Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.04.1945, Qupperneq 19
4. HEPTI SAMVINNAN semi við Norðmenn. Þeir endurreisa sína höfuð- kirkju með heillar aldar taki, en íslendingar láta sér sæma að hafa fyrir höfuðkirkju umrætt guðshús, sem erlendir menn reistu hér, meðan bærinn var danskt smáþorp. Myndi hitt vera betur sæmandi frjálsri þjóð, að hefja sem fyrst byggingu íslenzkrar kirkju í höfuðstað landsins. Nú víkur sögunni til Ítalíu, móðurlands listanna. 59. Dómkirkjan í Florence. Hliðmynd. Gotneski stíllinn fluttist þangað til lands, sem út- lend tízkualda, frá Frakklandi og Þýzkalandi. Var all- mikil tregða frá hálfu ítala að taka við framandi listastefnu, því að þjóðin var vanari að veita en Þiggja í þeim efnum. Þó fóru svo leikar, að ítalir toeygðu sig fyrir þunga aldarandans, en þeir tóku ekki á möti nema því, sem þeim þótti við eiga, þegar tillit var tekið til fornra mininnga, landlags og veðuráttu. Gotneski stíllinn er þess vegna hvarvetna á Italíu með þjóðlegum einkennum. Kom hreyfingin síðar til Ítalíu heldur en stóru landanna norðar í álfunni, en á Ítalíu byrjaði nýjung endurreisnar- stefnunnar. Sjást þess glögglega merki bæði á dóm- kirkjunni í Florence og kirkjunni í Siena, að hvolf- hjálmur mikill er á báðum þessum kirkjum, þó að Þser séu að öðru leyti með gotnesku byggingarlagi. Voru hvelfingar þessar reistar eftir að hin nýja tízka endurreisnartímans var tekin að ryðja sér til rúms. Italir hafa fremur en flestar aðrar þjóðir hallazt að því að hafa kirkjuturninn ekki áfastan meginbygg- lr>gunni. Sézt þetta glögglega á kirkjunni í Florence. Er sama skipun að þessu leyti á Markúsarkirkjunni 1 Feneyjum, þó að þessar tvær kiikjur séu að öðru leyti mjög ólíkar. Megineinkenni gotneskra kirkna horðan Alpanna var hin heiminleitandi þrá þeirra, sem reistu húsin. Veggir, súlur, þök og turnar virtust vera steingerð ósk fólksins um að komast sem næst himninum frá syndum spilltu jarðlífi. Á Ítalíu er þessu öðruvísi háttað. Þar unir fólkið allvel lífi sínu undir suðrænni sól og hefur aldrei haft hneigð til að láta listina tákna jarðneskt eirðarleysi. Norðan Alpa leituðust byggingarmeistararnir við að láta glugga, með litsterkum málverkum, ná frá gólfi upp undir veggbrún, þó að hliðarveggirnir yrðu á þann 60. Dómkirkjan í Siena. hátt of veikir, svo að þeir þurftu að fá stuðning frá súlnaröðum, sem tengdar voru við vegginn með létt- um steinbogum. Má glögglega sjá þetta byggingarlag á Notré Dame í París og Kölnar-dómkirkju. í Flor- ence og Siena eru engar styrktarsúlur við veggina. Hliðmyndin af kirkjunni í Florence sýnir, að þar er fátt um glugga, nema ofarlega á miðhvelfingunni. Gætti jafnan í gotneska stílnum á Ítalíu hálfbog- anna og hringlaga glugga. Það voru leifar frá blómatíma Rómverja, sem urðu síðan föst einkenni í húsagerð endurreisnartímans. ítalir voru auðugir að byggingarefni, ekki sízt marglitum marmara. Skiptast á í kirkjuveggjum og turni kirkjunnar i Florence lög úr hvítum og rauðum marmara, en I Siena hefur byggingarmeistarinn notað saman svartan og hvítan marmara. Á báðum stöðum er litbrigðum marmarans beitt með stórfelldri listrænni innsýn um það hversu bezt má ná ákveðnum fegurð- aráhrifum. - ítalir byggðu sínar fögru kirkjur í samrærjú við fornar erfðavenjur frá Miðjarðarhafslöndunum. Þar blasir við augum hin samstillta en hófsama fegurð. Byggingarnar eru ekki himingnæfandi. Þökin sjald- an brött eða há. Forðast að hafa styrktarsúlur,. ef unt er að komast hjá því. Veggirnir þykkir og sterkir. Gluggarúmið fremur lítið, meðal annars til þess, að 123

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.