Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 10
SAMVINNAN 4. HEFTI Indland, hinn mikli og dýrmæti gimsteinn Bretaveld- is, í mikilli hættu. Þegar Evrópustríðinu lýkur og hin þrjú stórveldi, Bretland, Bandaríkin og Rússland, þurfa ekki að óttast Þjóðverja eða aðra stórþjóð stérstaklega, sem gæti orðið þeim ofjarl, er líklegt að þess verði ekki langt að bíða, að til átaka komi einmitt um þessi lönd — Arabaríkin fyrir botni Miðjarðarhafs. Ameríska-bandalagið. 1. Þegar Krímarráðstefnunni lauk flaug Stettinius ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna beint heim og stofn- aði þegar í stað til sameiginlegs fundar með öllum ríkjum í Vesturheimi. Sá fundur var haldinn í Mexiko. Að fundi þessum loknum var gefin út tilkynning, sem stórblaðið enska Manchester Guardian kallar „Historic declaration,“ eða heimssögulega yfirlýsingu. Það er kunnugt, að síðan 1823 hefur verið í gildi hin svonefnda Monroeyfirlýsing, kennd við Monroe þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hún er í megin- atriðum sú, að Bandaríkin lýstu yfir því, að þau mundu ekki fallast á, að neitt ríki utan Ameríku legði undir sig eða seildist til yfirráða í Vestur- heimi, og mundi því slík ásælni þýða ófrið við Banda- ríkin. í Monroe yfirlýsingunni var engin ábyrgð tekin á „innri“ viðskiptum Ameríkuþjóða, enda áttu Banda- ríkin sjálf nokkru síðar í löngum ófriði við Mexikó. í skjóli þessarar yfirlýsingar hins nýja stórveldis í vesturhveli jarðar, hafa Ameríkulýðveldin vaxið og dafnað, og engin erlend riki hafa lagt í að seilast þar til valda. Mexikó-ráðstefna Ameríkuríkj anna tók Monroyfir- lýsinguna til yfirvegunar og varð sammála um, að gera hana ennþá fyllri og þýðingarmeiri en nokkru sinni fyrr. 2. Það er athygglisvert, að Mexiko-yfirlýsing Ameríku- þjóðanna er gefin út sama daginn — 3. marz — og Kairo-yfirlýsing Arabaríkjanna. Enska stórblaðinu Manch. Guardian farast orð á þessa leið um atburð þennan daginn eftir: „Heimssögulegur og þýðingarmikill atburður gerð- ist í Mexiko City í gær. Á ráðstefnu allra Ameríkulýð- veldanna (nema Argentínu), sem þar er nú haldin, var undirritaður sáttmáli þeirra í milli, sem nefndur verð- ur „Act of Capultepec“ og er þess efnis, að öll ríki Norður-, Mið- og Suður-Ameríku skuldbinda sig til þess að ábyrgjast sameiginlega núverandi landamæri hvers annars, svo og að tryggja pólitískt sjálfstæði ríkjanna gegn ásælni 1 hvaða mynd sem er, og hvað- an sem hún kemur.“ Blaðið segir enn fremur: „Þetta spor er talið þýðingarmesti stjórnmálaat- burður á vesturhveli jarðar nú um langt skeið. Hing- að til hafa þjóðir Vesturheims aðeins tryggt gagn- kvæman stuðning gegn árás ríkis, sem ekki er á vest- urhveli jarðar, en með þessum nýja sáttmála tryggja þau hvert annað einnig gegn árásum „innan frá“, með því að skuldbinda sig til þess að slíta öllu fjár- hags og viðskiptasambandi við hvert það Ameríkuríki, sem rýfur friðinn og ræðst á aðra Ameríkuþjóð, svo og að leggja til herafla gegn því, ef þörf krefur.“ Eins og sjá má af þessum tilfærðu ummælum blaðs- ins er hér um mjög athygglisvert bandalag að ræða. Með þessum samningi hafa Ameríkuríkin gert tvennt. Annað það, að festa landamæri sín inn á við svo að nú getur hvert ríki verið óttalaust við árás frá ná- granna sínum, svo og tryggt pólitískt frelsi sitt, og er þetta frumskilyrði fyrir menningarlífi smáþjóða. Hitt er, að nú eru öll Amerikuríkin raunverulega eitt ríkjasamband út á við, svo að hvert það ríki utan Vesturheims, sem hyggst að fara með ófrið t. d. á hendur Bandaríkjamönnum má búast við að mæta sameinaðri mótspyrnu þeirra allra. Má hiklaust telja þetta einn hinn mesta stjórn- málasigur í allri sögu Bandaríkjanna. Þau hafa, með þessum samningi, tekið að sér að vernda innbyrðis friðinn á vesturhveli jarðar, en í stað þess fengið styrk allra Ameríkuþjóðanna í deilum sínum við aðrar þjóð- ir. 3. Allir munu vera á einu máli um það, að hin vafa- sama afstaða Argentinu hafi átt sinn þátt í því að flýta fyrir þessu bandalagi Ameríkuþjóðanna. Argen- tina hafði sýnt sig líklega til þess að hremma ná- granna sína, eða a. m. k. gera sér þá háða, og hún hafði sýnt Þýzkalandi samúð og jafnvel veitt því ýmsan, óbeinan stuðning eftir að Bandaríkin og fleiri Ameríkuþjóðir voru komnar í ófriðinn. Gekk þetta svo langt, að Bandaríkin og Bretland slitu stjórnmála- sambandi við Argentínu. En nokkru eftir Mexikoráðstefnuna lýsti Argentina yfir ófriði við Möndulveldin, og er hún nú einn aðil- inn að þessu bandalagi. Hér liggja þó vafalaust enn dýpri og alvarlegri rætur að en þessar, sem nefndar hafa verið. Fram undan er einhver stórfelldasta endurskipu- lagning á veröldinni, sem nokkru sinni hefur átt sér stað, og í þeirri skipulagningu og átökunum í sam- bandi við hana verða Bandaríkin einn aðalþátttak- andinn. Þeim er því nauðsynlegt að tryggja sér sem 114

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.