Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Page 20

Samvinnan - 01.04.1945, Page 20
SAMVINNAN 4. HEFTI JÓN GAUTI PÉTURSSON: Hollustuhættir þjóðarinnar i. Ef gera ætti verulega skil því efni, sem felst í þess- ari yfirskrift, yrði það langt mál og margþætt, því að hún tekur meðal annars til híbýlakosts og hrein- lætis, atvinnuskilyrða og íþrótta, matvæla, klæðn- aðar o, s. frv. Hér verður þó einungis mataræðið gert að umtalsefni. Skal þegar í upphafi tekið fram, að ekki er hér byggt á fræðiathugunum á eigin raun, en málefnið einungis sett fram frá sjónarmiði leik- manns, sem virt hefur fyrir sér ástand nútímans í þessu efni, í ljósi almennrar þekkingar og fræðslu, sem hver maður hefur aðgang að. Enda þótt mjög mikið hafi áunnizt á síðustu ára- tugum í baráttunni við ýmsa sjúkdóma, sem herjuðu fyrri kynslóðir íslenzku þjóðarinnar, er það þó margra manna mál, að aðrir hafi ágerzt mjög ískyggilega í hinna stað, einkum meltingarsjúkdómar, botnlanga- bólga, tannskemmdir, krabbamein, auk ýmissa trufl- unarsjúkdóma á starfsemi innri líffæra. Upptalning þessi ber með sér, að hér er ekki um smitandi sjúk- dóma að ræða, heldur þá, sem ætla má, að stafi af óskynsamlegum lifnaðarháttum, einkum að mataræði til. Styðst það mjög af því, að þjóðir með frumstæða matargerð hafa lítið af þeim að segja, hvar í heimi og við hvers konar skilyrði þær búa frá náttúrunnar hendi, en jafnskjótt og þær hafa breytt lifnaðarhátt- um sínum til horfs við það, sem tíðkast hjá meiri menningarþjóðum, hafa þessir sjúkdómar haldið inn- reið sína hjá þeim. Þess mun enginn ganga dulinn, að kvillar af þessu tagi eru orðnir algengir hér á fslandi og hafa verið um alllangt skeið. Hitt greinir menn eðlilega nokkuð á um, hversu mikið þeir hafi aukizt frá því á fyrri tíð. Óyggjandi samanburður kemst þar ekki að til úr- málararnir gætu haft tækifæri til að prýða veggina með freskómyndum. Hálfboginn og hvolfþakið vildu ekki gleymast, og sú nýjung að hafa fagurgerðan turn fyrir hljómsterkar klukkur við hlið forkirkjunnar, fer vel á ítölskum kirkjum, en er að mestu sérein- kenni þeirra fram á þennan dag. J. J. LEIÐRÉTTING: í síðasta hefti hefur misprentast undir mynd nr. 54. Dómkirkjan í Rúðuborg, í staðin fyrir Dómkirkjan í Kantaraborg. skurðar, því að heilsufarsskýrslur ná skammt aftur, og skilyrði til sjúkdómagreiningar, jafnvel hjá lækn- um, mjög ófullnægjandi allt til skamms tíma. Sumir þeir sjúkdómar, sem hér um ræðir eru þó svo ein- kennandi, að þeir hefði fengið ákveðin heiti í alþýðu- máli, ef þeir hefði verið algengir. Það verður því margt til að styðja skoðun þeirra manna, sem halda því fram, að sjúkdómar af þessum flokki hafi verið næsta fágætir hér fram á seinni hluta 19. aldar, — en aukizt með vaxandi hraða á hverjum áratug síð- an. En þetta bæri mjög heim við gagngerðar breyt- ingar á mataræði þjóðarinnar, og má enginn þess dulinn ganga, að hér er alvarlegur háski á ferð, ef svo heldur fram. Margir af þessum kvillum eru að vísu ekki banvænir í fljótu bragði og ýmis tilfelli má bæta að fullu með uppskurði eða öðrum aðgerð- um ,svo sem kunnugt er. En önnur eru þrálát eða ólæknandi, eyðileggja starfskrafta og lífshamingju þeirra, sem fyrir verða, og vinna þeim aldurtila fyrir ár fram. Þó að framförin í læknisaðgerðum á þessu sviði sem öðrum sé lofsverð og ágætt að geta þangað leitað um það, sem að haldi má koma, þá á það þó ekki sízt við hér, að skynsamlegra er að reyna að fyrirbyggja orsakir sjúkdómsins en að treysta á lækn- ingu. Enginn mun bera brigður á, að fæði alls almenn- ings hér á landi er stórum fjölbreyttara nú á tím- um en áður var, auk þess sem fæðuskortur — í venju- legri merkingu orðsins — mun nú, því betur, næsta fágætur, en allt fram að síðasta mannsaldri barði hann æði oft að dyrum fólks bæði til sjávar og sveita. Sama máli gegnir um það, að geysimikil framför er orðin um hreinlæti allt við matargerð, en hvort tveggja þetta á að hafa veitt bættu heilsufari veru- legan stuðning . En það er ekki allt fengið með kvið- fyllinni einni, og því hefur farið svo, að þrátt fynr aukna þekkingu á efnainnihaldi fæðutegunda, aukna framleiðslu nýmetis bæði úr sjó og af landi og bætt skilyrði til annarrar matvælaöflunar og geymslu þeirra — en allt þetta hefur gert þjóðarkostinn nota- legri og ljúffengari — þá fara meltingarkvillarnir í vöxt. Margt bendir til þess, að þrátt fyrir allút- breiddan sóðaskap fyrri kynslóða við matseldun, og óhreinlæti, sem nálega óhæf húsakynni til slíkra hluta áttu mesta sök á, þá hafi hin þjóðlega fæða, 124

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.