Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1941, Side 10

Samvinnan - 01.03.1941, Side 10
SAMVINNAN 3. HEFTI Framh. af síðu 38. fyrr hafði ég sjálf átt þröskuld til þess að æpa á. Mér þóttu þessi tíðindi svo stórkostleg, að ég ákvað að segja Bronson þau. Þess vegna sagði ég við hann, þegar hann kom að skrifborðinu mínu daginn eftir: „Nú á ég ekki heima í borginni lengur, Bronson. Ég hef keypt hús.“ Hann brosti ástúðlega, á sama hátt og hann hafði brosað, þegar ég sá hann í fyrsta skipti. Hann svaraði, hlýlegri og aðlaðandi röddu: „Jæja, litla frú. Hafið þér keypt hús? Ég vona, að yður farnist vel í því húsi. Mér hefði þótt gaman að u Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en þá hringdi síminn. Ég var alltof sæl til þess að hugleiða, hvað hann átti ósagt, svo sæl, að ég gat í senn unnið verk mitt og hugsað um hugðarmál mín. Þessir dagar voru æfintýri líkastir. Ég fór á fætur fyrir allar aldir, til þess að sjá sólarupprásina, og þegar ég kom heim, tók ég til við að sáuma glugga- tjöld, raða bókum og leita að nöfnunum á trjánum í garðinum og grænu sprotunum, sem gægðust upp úr brúnni moldinni í blómabeðinu. Á hverjum degi sprungu út nýir knappar á rósarunnunum, og á hverju kvöldi gat að líta nýtt sólsetur. Ég get ekki lýst því, hve hamingjusöm ég var. Ég gaf mér ekki tíma til þess að matreiða, meðan sólin var að hníga til viðar, og fram eftir kvöldum gerði ég ekki annað en að horfa á stjörnurnar tendrast úti í himingeimnum og bíða eftir því, að tunglið kæmi upp. Það hlýtur að hafa verið hrifningin og hamingjan, sem gæddu mig þreki, því að ég nærðist einungis á smurðu brauði og kakaó, sem ég hitaði úti í garðinum og drakk við fornfálegt borð hjá eplatrénu. Len og Lovísa komu og voru hjá mér um helgar, og barnið kútveltist í grasinu og sleit sundur epla- blómin, sem fallið höfðu til jarðar. Ég átti hús og gat boðið til mín gestum, þegar mig fýsti. Ég öðlaðist sjálfstraust, sem hefði stappað nærri stærilæti, ef ekki hefði jafn feimin og hlédræg manneskja sem ég átt hlut að máli. menn ávaxtað sparifé sitt, og hefur þeim oft komið það að góðu haldi að eiga dálítinn vara- sjóð, þegar vel hefur árað, eða þegar þeir hafa þurft að kaupa sér eitt eða annað sér til bættrar af- komu. Innlánsdeildin hefur greitt nokkru hærri vexti en aðrar innlánsstofnanir, og hefur það því verið nokkur hagur fyrir félagsmenn, en jafnframt fyrir félagið, sem hefur þannig fengið nokkurt rekstursfé ódýrara en það hefði getað fengið annarsstaðar. Síðan innlánsdeildin tók til starfa hefur hún greitt um 50 þús. kr. í vexti Úthlutaður arður af viðskiptum Ég keypti ný föt vegna hússins míns: Bláan línkjól, sem fór vel við augnalit minn, til þess að vera í á morgnana, bláan kjól úr silki, með breiðu, skarlats- rauðu belti, til að vera í á kvöldin. Sólin hafði orpið gullnum blæ á litdauft hárið á mér, blærinn laðað roða fram í kinnarnar. Mér fannst ég vera ofurlítið nær því að vera falleg, heldur en nokkru sinni áður í lífi mínu. Ég held jafnvel, að Bronson hafi veitt at- hygli þessari breytingu, sem á mér var orðin, því að hann horfði á mig, þegar ég afhenti honum hand- ritin, bókstaflega horfði á mig, en það hafði hann sjaldan gert síðan forðum, að hann kallaði mig litlu frúna í fyrsta skipti. Húsið mitt hafði enn djúptækari áhrif á mig. Ef til vill var það vegna þess, að ég varð að eignast nýja von, þegar húsið, sem ég hafði lengi þráð, var komið í eigu mína, ef til vill var það af því, hve oft ég sá stúlkur og pilta leiðast eftir garðinum, að ég fór að hugsa meira en áður um ástina og elskhugann, sem ég hafði aldrei eignazt. Ég ímyndaði mér, að einn góð- an veðurdag myndi einhver koma gangandi eftir garðinum til þess að heimsækja mig, fyrst þessi sæg- ur fólks átti þarna daglega leið um. Þetta var unaðs- legur draumur. Ég trúði aldrei á þetta, en ég undi mér við slíka hugóra, þegar ég sat alein úti í garð- inum í tunglskininu og mér sýndist helzt, að helftin af æskulýð veraldarinnar gengi tvímenning, hlið við hlið, eftir vatnsveitugarðinum. Já, á tunglskinskvöldum fannst mér þessi von ekki svo fjarstæðukennd. Ég hugsaði aldrei um þess hátt- ar að deginum. En í glaða sólskini bar það til, að barið var að dyrum hjá mér. Ég var með fangið fullt af túlípönum, sem ég ætl- aði að láta í stóru blómsturkerin hjá arninum. Ég glopraði blómaknippinu út úr höndunum á mér á gólfið, þegar ég ætlaði að flýta mér til dyra. Ég tíndi blómin upp, áður en ég gaf mér tíma til þess að virða gestinn fyrir mér. Framh. á næsta hefti. við félagið og vextir af stofnsjóði nemur samtals 87 þús. kr. í þessi 25 ár, sem félagið hefur starfað. Þetta hafa félagsmenn sparað með viðskiptum sínum við félagið. Félagið hefur verið varkárt og ekki umsvifamikið til þessa, enda er þetta litla félag á starfssvæði Kaup- félags Eyfirðinga, stærsta og athafnamesta kaupfé- lags landsins. Rekstur félagsins hefur þó yerið ör- uggur, og hagur félagsins er góður. Fasteignir félags- ins eru metnar á 80 þús. kr„ og stofnsjóður félagsins og sameignasjóður nema um 95 þús. kr. Gl. R. 42

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.