Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1937, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.01.1937, Blaðsíða 5
1. HEFTI SAMVINNAN Oxford og Cambridge [Þessar tvær gömlu háskólaborgir Englendinga eru tiltölulega skammt norðan- og norðvestan við London. Þær eru mitt í frjósömum héruðum. Gegnum báðar borgirnar renna lygnar og lœrar ár í bugðum milii hinna fögru skólahverfa, og á ám ]i ssum eru iðkaðir hinir frægu kappróðrar háskólastúdentanna. Báðar háskólaborgirnar eru byggðar sem klausturskólar snemma á miðöldum. Flestar byggingar í báðum bæjunum eru i gotnesk- um stil, hin fegurstu liús, sem lykja um garða og grasvelli, scm líta út á vorin og sumrin eins og grænt silki. Veggir liáskólabygginganna eru hvítgráir af elli, en fá hlýlegan blæ af blöðum bergfléttunnar, sem klæðir ]iá stundum upp að þakbrún. Forn og sögurík tré teygj limkrónur sínar út yfir árnar. Þar cr æskan á bátum sínum, — stundum á flatbotnuðum bátum, sem t r stjakað áfram með langri stöng. Þar hefir margur nemandinn bók í hendi í bát sínum. En meira þyltir kveða að, þegar hinir öimjóu mahognibátar með átta róðrarmönnum þjóta eins og örv- ar eftir ánni. í Oxford eru um 30 sjálfstæð skólaheimili eða „col- leges“ og nálega jafnmörg í Cambridge. Hvert „college“ er heim- ur fyrir sig. Stúdentar og prófessorar matast í sama borðsal, ganga í sömu kirkju, hafa sama bókasafn og íþróttastöðvar. Hér liafa ríkir og menntaðir menn prýtt staðinn öld eftir öld. Hvert skólalieimili hefir í borðsal sínum málverk af sinum frægu inönnum. Þar eru minningar um Newton, Darwin, Wellington, Byron, Gladstone, Asquith, Baldwin o. s. frv. Saga Englands er skráð á þessa gömlu, gráhvitu múrveggi, og þeir vitna um það áhrifamesta uppeldi, sem sögur fara af. Lýsing sú af Oxford og Cambridge, sem hér fer á eftir i laus- legri þýðingu, er úr bók eftir þýzkan rithöfund af Gyðingaætt- um, sem var fangi á Englandi i heimstyrjöldinni, en ritaði siðan um England eina hina beztu bólt, sem rituð hefir verið um það merkilega land og þá merkilegu þjóð. Þýðingín er eftir Gerði Jónasdóttur. Ritstj.] Ensku háskólabæirnir Oxford og Cambridge eru ekki einungis merkilegir vegna þess, að þeir teljast með feg- urstu bæjum Englands og jafnvel Evrópu, heldur hins, að þeir eru ólikir öllum öðrum bæjum. Með þvi að skyggnast inn í séreinkenni þessara merkilegu borga fá menn nokkurn skilning á eðli ensku þjóðarinnar. Háskólarnir Oxford og Cambridge eru ekki aðeins glæsilegir útlits; þeir bafa geysilega þýðingu fyrir brezka heimsveldið. Þessi tvö „varsities“ (háskólar) eru eins og smíði þeirra, „the varsity man“ (háskóla- maður), mjög táknræn. Þeir hafa ekkert sameiginlegt með því, sent við á meginlandinu köllum háskólabæi, eða réttara sagt, þeir einir eru sannir háskólabæir. Stærstu háskólarnir á meginlandinu eru venjulega í höfuðborgunum og koma svo að segja ekkert við líf borgarbúa. Þegar þeir eru í minni bæjum eins og t. d. Heidelberg, gætir þeirra meira að vísu, en jafnvel slík- ur bær er ekki tiltakanlega frábrugðinn öðrum bæj- um, hvorki að útliti né í daglegu lífi. í Oxford og Cam- bridge er bærinn aðeins þýðingarlaus umgerð um há- skólann. Oxford og Cambridge eru gerólíkir háskól- um eftir skilningi fólks á meginlandinu, því að náms- iðkanir þar eru alls ekki sérfræðilegar. Það er sagt, að útlendingur nokkur, sem kom til Oxford, hafi beðið bílstjórann, sem hann fékk á járnbrautarstöðinni, að aka sér til háskólans. Bílstjórinn svaraði réttilega: „í þessum bæ er enginn háskóli." Oxford er nefni- lega ekkert nema háskólinn. Háskólar meginlands- ins eru stórar byggingar, oft margar saman, með deildum, áheyrendasölum og rannsóknarstofum. Þar aflar námsfólkið sér vissrar þekkingar og að lokum fær það sín prófskírteini. Það leigir sér herbergi úti i bæ og borðar á matsöluhúsum og lifir lífi stórborgar- mannsins eða smáborgarans eftir ástæðum. Háskól- arnir hafa engan áhuga fyrir stúdentunum sem mönn- um, þó það hindri vitanlega ekki prófessorana eða dó- sentana að sinna einstökum nemendum persónulega. Bæði þeir og stúdentarnir eru lausir og liðugir og kynnast fólki utan við þeirra hring, og kunningjar þeirra taka einnig frjálsan þátt í stúdentalífinu. Há- skólar meginlandsins eru í deildum, lögfræði-, lækna-, guðfræði-, og heimspekideilum samsvarandi iðn-, list- og músikskólum, sem einnig eru hreinir og bein- ar sérfræðistofnanir. Hvað viðvíkur tveim gömlu há- skólunum er það varla ofhermi að segja, að þeir líti á prófskírteini sem mjög þýðingarlítil skjöl. Lögfræði og læknisfræði er alls ekki lesin í Oxford eða Cam- bridge. Lögfræðinemar læra í „Inns and Courts“ í London. Læknanemar læra aftur á móti í einum af hinum mörgu nýju háskólum, og þar er London Uni- versity sá stærsti. Hann er byggður á 19. og 20. öldinni og gerólíkur tveim gömlu háskólunum. Guðfræði og heimspeki er að vísu hægt að lesa i „the varsities”, en það er ekki það, sem er aðalatriðið. Oxford og Cam- bridge eru stofnanir, sem hafa það verkefni og leggja alla áhrezlu á að ala upp fólk. England hefir frá alda öðli varðveitt höfðingjann sem fyrirmynd. Landinu er stjórnað af mönnum, sem eru höfðingjar eða látast vera það. Það, sem Englend- ingar krefjast fyrst og fremst af leiðtogum sínum, er það, að þeir séu „gentlemen", en ekki það, að þeir hafi sérþekkingu. Þeir virða „gentleman“ ákaflega mikils, en kunnáttumanninn ekki sérstaklega. En „gentleman“ er sérfræðingur í að stjórna, og það er þetta, sem hinn ungi Englendingur er alinn upp við frá blautu barns- 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.