Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Síða 6

Samvinnan - 01.04.1945, Síða 6
SAMVINNAN 4. HEFTI vegar að ísland átti mikinn jarðhita, og forgöngu- menn þessarar skólastefnu tengdu hinar nýju stofn- anir við jarðhitann. í öðru lagi höfðu forgöngumenn héraðsskólanna orðið fyrir gagnlegum áhrifum frá enskum heimavistarskólum er hafa að baki aldagamla þróun. Vegna djarfhyggju samvinnumanna ogjarðhit- ans íslenzka voru héraðsskólarnir reistir með stór- brotnu sniði, inni í dölum og út með ströndum landsins. Það þarf ekki nema að bera saman skóla- húsið á Hvanneyri, með kjallarainngangi og miðstöðv- arpípur hangandi í lausu lofti í borðsal, saman við Reykholtsskóla með þeim blæ, sem hæfir minningu Snorra Sturlusonar. Munurinn á þessum tveim skóla- húsum sýnir viðhorf þjóðarinnar til sveitafólksins. Kjallarainngangur í Hvanneyrar- og Kennaraskólann sýndi hvað á þeim tíma þótti sæma efnaminna fólki landsins. Inngangur Reykholtsskóla og byggingin öll sýnir stórhug þeirrar kynslóðar, sem stóð fyrir end- urreisn þjóðveldisins og þeirra framfara, sem voru nauðsynlegar til þess. Héraðsskólarnir voru reistir með framlögum ein- staklinga og héraða, með styrk úr ríkissjóði til bygg- inga og kennslu. Allt skipulag þeirra var byggt á sjálfsbjörg fólksins. Árið 1939 beittu þrír þingmenn sér fyrir þýðingarmikilli breytingu á héraðsskólalöggjöf- inni. Bjarni Bjarnason, Pétur Ottesen og sá, sem þstta ritar, fengu það lögfest að í þessum skólum skyldi stefnt að því, að þrískipta vinnudeginum milli bók- náms, líkamlegrar vinnu og íþrótta. Aldrei hafði fyrr i tíð núlifandi manna verið stigið jafn djarft spor í hagnýta átt um skipulag skóla, eins og í þetta sinn. Tilgangurinn var sá, að láta þessi stóru skólaheimili líkjast, undir nútímkringumstæðum, glæsilegustu fyrirmyndum íslenzkra sveitbyggða. Héraðsskólarnir eru nú á dögum það, sem hin fornu menntasetur í sveit voru fyrr á öldum fyrir þjóðina. Þjóðleg menning, íþróttir og kennsla í daglegum vinnubrögðum íslendinga fylgist að í þessum skól- um. Þar er lögð almenn undirstaða, sem síðar má byggja ofan á framhaldandi nám, bæði í bóklegum og verklegum efnum. Á sumrin verða þessir skólar héraðsgistihús og hressingarstaðir sveitanna. Kenn- ararnir starfa við skólana allt árið að margháttuðum verkefnum, sem fyrir hendi eru. Vegna styrjaldar- innar hefur ekki tekist að koma upp nægilega stór- um verkstæðum við héraðskólana til að fylgja eftir ákvæðum laganna frá 1939. Þó mun að miklu leyti verða bætt úr þessu í sumar í mannflestu skólunum. Fátt sýnir betur þörfina fyrir þessa hagnýtu vinnu- kennslu heldur en sú staðreynd, að í einu héraði, þar sem heima eiga um 4000 menn, hefur á síðustu árum ekki verið til nema einn maður, sem kunni að múrhúða steinhús. Og þetta er ekki einsdæmi. Ekki mun af veita, að fjölbreytt, verkleg kennsla komizt á í öllum héraðsskólum, og að hver stofnun sé undir sjálfstjórn héraðanna sjálfra. Nýbreytni Aðalsteins Eiríkssonar. Útlenda þvingunarstefnan í uppeldismálum færist nú í aukana og hyggst að fjötra öll börn og unglinga frá 7—15 ára í samfelldu yfirheyrslukerfi, oft þannig, að börnin verða mikinn hluta ársins tekin frá heim- ilinu, og foreldrunum og þau falin umsjá óviðkom- andi fólks, sem eins konar iðnvöruefni. Síðan á þving- unarfarganið að halda áfram um margra ára skeið, með þá æskumenn, sem festast í uppeldisvél mann- félagsins. Áður er bent á, hversu öll þessi aðferð er framandi fyrir íslendinga, sem hafa frá því land byggðist notið og viljað njóta mikils frelsis og sjálf- ræðis. — Nú vill svo til að einn af merkustu kennur- um landsins, Aðalsteinn Elríksson, fyrrverandi skóla- stjóri í Reykjanesi, hefur í verki vísað á allt aðra leið, og stórum heppilegri. Með 10 ára þrautseigu sam- starfi við mikinn fjölda dugandi manna við ísafjarð- ardjúp, hefur þessi uppeldismálaleiðtogi sýnt, hversu samræma má það bezta í heimauppeldi sveitanna, eftirlit prestanna eins og það var fyrr á öldum og nútímafjölbreytni héraðsskólanna. Aðalsteini Eiríks- syni tókst með eindæma dugnaði á fáum árum, þegar miklir fjárhagsörðugleikar voru í landinu, að koma upp í Reykjanesi við ísafjarðardjúp mjög fullkomn- um barnaskóla og héraðsskóla. Ungir menn og gamlir við Djúpið studdu málið af áhuga, bæði með mikl- um fégjöfum og stórfelldri gjafavinnu. Hið mikla afrek, sem framkvæmt var í Reykjanesi byggðist á sterkri forustu og almennri hrifningu, svo að unnt var að lyfta þessu Grettistaki. Aðalsteinn Eiríksson sameinaði skólaheimili og eftirlitskennslu.Börnin voru heima hjá foreldrum við vinnu og nám, eftir því, sem bezt hentaði, en dvöldu lengri og skemmri tíma í skólanum, og þau börn skemmst, sem mest var sinnt heima fyrir. Ef gott bókasafn er í barnaskóla eða unglingaskóla, geta nemendurnir, sem fá stuðning frá foreldrum sínum eða systkinum, lokið nauð- synlegri barnafræðslu að langmestu leyti í heim- ilinu, undir eftirliti og með hjálp kennaranna. Hér- aðsskóli Aðalsteins var eðlilegt áframhald barnaskól- ans. Þar var í einu mikil vinna og mikið frelsi. Nem- endur úr barnaskóla og héraðsskóla Reykjaness eiga nú þegar mörg gjafadagsverk á skólastaðnum, bseði við húsagerð og við að prýða og bæta staðinn á ann- an hátt. En nú stendur til að leggja kalda og dauða 110

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.