Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Side 3

Samvinnan - 01.04.1945, Side 3
SAMVINNAN 4. heftl APRÍL 1945 XXXIX. árg. Frjálst eða þvingað uppeldi Frjálst eða þvingað uppeldi. Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði er nálega eini íslendingurinn, sem safnað hefur auði með því að vera kaupmaður í sveit. Hann átti son, vænan og vel gerðan, sem andaðist á miðjum aldri. Sá sonur hafði að nokkru leyti vaxið upp með Kaupfélagi Ey- firðinga, eftir aö Hallgrímur Kristinsson tók við stjórn Þess. Hann sá, hve djúptæk menningaráhrif félagsins voru í héraðinu. Eitt sinn, þegar tíðrætt var um starf- semi kaupfélagsins sagði ríki erfinginn á Grund: »,Kaupfélag Eyfirðinga hefur gert meira til að lyfta Eyjafirði með 10 ára starfi, heldur en góður skóli hefði getað gert á 100 árum. Uppeldisáhrif samvinnuhreyfingarinnar. Ég hygg, að það muni nú vera orðin alþjóðareynsla hér á landi, að hin margþættu samvinnufélög hafi komið til leiðar stórfelldum umbótum í þjóðlífi ís- lendinga. Kemur þar margt til greina. Fyrst og fremst hin réttláta skipting á afrakstri framleiðslunnar, vöruvöndun, bæði um innlenda framleiðslu og er- lendrar vöru, auknar tekjur almennings, aukin spar- semi og fyrirhyggja, aukin framför um hreinlæti og vinnubrögð, að ótöldu ábyrgu samstarfi um gagn- kvæma aðstoð, án þess að lama orku einstaklingsins. Aðstaða samvinnumanna í landinu er því sú, að þeir hafa bæði rétt og skyldu að taka mikinn þátt í öllum ráðagerðum og framkvæmdum, sem snerta Þjóðaruppeldið, ekki sízt, þegar á er sótt um van- hugsaðar stórbreytingar, sem geta orðið þess valdandi að grafa undan hornsteinum þjóðlegrar menningar. En samvinnumenn hafa auk þeirra óbeinu áhrifa, sem félagsstarfsemi þeirra hefur orsakað í landinu, átt meginþátt í að hrinda í framkvæmd þeirri einu hýskipan um skólaframkvæmdir, sem gerð hefur verið á íslandi. Er þar átt við héraðsskólana og hús- hfseðraskóla sveitanna. En yfirburðir þessara skóla stafa af því, að þeir byggja annars vegar á aldagam- alli reynslu þjóðarinnar, og bæta þar við nokkru af beztu þáttum úr reynslu uppeldis annarra þjóða. Það má með sanni segja, að héraðsskólahreyfing- in og hin nýja húsmæðrafræðsla hafi byrjað á Laug- um í Þingeyjarsýslu skömmu eftir að lokið var hinni fyrri heimsstyrjöld. Þar var hafizt handa að nota hverahitun í sambandi við skólahald. Þar reis fyrsti héraðsskólinn, fyrsta sundlaugin við skóla hér á landi og fyrsti þjóðlegi íslenzki húsmæðraskólinn undir forustu Kristjönu Pétursdóttur. Siðan barst héraðsskólahreyfingin víðar um landið. Risu þá hver af öðrum, skólarnir að Laugarvatni, Reykholti, Reykj- um í Hrútafirði og Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Skóli að Varmahlíð í Skagafirði er í myndun. Tveir eldri skólar, að Eiðum og Núpi í Dýrafirði, fengu sund- laugar, þar sem treyst var á rafhitun og hefði slíkt áreiðanlega ekki komið til greina í skólum fyrir efna- lítið fólk, hefði góð fyrirmynd ekki verið komin í hinum nýbyggðu héraðsskólum. Á sama hátt varð húsmæðraskóli Kristjönu Pétursdóttur til fyrirmynd- ar um slíkar skólastofnanir annars staðar á landinu og er víða unnið að undirbúningi slíkra skóla handa húsmæðraefnum landsins. Þessi dæmi nægja til að sanna, að samvinnumenn á íslandi eiga ekki að láta spilla þeim miklu framkvæmdum, sem þeir hafa haft forustu um í uppeldismálum þjóðarinnar. íslenzkt og austrænt uppeldi. íslendingar hafa sýnt mikla yfirburði í heimilis- uppeldi, svo að þar standa fáir þeim framar. Hefur þar jafnan verið lögð mest stund á sjálfstæði ein- staklingsins. Mikill hluti landnámsmannanna yfir- gaf óðal og ættland til að geta á íslandi notið per- sónulegs frelsis og sjálfstæðis. Landshættir styrktu þennan þátt í skapgerð íslendinga. Byggð varð að vera dreifð sökum staðhátta. Heimilið varð eining fyrir sig. Héraðið önnur eining og allsherjarríkið hin þriðja. En af þessum þremur einingum varð heimilið sterkast. Heimilið var ríki fyrir sig með miklu 107

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.