Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Side 13

Samvinnan - 01.04.1945, Side 13
SAMVINNAN 4. HEPTI eftir að snjóa hefur lagt þar að mun. Dalurinn er jafnbrattur, þegar skarðsbrúninni sleppir, og gilja- faus. Skarðið er talið að vera um 700 m yfir sjómál. En vegalengd frá Vöðlum upp á skarð er tæpir 3 km. Upp af ímustöðum er ímudalur. Neðan við dals- mynnið eru brattar grasi grónar brekkur allháar, en dalurinn er mikið sléttur, þegar upp í hann er komið girtur klettabeltum á þrjá vegu og allgrösugur. Þótti ágætt að hafa þar kvífé, meðan þeir tímar voru. I þessum dal segir þjóðsaga, að tröllkona, íma að nafni, hafi búið og hafi dalur, tindur og bær fengið nafn sitt af henni. íma átti systur er Súla hét. Átti hún að hafa búið hinum megin fjallsins, inn af Við- firði. Þar heitir fjallið Súlur, og Súluhjalli neðan undir, þar sem Súla bjó. En ekki getur talizt búsæld- arlegt þar. Ofan til í ímudal er op í stefnu skáhallt undir fjallið, niður í jörðina, nefnt ímugat eða göng. Sú sögn fylgdi holu þessari, að þetta hefðu verið göng- in, sem þær systur notuðu, þegar þær voru að heim- s®kja hvor aðra. Átti því hitt opið að vera neðan við Súlur. Þegar ég kom þar síðast, 1893, var opið svo þröngt, að ekki var viðlit fyrir gilda menn að komast þar ihn. En gamalt fólk sagði, að í sínu ungdæmi hefði °pið verið svo vítt, að hvaða maður sem var hefði g.etað komizt niður í göngin, eins og það nefndi þau. Við smalar gerðum það af rælni okkar stundum að iáta hnullungssteina velta niður göngin. Þá heyrði hiaður lengi hljóð frá grjótinu og virtist það deyja ht í fjarlægð. A milli Karlsstaða og Viðfjarðar er lágur fjallvegur, hefndur Dys. Á sléttum fleti efst á skarðinu er hár grjóthaugur með grashleðslu í kring. Sagan segir. að þar séu dysjaðir 18 Spánverjar og einn íslend- ihgur. Af því að búið er að prenta þá sögu í fleiri en einni útgáfu, sleppi ég að segja hana hér. Sú trú íylgdi Dysinni, að hver sem færi yfir fjallið og fram já henni í fyrsta sinni, átti að varpa steini í grjót- hauginn, ef hann vildi vera viss um að villast ekki á fjallinu, er hann eða hún þyrfti síðar að fara yfir Það í dimmviðrum. Uyrir stafni Vaðlavíkur, við efstu brún fjallsins, Þar sem heitir Náttmálahnúkur, er allstórt vatn norð- an i fjallinu, fagurgrænt að lit, þegar það er íslaust. Nefnist það Grœnavatn. Mér fannst það lítill tími af árinu, sem þarna var íslaust. Þótt ekki sé sérlega vistlegt þarna. þá segir samt þjóðtrúin, að þar haf- lst við nykur — vatnahestur — með öfuga hófa. Hlýtur vatnið því að vera djúpt. Sama þjóðsaga Segir, að nykurinn (sem á fleiri nöfn), hafi fyrst átt heima í Víkurvatni, sem er sunnar og neðar í fjallinu. í því vatni var töluverð silungsveiði, en illt þótti að eiga við veiðiskap með slíka óvætt sem nykurnn í vatninu. Menn, sem þar áttu hlut að máli, leituðu liðsinnis prestsins á Hólmum til að koma óvætt þess- ari úr vatninu. Prestur kvað það mundi ekki auðgert að koma vatnaskratta þessum burt, en sagðist skyldi koma út eftir og sjá, hvort hann gæti nokkuð að gert. Að litlum tíma liðnum fór prestur svo til Vaðla- víkur. Þá stóð svo á í Vaðlavík, að þar voru tvö börn óskírð. Sagði prestur þeim, sem börnin áttu, að koma með þau inn að Víkurvatni, því að hann ætlaði að skíra þau þar vegna þess, að sér segði svo hugur um, að ófreskja sú, sem í vatninu væri, mundi lítt kunna við sig í því, eftir að hafa fengið á það vígslu í nafni guðlegrar þrenningar. Aðstandendum þótti þetta ær- in fyrirhöfn, en gerðu þó eins og prestur bauð, og fleiri fylgdust með. Prestur byrjar svo athöfnina og færist í aukana í ræðunni. Skírir svo börnin upp úr vatninu sjálfu. Fór þá brátt að sjást ókyrrleiki á yfirborði vatnsins og litlu síðar sáu menn stóran apalgráan hest koma upp úr vatninu lengst í burt frá þeim stað, þar sem skírnarathöfnin fór fram. Hljóp hann með ótrúlegum hraða norður og upp fjallið. Þeir, sem fóru á eftir, sáu það síðast til hans, að hann steypti sér í Grænavatnið efst í fjallinu. Prestur blessaði svo yfir Víkurvatnið. Síðan hefur ekki orðið vart við óvætt þessa, þó veiddur hafi verið silungur í Víkurvatni árlega. En ýmsir menn hafa talið sig sjá nykurinn síðan, en ekki alltaf með sama lit. Síðast er talið, að hann hafi sézt sumarið 1867. Það var á sólskinsdegi, er verið var að flytja þurrhey ofan úr fjalli á Karlsstöðum. Það var laust eftir há- degi, að maðurinn, sem fór á milli með heybandshest- ana ,tók eftir því, að rauður hestur kom eftir veg- inum, sem hestarnir voru teymdir eftir. Hann hugð- ist að ná hestinum og hafa hann til reiðar í milli- ferðunum. En sá rauði var ekki alveg á því að láta taka sig og tók sprettinn í öfuga átt, upp í Dysjar- dal, og sýndist manninum hesturinn eitthvað frá- brugðinn öðrum hestum að stærð og látæði. Uppi á Dysjardal sátu tveir drengir, 15 og 10 ára, yfir ásauðum. Þeir sáu hestinn koma í hægðum sínum upp dalinn. Kom þeim saman um að ná klárnum og fá sér góðan sprett á honum eftir Dysjardalnum, sem er vel sléttur og hinn ágætasti skeiðvöllur. Drengirnir hugðust nú ná honum með því að kreppa hann að háum bakka, sem þar er, og lítt sýndist fær ófleygum skepnum upp að fara. En er sá rauði sá aðfarir drengjana, rennir hann sér á brattan bakk- ann og upp hann sem sléttur völlur væri, síðan upp snarbratta melbrekku allháa með smá-„klettrum“. Þegar hann kom upp á brekkubrúnina, sneri hann 117

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.