Samvinnan - 01.04.1945, Page 11
4. HEFTI
SAMVINNAN
ÁSMUNDUR HELGASON FRÁ BJARGI:
Austasti
höfði landsins
Það mun talið landfræðilega rétt, að Gerpir milli
Sandvíkur og Vaðlavíkur sé austasti höfði landsins.
Jafnan hefur þótt fiskisælt við Gerpi, eftir að
fiskur er genginn að Austfjörðum, helzt á handfæri.
En straumar eru þar afar harðir, og er því afar illt
að athafna sig með lóðir.
Flestir sjómenn munu kunna vel við sig með hand-
færi við Gerpi, ef fara má eftir því, hvað margir
bátar sækja þangað, þegar veður leyfir. Er það sízt
að furða, því að jafnhliða því að draga „þann gula“
má athuga hið fjöruga og fjölbreytta fuglalíf í klett-
unum og virða fyrir sér útlit og byggingu hamranna
í fjallinu, sem ekki mun víða eiga sinn líka á land-
inu. Þarna eru björgin lóðrétt frá stórstraumsflóði
upp á efsta tind.
Á Austfjörðum gengur Norðfjarðargnípa næst Gerpi,
en þegar kemur þar hátt upp í fjallið, fer að koma
allmikili flái á klettavegginn.
Ég man það, þegar ég var þar fyrst (um fermingar-
aldur) við færaskak að formaður minn varð oft að
niinna mig á að bráka. Ég hafði gleymt því, en var
að virða fyrir mér þetta meistaralega hlaðna fjall,
bezta aðstöðu fyrst og fremst í Ameríku og að geta
átt sem traustasta stoð í öllum ríkjum Vesturheims,
Évað sem að höndum kann að bera. Má í þessu sam-
bandi benda á kröfu Rússa, sem búist er við að gerðar
verði um, að fá 16 atkv. fyrir Sovétríkjasamb. á vænt-
anlegu alþjóðaþingi. Hafa Rússar nú komið þeirri
kröfu fram, að fá 3 atkvæði á San Fransiskó ráð-
stefnunni, en margir geta þess til, að þær breytingar,
sem Rússar hafa nú í undirbúningi og fara í þá átt,
að hvert sambandsríki í Sovétsambandinu taki upp
sérstaka utanríkisþjónustu og hafi sérstakan her,
hiuni gerðar í því skyni að auka atkvæðatölu Rússa
^ slíkum alheimsráðstefnum í framtíðinni. Glöggir
^enn hafa fyrir löngu spáð því, að eftir þennan ó-
trið muni þjóðirnar skipa sér í bandalög eftir ætterni,
tungu og sameiginlegum áhugamálum, meira en áður
hefur verið.
Þessi tvö bandalög, Araba og Ameríkumanna, benda
étvírætt í þá átt, að þeir spádómar muni ætla að
rætast. j g.
þar sem hleðslan byrjar niður við sjávarmál, og er
til að sjá sem veggur, hlaðinn lóðrétt úr grjóti með
sandtorfi á milli alla leið frá sjó upp á Hádegistind.
Mig minnir það vera 39 blágrýtis-klettabelti með
móbergs-lögum á milli, mjög mismunandi þykk, eins
og steinalög í veggjum eru vön að vera.
Þetta fannst mér þá sannarlegt listaverk á að
horfa, og þóttist ég sannfærður um, að guð hefði
verið góður vegghleðslumaður.
Yzti tanginn við Gerpi heitir Hamragarðar. Þar
skella á hinar risavöxnu bylgjur Atlantshafsins. Þær
mætast þar á klöpp einni og þeyta þá brimlöðrinu
marga faðma í loft upp og framleiða alla liti regn-
bogans í úða sínum, ef sól skín á leikinn. Það hefur
margur eytt tíma sínum, ef hann hefur verið stadd-
ur í afréttinni, við að horfa á þær hamfarir, er
þar fara fram, og virða fyrir sér litbrigði þau, sem
framkallast í löðrinu.
Þarna upp af eru brattar grasi skrýddar hlíðar,
umluktar klettum, og nefnast þær Sandvíkurafrétt.
Þar voru höfð geldneyti og kálfar til hagagöngu
á sumrum frá Sandvíkur-bæjunum, meðan þar var
mannmargt, 70—90 manns, og gripafjöldi í hlutfalli
við það.
Efst úr afréttinni liggur allbreið rák, nefnd Skála-
rák. Mun hún hafa hlotið nafnið af verbúðum
(skálum), sem þar eru skáhallt niður af Sandvík-
ur megin. Á hverju vori var rák þessi löguð svo
að unnt væri að koma stórgripunum í afréttina, sem
þar áttu að vera yfir sumarið.
Á næst hæstu brúninni, þar sem hengiflugin ganga
alla leið niður í sjó, er klettadrangur einn, sem
kallaður er Gunnusrípur. Öðrum megin við hann er
gjá, sem nær alla leið niður að sjó, nefnd Guðrún-
argjá.
Nöfn þessi, er sagt, að þannig séu til komin:
Stúlka ein að nafni Guðrún var sökuð um að
hafa borið út barn sitt, en vildi aldrei meðganga
það brot. Var hún höfð í ströngu varðhaldi á Sand-
víkurseli, en gekk laus. Dag einn, er mikið var að
gera þar við hey, slapp hún frá fólkinu, og var
ekki tekið eftir henni fyrr en hún sást halda upp
hlíðarnar hinum megin. Var þá þegar farið af stað
á eftir henni. En hún hélt áfram upp hjalla og
hlíðar og komst upp á brúnina hjá gjánni. Þá voru
115