Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Síða 17

Samvinnan - 01.04.1945, Síða 17
4. HEFTI SAMVINNAN manns verður líka varanlega ofið inn í ævisögu fá- mennstu menningarþjóðarinnar í heiminum. Við ís- lendingar eigum Roosevelt meira að þakka en nokkr- um öðrum erlendum valdamanni. í nálega sjö aldir hafði íslenzka þjóðin verið vansæl undir pólitískri forustu tveggja frændþjóða. í vor sem leið var þessi gamli fjötur slitinn og þjóðveldið endurreist. Þann sigur má íslenzka þjóðin að mjög verulegu leyti þakka forseta Bandaríkjanna. Án hans framgöngu hefði Hitler sigrað Evrópu og íslenzka þjóðin verið lögð á hinn sama kvalabekk, sem Danir og Norðmenn þekkja af reynslu undangenginna ára. Hervernd Breta bjargaði íslandi frá innrás eftir að Noregur og Danmörk voru læst í járnkló kúgarans. Þá gerði Roosevelt herverndarsáttmála sinn við ís- lenzku þjóðina vorið 1941. Bandaríkin vörðu landið, fyrir sig að vísu, en án þeirrar verndar hefði íslenzka Þjóðin nú verið lögð í þúsund ára hlekki. Banda-r ríkin sendu hingað afbragðs herforingja og her- liö, sem hvarvetna bar það með sér, að það þjónaði miklu gdfugmenni á valdastóli. Bandaríkjaþjóðin keypti framleiðslu íslendinga til hernaðarþarfa, og seldi íslendingum það, sem þeir þurftu til starfs og viðurhalds. Þegar vant var skipa til aðflutninga, bættu Bandaríkin úr því, þó að í mörg horn væri að hta. Undir farsælli hervernd Roosevelts forseta var hér friður í landi og ljós aldrei slökkt í bæ eða borg vegna hernaðarins. Hér varð auðsæld og velsæld meiri on í nokkru öðru landi heimsins. Þegar stríðinu lýkur eiga íslendingar allmikla fjársjóði að mestu leyti frá Bandaríkjunum, sem geta gert ísland að miklu fram- faralandi, ef þjóðin kann með að fara. Góðir þykja mörgum fjármunir þeir, sem fengnir eru með skiptum við Bandaríkjamenn, en dýrmætari hefur þó verið vinátta þeirra. Islendingar vildu verða fimmta alfrjálsa þjóðin á Norðurlöndum. En því máli hafði verið seinlega tekið frá hálfu þessara frændþjóða, og var fátt þar að þakka, rema góðar tillögur eins Dana, Christmas Möller. En Roosevelt skildi óskir íslendinga. Hann gaf Al- Þingi og ríkisstjórninni fyrirheit um stuðning við lýðveldismyndunina, og efndi það heit svo sem bezt mátti verða í vor sem leið. Hann vildi gera veg ís- lands sem mestan á þessum frelsistökudegi og varð fyrstur allra þjóðhöfðingja til að senda að lýðveldis- stofnuninni á Þingvöllum sendiherra með umboði, sem veitt er í skiptum stórþjóða. Fylgdu aðrar Þjóðir þessu fordæmi og varð íslendingum hin hiesta liðveizla að allri sambúð við Bandaríkin á tímum þeirrar miklu frelsisbaráttu, þar sem Roose- velt forseti var einn hinn þýðingarmesti leiðtogi. Nú hafa jarðneskar leifar hins mikla forseta verið lagðar til hvíldar í blómagarðinum á ættaróðali hans. Dagsverki hans er lokið. Hann hafði gefið frjálsum þjóðum fordæmi um hversu þær geta leyst sín mestu vandamál. Hann átti meginþátt í að bjarga frelsi þjóðanna, þegar það var í mestri hættu statt. Og hann átti meiri þátt ,heldur en nokkur annar erlend- ur maður, í því, að gera íslendingum unnt að ná aftur fullu frelsi eftir margra alda kúgun. Þegar Jón Sigurðsson hafði haldið einhverja á- hrifamestu ræðu sína á Alþingi í sókn fyrir frelsi íslendinga, sagði Benedikt Sveinsson: „Þessi maður ætti að lifa eilíflega." Þessi bæn hefur oft orðið að veruleika. Göfugmenni þjóðanna lifa eilíflega. J. J. Myndin gœti minnt á það, að hafísinn getur gert fleirum skráveifur en okkur íslendingum. — Stórt amerískt farþegaskip hefur rekið stefnið í borgar- ísjaka á siglingaleið nálægt Nýfundnalandi. Það hef- ur bögglazt og beygzt eins og það vœri úr blikki. Samt komst það heilu i höfn. 121

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.