Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.01.1937, Blaðsíða 11
1. HEFTI SAMVINNAN Heimilið - Húsmæðurnar Störf, matreiðsla, siðir o. fl. Útlendingur, sem þekkir vel til á Islandi, spurði njlega: »Hvers vegna segja islenzkar húsmæður: ,Fyrirgefðu‘, þegar þeim er þakkað fyrir góðgerðir. l’ær eru svo myndariegar og gestrisnar, að svo auð- mjúkt svar sæmir þeirn illa.« Glöggt er gests augað. Venjan e r ærið gömul. Sú vöntun á sjálfstrausti, sem felst í þessu orði, stafar frá hnignunartima þjóðarinnar, þegar allir voru kúgaðir og kvenfólkið mest. Nú er öldin önnur og allir frjálsir. fá sýnist eðlilegra annað svar, sem lika er notað: »Verði þér að góðu.« ☆ ☆ ☆ Annað þekkt dæmi frá fyrri tímum er það, að húsmóðirin situr ekki til horðs með gestum sinum. f*etta er svo algengt, að það er liægt að ferðast dag eftir dag um byggðir landsins án þess að fá þá ánægju, að húsmóðirin drekki kafíi eða snæði með gestum. Jafnvel ungar konur, sem liafa alizt upp við frelsi og farið töluvert að heiman, taka oft upp þennan leiðinlega sið, þegar þær fara sjálfar að stýra heimili. Ef þess'ar konur vissu, hve mikla ánægju þær veita heimilisfólki og gestum með því að stýra borðhaldinu með manni sinum, þá myndu þær síður draga sig i hlé. Á héraðsskólunum hjálpast piltar og stúlkur að við að bera á borð og þvo borðbúnaðinn. Svona verður að vera á heimilunum. Hjónin geta hjálpazt að i fullu jafnrétti við að bera á borð, ef þau hafa enga aðra. I Englandi er það 'æfagamall siður, að húsbóndinn sker kjötið, sem framreitt er, og skiptir því milli gestanna, þar sem þeir sitja við borðið. Hér geta karlmenn vafalaust hjálpað til að halda við gest- risninni á eitthvað svipaðan hátt. Prófessor Ahlmann, Vatnajökulsfarinn, segir í bók sinni, að íslenzkar húsmæður, jafnvel hinir mestu skörungar, standi þögular og alvar- legar frammi við dyr til að hafa vakandi auga á því, að gestina vanti eklii neitt. ☆ ☆ ☆ Heilsufar manna er að miklu leyti bundið við þau skilyrði, er þeir húa við. Börn og unglingar þurfa kjarngóða fæðu. í hinu raka og nokkuð kalda loftslagi á íslandi þarf fólk að hafa kjarngóða fæðu, en hún Kvenf ólkið Bum u ornin getur verið einföld. Par sem riýmjólkin er seld daglega, hættir mönnum við að spara hana og láta það bezta burt úr búinu. í sumum samvinnumjólkurbúum er ekki tekið við nýmjólk frá neinu lieimili nema sex sinnum á viku, til þess að öll ný- mjólkin sé ekki flutt hurtu. En þetta þarf að gera alstaðar og meira til. Pað þarf að koma landsins eigin framleiðslu i meira álit. Islendingar þurfa að nota sína eigin góðu og hollu fæðu: Kartöflurnar, sildina, nj'injólkina, skyrið, smjöriðogostinn.Ágætur erlendur læknir, sem ferðaðist hér, sagði, að fyrir íslendinga væri skyrið jafn-holl og eðlileg fæða og ávextir fj'rir Suðurlanda- búa. Sætsúpan hefir á síðari árum rýmt út skyrinu, jafnvel í sveitum, en það er hin mesta afturför. Skj'rið þarf jafnan að vera þjóðréttur á íslandi. ☆ ☆ ☆ Á Eaugarvatni eru í vetur um 150 ungl- ingar.. Þar eru allir í bindindi um vín og tóbak. I’ar er ekki drukkið kaffi, en liver nemandi fær meira en lítra af nýmjólk daglega. Skólinn féltk um 20 tunnur af góðri Siglufjarðarsild i haust. Hún er á borðum daglega. Hvort nemendur kunna að meta hana eins og Svíar, er ekki gott að segja, en hún þykir góð og Ijúffeng fæðutegund. Mönnum finnst, að hér sé stcfnt að góðri íslenzkri matreiðslu. ☆ ☆ ☆ íslenzkar konur kunna prýðisvel að gera kökur og eru gjafmildar á þær. Hvar sem er á landinu í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum, fá gestír 5—10 kökutegundir með kaffinu. Dr. Johanne Cristiansen sagði réttilega, að »fínu« kökurnar væru »metn- aðarmál húsfreyjanna, en eyðilegging heils- unnar«. Þetta vita læknar, þegar þeir banna heilsulitlu fólki að borða sætar kökur, en ráðleggja einfalt og ósætt brauð. En húsmæður vilja gæða gestum sinum á því bezta, sem þær hafa milli handa, og á eftir »fínu« kökunum kemur svo oftast iborinn »búðingur« eða ávextir. En það fólk, sem lifir til lengdar á þesskonar fæðu, verður allt of holdugt og heilsulitið. Og þá kemur læknirinn og segir: Borðið smurt rúgbrauð, en forðist sætar kökur! Englend- ingar liafa te fyrir þjóðardrykk eins og fslendingar kaffi. En þeir gæta meira hófs en við. Það er siður í Englandi að drekka te kl. 5 síðdegis, og bjóða menn þá vinum sínum til sín. En þar sjást ekki okkar Munir úr íslenzkum skinnum Pað er gamall og góður siður að gefa vinum og skyldmennum jólagjafir. Flestum þykir mest gaman að fá jólagjöf, sem er sjaldgæf eða, sem gefandinn liefir sjálfur búið til. Hér á mj’ndinni sjást seðlaveski, og smámyndaalbúm gerð úr íslenzku sútuðu skinni. Muni þessa gerði kona i Reykjavík í frístundum sinum rétt fyrir jólin. Petta sýnir hvað fólk getur gert af fallegum munum úr íslenzku sútuðu sauðskinni, ef það er smekklegt, handlagið og vandvirkt. Skinnin eru sútuð í verksmiðju S. í. S. »finu« kökur. Á ensku teborði eru venjulega örþunnar, smurðar sneiðar, nokluið af ó- sætu kexi og ein »formkaka«. Oft er tveim sneiðum hvolft saman, en á milli er ein- falt lag af osti, kjöti, eggjum eða sardin- um. Enskt fólk er sjaldan holdugt sér til skaða, og. er liklegt, að það sé að þakka óbeit þeirra á sætum kökum. ☆ ☆ ☆ Barnalæknar og kennarar í Osló hafa brj’nt mjög fyrir foreldrum nauðsj'n kvöld- svefnsins fyrir börn. Gáfu þeir ekki alls fyrir löngu út skýrslu um þetta efni, og fer hér á eftir tafla um hæfilegan hátta- tima barna á skólaskyldualdri: Jlátlatími skólabarna: 8 ára barn má ekki hátta seinna en kl. 8 9 — — — — — —------------8 V* 10 — — — — — —------------8'/j 11 — — — — — — — — 8 3/4 13 — — — — — —------------9‘/4 14— — — — — —------------9'/s A. J. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.