Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 5
4. HEPTI SAMVINNAN sótti fast á að komast aftur næsta vor til bónda, og fékk þá ósk uppfyllta. Hinn mikli flutningur kaup- staðabarna í iðjulausár heimavista^vdrksmiðjur í -sveit, var afsakanlegur á stríðsárum, til að forða börn- um frá loftárásahættu, en óafsakanlegt glapræði frá uppeldislegu sjónarmiði. Merkisbóndi á Suðurlandi, sem lætur börn sín vera 4 mánuði á heimavistarskóla í sveitinni, undir venju- legum skilyrðum, hefur sagt mér, að þessi tiltölulega stutta burtvera breyti börnunum, að sumu leyti í óhagstæða átt. Börnin losnuðu sálarlega frá fjöl- skyidunni og heimilsstörfunum. Upplausn fjölskyld- unnar byrjaði þá þegar. Þetta er mjög merkilegt atriði og hefur ekki verið veitt athygli sem skyldi, enda er nálega allt uppeldisskipulag landsins, eins og Það er nú, innflutt frá útlöndum, gagnrýnislítið. Hér- aðsskólarnir og hinir nýju húsmæðraskólar sveitanna eru einu íslenzkar framkvæmdir í skólamálum lands- ins. Ég hef nýverið í Ófeigi bent á íslenzkt úrræði, að því er snertir sumardvöl kaupstaðarbarna í sveit. ^ar er lagt til, að fólkið í kaupstöðunum og kaup- túnunum, sem á ekki aðgang að sveitaheimilum fyrir börn sín, verði að skapa sjálft myndarleg dvalar- heimili, ekki fjærri átthögunum, helzt á fallegri jörð við sjó eða vatn, þar sem hægt er að láta börnin, undir stjórn og eftirliti kennara, fást við margs kon- ar vinnu, við skepnur og báta, samhliða leikjum og fræðslu um náttúruna með viðeigandi ástundun þjóð- legra fræða. Miður holl áhrif frá Danmörku. Islendingar bjuggu um þúsund ára skeið í dreifbýli á ströndum og í dölum landsins. Alla þessa stund var heimilis skóli æskunnar, bæði um vinnubrögð og bók- nám. Ef frá eru taldir hinir fámennu skólar í Odda °g Haukadal, og latínuskólar biskupssetranna, var heimilisuppeldið eina menntabraut íslendinga. Skól- ar biskupssetranna og nám nokkurra fslendinga er- lendis var að vísu mjög nauðsynlegur og óhjákvæmi- legur liður í andlegri starfsemi þjóðarinnar, en þeir háðu aldrei beinlínis nema til mjög fárra manna af hverri kynslóð. Prestarnir höfðu hins vegar mikil áhrif og studdu heimilisuppeldið á mjög heppilegan hátt. hegar byggð fór að aukast við sjóinn, og kauptún °g kaupstaðir að myndast, hlaut að verða veru- leg breyting á uppeldismálunum, En þessi breyting Varð því með fremur lítilli forsjá. í stað þess að láta uPpeldi þéttbýlisins þróast á íslenzkum grundvelli, Varð hér aðallega um að ræða gagnrýnislitla eftir- stælingu af framandi uppeldisvenjum. Skólar voru settir á stofn, venjulega í lélegum húsakynnum, með ófullkomnum tækjum. Þar var eingöngu lögð stund á bókleg fræði, lexíulestur, yfirheyrslu og endursagn- ir. Um verklegt nám var ekki að ræða í þessum skól- um og heldur ekki íþróttir. Eina íþróttin, sem fs- lendingar höfðu stundað óslitið frá fornöld, glíman, lagðist niður, svo að segja óumtalað, í bylgju hins að- flutta, óathugaða skipulags. Það, sem einkenndi hina nýju skólaskipun, sem tók að þróast, eftir að kaupstaðarmyndun varð örari og þjóðin réði mestu um fjármál sín, voru dönsk á- hrif og fyrirmyndir. Meðan menntaskólarnir voru í Skálholti og á Hólum, og síðar á Bessastöðum, var uppeldið að mestu leyti á grundvelli forníslenzkrar heimilismenningar. En um leið og skólinn var fluttur frá Bessastöðum fyrir 100 árum, gerðist mikil stefnu- breyting. Formáli hinnar nýju skólasögu íslendinga var afhrópun Sveinbjörns Egilssonar, eftir að skól- inn var kominn til Reykjavíkur. Deiluefnið var það, að piltar vildu ekki þola hömlur á áfengisnautn sinni, og flæmdu einhvern mesta velgerðarmann ís- lenzkrar tungu frá skólanum. Eftir að hér var komið sögu urðu íslenzkir skólar fátækleg eftirmynd danskra menntastofnana. Barnaskólar, gagnfræðaskólar, menntaskólar og kvennaskólar var allt látið líkjast sem mest því, sem kennarar höfðu séð í Danmörku. Torfi í Ólafsdal hóf búnaðarskólastarf í rammís- lenzkum stíl og varð hinn mesti fremdarmaður. En dansk-menntuð yfirvöld vanræktu þá stofnun og komu henni loks á kné, en í þess stað voru gerðir bóklegir búnaðarskólar, þar sem nemendur áttu að verða vasaútgáfa af kandídötum frá búnaðarháskóla Dana. Um langa stund var íslenzk landbúnaðrfræðsla tveggja vetra bóklegt nám, án þess að snert væri á starfi í fjósi, hesthúsi eða við fjárgeymslu. Á sama hátt var skipulag barnaskóla.gagnfræðaskóla, kvenna- skóla og menntaskóla, allt aðfengið, og ekki byggt á grundvelli þjóðlegrar reynslu. Þannig hélt hin er- lenda sókn áfram þar til samvinnumenn hófu merki þjóðlegrar menningar með byggingu sundlauganna, héraðsskólanna og hinna nýju kvennaskóla, sem lögðu megináherzlu á verklega menntun. Síðan urðu menntaskólarnir fyrir sams konar áhrifum. Skóla- selin og námsferðir nemenda í þeim skólum var tilraun til að tengja menntaskólana að einhverju leyti við byggðina í dreifbýliinu og starfslífið í landinu. Héraðsskólalöggjöfin 1939. Héraðsskólahreyfingin spratt upp úr frelsisvakn- ingu æskunnar í byrjun aldarinnar og frá samvinnu- félögunum en hvort tveggja voru skilgetnar dætur fornar byggðamenningar. Héraðsskólahreyfing'm varð fyrir tvenns konar aðstöðuhagræði í upphafi. Annars 109

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.