar. Rúgmjöl hefir hækkað fram undir helming og ýmsar vörur, bæði matvara og byggingarefni, nokkuð í sönm hlutföllum. Hættan mesta fyrir Islendinga er, þegar vörur okkur á erlendum markaði eru stýfðar með hámarksverði, en vörur, sem við kaupum, hækka eptir bylgjugangi heimsviðskiptanna. ☆ ☆ ☆ Mjólkurframleiðslan á Suðurlandi vex hröðum fet- um. Þegar mjólkurskipulagið byrjaði haustið 1934, var neyzlumjólkin í kaupstöðunum miklu meiri en vinnslumjólkin. En nú eru um þetta breytt hlutföll. Neyzla mjólkur er 5 milljónir lítra. Vinnslumjólk var 2^2 milljón lílra, en er nú 7 milljónir lítra. Atvinnan við mjólkurframleiðsluna hefir stórum aukizt og tekjur bænda vaxið, eins og sjá má af því, bve mjög mjólkurmagnið hefir aukizt. Friður ríkir nú á yfir- borðinu í mjólkurmálunum nema lielzt í Borgarnesi. Kaupíelagið á mjólkurstöðina og vinnur úr mjólk fyrir félagsmenn. En utanfélagsmenn vilja fá að njóta þar hlunninda án þess að bera byrðarnar. Félags- stjórnin býður þessum mönnum að ganga í félagið, en þeir bika enn. Vonandi sjá þeir að sér og ganga hiklaust inn í fylkingu samvinnubændanna. Það ætti að vera þeim mun léttara, þar sem einn af þessum utangáttarmönnum er einn af fremstu bændum hér- aðsins og á þar, a. m. k. um eitt mál, merkilega sögu að baki sér i umbótabaráttu Borgíirðinga. ☆ ☆ ☆ Samvinnan er að leggja undir sig Reykjavík. Fram að yfirstandandi kreppu fannst höfuðstaðarbúum þeir liafa nóga peninga, og það tæki ekki að spara aura með því að vera í kaupfélagi. Fyrst reið Kaupfélag Reykjavíkur á vaðið í býrjun kreppunnar. I það fóru smá-atvinnurekendur og miðstéttarfólk. Félagið bj7rjaði á staðgreiðslu og liefir haldið henni, enda dafnað ár frá ári. Nokkru síðar byrjaði Pöntunar- félag verkamanna. Það hélt afarfast á staðgreiðslunni og tókst á þann hátt að komast yfir byrjunarerfið- leikana með lillum peningum og mjög takmörkuðu trausti. En nú skildu verkamennirnir fyrst sinn vitjun- artíma. Þeir liafa farið »í stríðum straumum« í félagið. Nú er sagt, að félagsmannatalan sé farin að nálgast 2000. Félagið hefir margar búðir og sívaxandi veltu. Ef það beldur fasl við staðgreiðsluna og verður ekki fyrir ó- væntum óhöppum, verður það innan skamms mjög áhrifamikið um alla nauðsynjavöruverzlun í bænum. ☆ ☆ ☆ í þessu liefti er sagt frá stóru og merkilegu kaup- félagi. Bændur í Austur-Skaftafellssýslu stofnuðu það rétl í lok heimsstyrjaldarinnar. En kreppan skall á félagið óviðbúið, og 1922, þegar Jón ívarsson kom þangað, var það í mikilli hættu vegna taps og skulda. Jón var í einu varfærinn og djarfur. Hann lánaði með gætni og innheimti allt, sem hann lánaði, og mikið af því, sem aðrir liöfðu lánað ógætilega á und- an honum. Nú er lcaupfélagið eina verzlunin í sýsl- unni, og kandstæðingar aupfélagsins verzla þar líka, af því verzlunin er hagstæð og ekki í önnur hús að venda. Nú í sumar er kaupfélagið að reisa sér ágæta búð, en skrifstofan á efsta lofti. Þórir Baldvinsson hefir teiknað liúsið. Verður það ein hin fegursta samvinnubúð á landinu og hentug að sama skapi. F-yrir fáum árum keypti kaupfélagið hina miklu útgerðarstöð, sem austfirzkir vélbátar nota á ver- tíðinni. Þórliallur Daníelsson kaupmaður hefir byggt í fyrstu ílest verzlunarliús kaupfélagsins og ná- lega alla útgerðarstöðina. Þórhallur hefir numið Hornafjörð, en kaupfélagið tekið við verki hans og gert það að almannaeign. Ef Skaftfellingar lialda áfrarn í félagsmálum sínum með jafnmikilli giftu og á undangengnum áratugum, þá verður sú sýsla á. margan hátt til fyrirmyndar. ☆ ☆ ☆ 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.