Samvinnan - 01.03.1941, Síða 3
SAMVINNAN
35. árg . 3. hefti Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz. 10 hefti á ári. Kr. 2,50 til kaupfélaga
Rvík. marz 1941 Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Afgreiðsla: Edduhúsinu . Sími 2323
Hafnbann á íslandi
Mörgum hnyktti við, er þeir heyrðu, að í þýzka rík-
isútvarpinu hefði verið tilkynnt algjört hafnbann á
ísland. Fólki fannst þetta sem stríðsyfirlýsing,
að voldugasta herveldi heimsins hefði nú sagt vopn-
lausustu, varnarlausustu og minnstu þjóð heimsins
stríð á hendur. Engum gat heldur dulizt, að þetta
var alvara, því rétt áður var búið að skjóta niður
tvö íslenzk skip alveg fyrirvaralaust og myrða fjölda
lslenzkra sjómanna. Allt hafið, já, raunar meira en
hafið, hver fjörður og hver vík er lýst hættusvæði,
eftir orðalagi hinnar þýzku yfirlýsingar að dæma.
Þannig eru nú „vinarkveðjur“ hins ariska Þýzkalands
til hinnar litlu, „hrein-arisku“ þjóðar. Vér getum
skilið, að það hafi hernaðarlega þýðingu að setja
hafnbann áBretland,en að það hafi þýðingu fyrir gang
styrjaldarinnar eða úrslit, hvort við, þessir 120 þús-
und íslendingar, getum dregið að okkur brýnustu
lífsnauðsynj ar eða ekki, fáum vér ekki skilið.
Jafnframt því, sem hafnbanni er lýst á landið, láta
Þjóðverjar á sér skiljast, með því að lýsa hafnbanni
á „dönsku eyjuna ísland“, að hér sé um danska ný-
lendu að ræða, sem þeim sjálfum í rauninni beri, af
því að þeir hafi hertekið Danmörku. Af þessari yfir-
lýsingu er því ljóst, hverja stöðu Hitler ætlar okkur
í hinni „nýju Evrópu“.
En það er annað að lýsa yfir hafnbanni, heldur en
að framfylgja því, enda er það eina von vor. Þjóð-
verjar settu algjört hafnbann á Bretland þegar á
fyrstu mánuðum styrj aldarinnar, en þrátt fyrir það,
hafa skip okkar haldið uppi stöðugum siglingum til
Englands, án þess að hafa orðið fyrir verulegum
árásum, þar til nú fyrir skemmstu, sem kunnugt er.
Skip annarra þjóða og Englendinga sjálfra hafa
farið svo þúsundum skiptir til og frá Englandi án
þess að verða fyrir árásum. Og vonandi reynist hafn-
bannið á ísland ekki haldbetra. Því ekki erum við
vel settir, ef ekki er hægt að sigla að og frá landinu.
Að vísu er allmikill matarforði nú til í landinu, svo
að ekki er ástæða til þess að óttast, þótt siglingar
teppist einhvern tíma, og seint munum vér verða
sveltir inni, því svo mikil matbjörg er í landinu og
við strendur þess. Engin ástæða er því til að örvænta,
þótt hafnbann þetta valdi okkur vafalaust miklum
örðugleikum.
Sjálfsagt er að grípa til sparnaðarráðstafana og
láta matarskammtinn endast lengur en til var ætl-
ast, enda var hann svo ríflegur, að vel mun það hægt.
Við íslendingar höfum kunnað það fyrr að spara,
og svo mun enn um flest sveitafólk að minnsta kosti,
enda er nauðsyn að kunna það nú, ef verulega þrengir
að. Kaupstaðafólki, og þá einkum Reykvíkingum.hefur
oft verið borið það á brýn, að þeir spöruðu lítt, og
má það vel vera rétt, en ekki trúi ég öðru, en að þeir
kunni líka að spara, þegar þeir finna alvöruna og
þörfina á sparsemi og fullri aðgæzlu í notkun verð-
mætanna.
Hafnbannið hefur og að sjálfsögðu áhrif á afkomu
atvinnuveganna, því meiri örðugleikum verður bund-
ið að koma afurðum okkar á markaðinn en áður, og
má því jafnvel búast við einhverri verðlækkun á þeim.
Fiskveiðunum stafar þó meiri hætta af hafnbanninu,
heldur en landbúnaðinum, því mikill hluti landbún-
aðarvaranna selst innanlands, og hafa sölumöguleik-
ar þeirra aukizt við dvöl hins brezka hers í landinu.
Þrátt fyrir hið nýyfirlýsta hafnbann held ég, að
við íslendingar þurfum ekki mjög að kvarta,
samanborið við margar aðrar þjóðir, á meðan
við verðum ekki fyrir stórfelldum loftárásum, þótt
sárt sé að sjá á bak öllum þeim hraustu sonum lands-
ins, sem þegar hafa fallið fyrir ofbeldinu.
Hve örlagaríkt þetta hafnbann verður fyrir okkur,
fer vitanlega eftir því, hvernig „orustan um Atlants-
hafið“ fer. Vinni Þjóðverjar hana, verður hafnbann-
ið okkur þungbært og örlagaríkt, því þá geta þeir
framfylgt hafnbanninu og svelt okkur, ef stríðið
stendur í mörg ár, en tapi þeir þessari orustu, verður
hafnbannið að engu. Og rétt í því að þessar línur
eru skrifaðar, berast fregnir um það, að forsætisráð-
herra Bretlands hafi sagt, að hann mundi innan
skamms geta fært þjóð sinni þær fréttir, að „orust-
an um Atlantshafið“ væri unnin.
Gl. R.
35