Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1941, Side 8

Samvinnan - 01.03.1941, Side 8
SAMVINNAN 3. HEFTI Kaupfélag verkamanna á Akureyri Forvígismaðurinn. í sambandi við aldarfjórðungsafmæli Kaupfélags Verkamanna á Akureyri, vildi ég segja fáein orð um stofnanda félagsins og stjórnanda þess frá fyrstu tíð. Erlingur Friðjónsson er einn af hinum nafnkunnu bræðrum frá Sandi í Aðaldal. Hann óx upp í Þing- eyjarsýslu á þeim árum, þegar háð var hin þráláta barátta um verzlun héraðsins. Annars vegar var hin ríka, danska selstöðuverzlun á Húsavík. Hins vegar Kaupfélag Þingeyinga. Frændur og vinir Erlings voru á þeim árum einhuga stuðningsmenn kaupfé- lagsins móti dönsku verzluninni. Hann óx upp í and- rúmslofti baráttukenndrar samvinnu. Svo fór Erlingur á búnaðarskólann í Ólafsdal til Torfa, og var þar í tvö ár. Torfi var þá mikill braut- ryðjandi í héraðs- og samvinnumálum. Hann var að öllu samantöldu einhver mesti íslendingur, sem þá var uppi. í Ólafsdal var lögð stund á að kenna nem- endum hagnýt vinnubrögð, dugnað, fyrirhyggju og ráðdeild. Fáir kennarar á íslandi hafa mótað nem- endur sína jafn örugglega í þjónustu viðreisnarinnar í landinu, eins og skólastjórinn í Ólafsdal. Erlingur varð, eins og lærifaðir hans, smiður á marga hluti, áhugamaður um þjóðlegar framfarir og eindreginn samvinnumaður. Hann settist að á Akur- eyri og gerðist þar forkólfur í samtökum hinna varn- arlausu og sundruðu verkamanna. Þeir gerðu hann að leiðtoga í margháttuðum félagsmálum. Erlingur er nú elzti bæjarfulltrúi á Akureyri, og sá, sem á að baki sér íjölbreytt- asta starfssrigu. Hann hefur veriö eindreginn og ókvik- ull stuðningsmaður framfaranna í bæn- um. í hans tíð hefur Akureyri orðið hinn virðulegi höfuðstað- ur Norðurlands. Og bæjarstjórnin hefur átt góðan þátt í þeim framförum. Erlingur Friðjóns- son tók að sér mál- efni verkamann- anna í bænum með einlægni og ósér- plægni brautryðj - andans. Hann var forustumaður i verklýðs- félögunum og í bæjarstjórn. En það var ekki nóg. Þeir þurftu að eiga sitt samvinnufélag. Erlingur varð að skapa það og stýra því. Og stjórnin á þessu kaup- félagi hefur orðið sá þáttur í lífsstarfi hans, sem mest hefur hlotið af tíma hans og orku. Verður vikið sérstaklega að því starfi hans í öðrum þætti þessarar greinar. Fáir brautryðjendur fá mikla þökk fyrir störf sín. Svo er um Erling Friðjónsson. Margir verkamenn á Akureyri hafa farið aðrar og miður heppilegar leiðir. En Erlingur Friðjóns- son hefur haldið áfram sína leið og ekki litið til hægri eða vinstri. Og eftir tutt- ugu og fimm ár er hann, eins og fyrr, sí- starfandi fyrir sinn bæ, sitt verka- mannafélag og sitt kaupfélag. Trú- mennska hans, einlægni og þolinmæði við að berjast fyrir málstað, sem er yfir- gefinn af mörgum, mega gjarna verða til fyrirmyndar ungum samvinnumönn- um, sem innan skamms taka við störf- um og ábyrgð af hinum þýðingarmiklu brautryðjendum íslenzkrar samvinnu. J. J. Erlingur Friðjónsson Bárujárnsskúrinn, þar sem fyrsta verzlunin var.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.