Samvinnan - 01.04.1945, Side 14
SAMVINNAN
4. HEFTI
sér við í átt til piltanna. Þá fannst þeim hann svo
ógurlegur, að þeir sögðust hafa orðið hræddir. Fax
og tagl sýndist þeim mikið meira en á öðrum hestum.
Milli þessara vatna, er ég hef nefnt, er alllöng leið.
Eru þar á meðal tvö smáskörð sem nefnd eru Simbu-
skörð. Þjóðsagan segir, að nafnið sé þannig til komið:
Þegar verzlunarstaðurinn var á Breiðuvíkurstekk,
sóttu menn af Barðsnesbœjum og Viðfirði þangað
vörur sínar og fóru að vetrarlagi um þessi skörð,
því að það var styttra en Heiðin. Það var eitt sinn
seint um haust, að menn af nefndum bæjum, bæði
karlar og konur, voru að koma úr kaupstaðarferð.
Þar á meðal var stúlka frá Stuðlum, Ingibjörg að
nafni, heldur veikbyggð. Þegar kom upp á fjallið,
var komin grenjandi stórhríð með frosti. Ingibjörg,
sem var heldur illa klædd að skjólfötum, varð brátt
innkulsa, svo að hún varð að leggjast fyrir norðan
við syðra skarðið. Samferðafólkið varð að skija þar
við hana með litlu eða engu lífsmarki. Varð hún þar
úti. Það var um hana sagt, meðan hún var hér á
jarðlífssviðinu, að hún hefði verið svo smámælt, að svo
heyrðist sem hún segði „Simba“ þegar hún nefndi
Imba, og af því hlaut skarðið þetta nafn. Það þótti
fljótt bera á því, að Imba væri nokkuð jarðbundin.
Töldu margir sig verða hennar varir, en ekki er þess
getið, að hún gerði neitt mein af sér. Þó minnkuðu
umferðir um skörðin, hver sem orsökin var. Ég hef
verið tveimur mönnum samtíða, sem töldu sig hafa
séð Ingibjörgu í fullri- líkamsstærð. Þeir lýstu henni
þannig:
Meðalkvenmaður á hæð heldur holdgrönn, dökkt
hár, ljós yfirlitur, blá augu. í svörtu pilsi og dökkri
treyju. Fötin virtust mjög slitin.
Úr Víkurvatni rennur Kirkjubólsá í sjó fram
fyrir utan Kirkjuból og skiptir löndum. Á þeim ár-
um, sem ég ólst þar upp og áður, var allgóð silungs-
veiði í ánni, enda mátti lítið veiða þá öðruvísi en
i lagnet. Hélzt veiði þá nokkuð jöfn árlega. Síðar
var farið að gera nokkuð að því að draga fyrir í
ánni. Veiði í ánni hefur minnkað í seinni tíð, hver
sem orsökin er.
Suður frá Karlsstaðabænum, í Kirkjubólsfjalli of-
an við sléttlendið, er smá hellir eða sundurgliðnað
bjarg að neðan, nefnt Eiríkshellir. Það er sagt, að
nafnið sé þannig til komið, að sakamaður einn, að
nafni Eiríkur, átti að hafa dvalið þarna alllengi með
hjálp bóndans á Karlsstöðum og vitund bóndans á
Kirkjubóli. Hellirinn er svo stór, að talið var, að
þar gætu legið inni um 30 sauðkindur af meðal-
stærð. Innst í honum er smáop að öðrum helli horn-
rétt við stefnu hins. Þar inni er gott rúm fyrir held-
ur lítinn mann til að sitja, en kolsvartamyrkur er
þar. Til að sjá er þetta eins og stór klettur, og ekki
sér í dyrnar, nema komið sé að þeim, því að grasi
vaxið barð hylur þær.
Önnur saga fylgdi þessum helli. Hún var sú, að
útileguköttur hafði verið þvældur inn í hellinn, en
fannst þar ekki. Litlu síðar sást kötturinn koma út
úr Teitsárhellinum, sem er beint á móti hinum meg-
in í fjallinu, nokkuð langt fyrir utan bæinn Karls-
skála. Segir sagan, að þá hafi kattarhróið verið orð-
ið hárlaust, þegar það var búið að fara gegnum
fjallið!
Á fjallseggjunum er Snæfuglinn. Af kolli hans
er viðsýni mikið, og allgott að klífa upp á hæstu
brún hans. Gamlir bændur sögðu, að það yrði að
vera 5 stiga hiti á R. í byggð til þess, að ekki
snjóaði á Snæfugl. Niður af Snæfuglinum í Krossa-
neslandi, sem snýr að Reyðarfirðinum, er alllangur
hjalli, en ekki mjög breiður, í daglegu tali nú nefnd-
ur Valahjalli. Pabbi minn, sem var fæddur og alinn
upp á Krossanesi, sagði mér, að sér hefði verið sagtr
að hann héti Völvuhjalli. Hann sagði mér eftirfar-
andi sögu um tilefni nafnsins. Á hjallanum er renni-
sléttur grasflötur allstór. Þar er tóttarbrot nefnt
Völvutótt. Þarna átti valva ein að hafa átt heima
endur fyrir löngu. Skammt þaðan er tær uppsprettu-
lind. Annars virðist nú ekki vera þar mjög búsæld-
arlegt. Þegar valvan fann burtfarartíma sinn úr
heimi hér nálgast, bað hún þess, að hinar jarð-
nesku leifar snar yrðu jarðsettar á einhverjum þeim
stað, þar sem bezt væri útsýni yfir Reyðarfjörð. Ef
það væri gert, sagðist hún skyldi sjá svo fyrir, að
svo lengi sem nokkur flís af beinum sínum væri
óbrotin, gæti engum útlendum reyfurum tekizt að
ræna fólki, fénaði, eða fjármunum manna innan
þess fjallahrings, sem umlykur Reyðarfjörð. Þetta
var gert og líkama hennar valinn legstaður við veg-
inn á Hólmahálsi, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarð-
ar. Það eitt er víst, að hvergi í byggð sést betur yfir
Reyðarfjörð en þar. Leiðið sést þar enn, grasi gróiðr
við veginn og nefnist Völvuleiði. Þetta loforð völv-
unnar hefur þótt endast vel, sérstaklega þegar Tyrkir
komu hingað til lands og rændu fjármunum og fólki
og drápu marga menn á Austfjörðum nema á Reyðar-
firði. Út af honum var svo sterkur norðvestan storm-
ur, að skip þeirra og bátar, sem reyndu að ná þar
landi, urðu frá að hverfa og hrakti til hafs. ÞannigT
fóru þeir bónleiðir til búðar eftir margendurteknar
tilraunir, sem þeir að sögn gerðu til að ná land-
göngu við þennan stærsta fjörð á Austurlandi. Þá
skal þess getið hér, sem satt er, að það var ofan við
þennan hjalla, sem þýzka herflugvélin rakst á kletta-
belti um vornótt i maí 1940, og fimm menn fórust
og vélin mölbrotnaði.
118