Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Page 18

Samvinnan - 01.04.1945, Page 18
SAMVINNAN 4. HEFTI V E R K I N T A L A Norðmenn eiga eina byggingu, sem öll þjóðin telur meðal sinna dýrmætustu eigna. Það er dómkirkjan í Þrándheimi. Á kaþólskum öldum var erkibiskupsstóll 1 Niðarósi, og laut ísland um langa stund valdi þeirra 57. Dómkirkjan í Þrándheimi. biskupa. Safnaðist þessum erkistóli mikill auður og að nokkru leyti héðan frá landi. Þótti ekki annað hæfa höfuðsetri norrænnar kirkju en að mikil og fögur dómkirkja væri á erkbiskupssetrinu. Norðmenn fengu enska byggingafræðinga til að standa fyrir kirkjugerðinni, og ber Þrándheimskirkj a glögg merki enskra áhrifa. Var lengi unnið að þessari kirkjusmíð og einna mest á þeim tíma, þegar Hákon gamli var að beygja íslendinga undir vald sitt. Þegar kirkjan var nálega fullgerð, laust fyrir miðja 14. öld, eyði- lagðist hún að mestu leyti í stórbruna. Var hún svo endurreist, en skemmdist hvað eftir annað af eldi. Eftir að Norðmenn komu undir stjórn Dana, fór land- inu að hnigna. í styrjöldinin við Svía varð Þránd- heimur hvað eftir annað fyrir heimsóknum óvina- hers. Varð kirkjan því aumari, sem lengur leið, og loks var þar komið, að flatt þak var sett á eina álmu hennar, og sú bygging notuð sem hesthús fyrir reið- skjóta sænskra riddara. Eftir að Norðmenn endur- heimtu að mestu frelsi sitt 1814, byrjaði þjóðin að rísa á legg að nýju. Höfuðkirkjan í Þrándheimi var þá í sem mestri eymd og niðurlægingu. Um 1870 ákvað þingið að endurreisa hina fornu dómkirkju og hefur veitt til þess allmikið fé árlega. Voru valdir hinir snjöllustu menn í hverri grein til að standa að endurbyggingunni. Gjafir hafa streymt til kirkjunn- ar úr öllum löndum, hvar sem Norðmenn dvelja í heiminum. Ef ekki hefðu dunið yfir Noreg hörmung- ar stríðsins, myndi þjóðin hafa endurbyggt Þránd- heimskirkju á einni öld. Stríðið tefur fyrir því verki, en metnaður Norðmanna mun bjarga málinu. Mynd sú, sem hér er sýnd, nær yfir mest af því, sem búið er að endurbyggja, en mikið er enn ógert. Það má segja, að íslendingum sé illa í ætt skotið um frænd- 58. Dómkirkjan i Florence. Aðaldyr og turn. 122

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.