Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Side 21

Samvinnan - 01.04.1945, Side 21
4. HEFTI SAMVINNAN er menn öldust mest á, ekki veiklað meltingarfæri þeirra. Hitt er annað mál, að fæðan var of einhæf og leiddi því oft til þess á hinum löngu vetrarmán- uðum, þegar mjólk var víða af skornum skammti og enginn kostur annars nýmetis, að fólk veiktist af vaneldissjúkdómum, einkum skyrbjúgi. Þó er talið, að skyrbjúgur væri aldrei áberandi nema þar, sem verulegur skortur var í búi, og bendir það ótvírætt til þess, að með hinum fornu aðferðum þjóðarinnar við geymslu matvæla hafi tekizt alveg furðanlega vel að viðhalda upphaflegum eiginleikum þeirra og holl- ustu. En þessar aðferðir voru: herðing á sjófangi, sýring og súrsun á smjöri og skyri, reyking, þurrkun °g söltun á kjötmeti. Má þó enn bæta við, að mjög var algengt að geyma alls konar kjötmat í súru skyri eða mysu, auk sláturs. Af þessum aðferðum mun súrsunin hafa haft al- mennt og áhrifaríkist gildi, vegna þeirrar hollu gerla- starfsemi, sem hún skapar í meltingarfærunum. Er reynsla af því með ýmsum þjóðum, sem kvikfjár- rækt stunda, að súrmjólkurneyzla er mjög heilsu- bætandi. Er yougurt-mjólkin búlgarska nafnkennd í Því sambandi, og hefur hið einstaka langlífi Búlg- ara verið þakkað neyzlu hennar. Súra skyrið íslenzka, einkum meðan það var gert úr sauðamjólk, mun þó sízt hafa staðið búlgörsku súrmjólkinni að baki um hollustu. En íslendingar neyttu ekki mjólkursýrunn- ar einungis í skyri: Skyrsýra eða súr mysa var þjóð- ðrykkur þeirra um aldir, jafnvel bæði á sumri og vetri, og mjólJcursýrt smjör*) borðuðu þeir alla árs- tíma nema á sumrin, meðan ær voru nytkaðar. Allt þetta vitnar um, að mjólkursýra í ýmsum myndum var mjög gildur þáttur í þjóðarkostinum áður fyrr °g hefur vafalaust haft ómetanleg áhrif á heilsufar hennar. Gera má ráð fyrir að vísu, að þessa hafi úiinna gætt við sjávarsíðuna, þar sem málnyta var minni, en þó víðast nokkur, áður en bein fiskiþorp mynduðust. Þar var þá sjávarfang til uppbóta, nýtt, sigið eða hert. En harðfiskur var annar lífréttur þjóðarinnar áður fyrr, þar sem hugboð manna um hollustu hefur vísað þeim rétta leið. Ætla má, að hin stórmikla og almenna neyzla *) Gísli heit. Guðmundsson gerlafræðingur hélt því fram við Þann, sem þetta ritar, að það hefði valdið afturför í smjörgeð 'slenzkra heimila, þegar tekið var að þvo strokksmjörið i vatni. Ur Þvottavatninu, sem óvíða muni soðið, berist rotgerlar 1 stnjörið, sem valdi því, að það fúlni við geymslu, en súrni ekki- Áður hefði hin óblandaða mjólk eða áfir, sem eftir sátu ® smjörinu við hnoðunina, valdið sérstakri mjólkursýrugerð í þvi, sem hefði varið það skemmdum von úr viti. Er það full- kunnugt af ýmsum heimildum, að stórkostlegar smjörbirgðir voru geymdar á biskupstólunum og öðrum höfuðstólum, jafn- Vel svo árum skipti, án þess að þær tæki breytingum. fjallagrasa fyrr á tíð hafi að' hollustu til vegið lang- upp á móti neyzlu garðávaxta undanfarið. Þessi um- sögn byggir þó á ágizkun einni, en er sett fram til að minna á það, að þessi fæðutegund hefur vissulega haft meira og víðtækara gildi í mataræði þjóðarinn- ar en beinu næringargildi hennar nam. Á rútíma- mælikvarða var kornvöruneyzla þjóðarinnar afarlítil allt fram á seinni hluta 19. aldar, löngum ekki yfir eina tunnu á ári að meðaltali fyrir hvert heimili í landinu, en stundum dálítið ríflegri. En ógleymt má það vera í því sambandi, að meðan kvamir voru á hverjum bæ að kalla, borðuðu menn kornvöruna ný- malaöa og með hýði og hrati. Nú má telja, að almennt sé horfið frá þeirri með- ferð matvæla og geymslu, sem hér var lýst, þegar frá er skilið um söltun og reykingu. Mesta breytingin á þjóðarkostinum er þó ekki í þessu fólgin, heldur í því tvennu, að aðfiuttar vörur, einkum kornvörur og sykur, skipa nú margfalt meira rúm en áður í fæði manna, og garðávextir eru nú á hvers manns borði að kalla allan ársins hring en allt fram á síðustu áratugi voru garðávextir næsta fágætir og neyzla þeirra mjög stopul. Ef allt færi með felldu átti hvort tveggja þetta, notað með hinum einhæfu innlendu fæðutegundum, að auka á hollustu fæðunnar í heild sinni. En það er síður en svo, að slíkt hafi komið fram, eins og fyrr segir. Engum skynbærum manna getur komið til hugar að fella sökina á því, að meltingar- kvillar m. m. færu í vöxt, á aukna neyzlu garðávaxta. Sama máli gegnir um aðrar innlendar fæðutegundir, sem gömul reynsla mælir með. Þó að mjólkursýru- neyzlan sé nú nálega horfin, óefað til mikils tjóns, er samt mjólkurneyzlan almennari og jafnari en áður, og síðan aflaföng uxu og samgöngur bötnuðu um allt land, er mjög ólíku saman að jafna um að- stöðu landsmanna til nýmetiskaupa, bæði um fisk og kjöt. Þar kemur og matvælafrysting til greina hina síðustu áratugi, og á allt þetta að tryggja það, að hin innlendu matvæli valdi engu fremur heilsuspjöll- úm nú en áður fyrr, þó að meðferð þeirra hafi breytzt töluvert sitt á hvað. — Gagnvart orsökunum að þeim misfellum heilsufarsins, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, berast því böndin að innfluttu neyzlu- vörunum. Fer það heldur ekki dult, að flestar þær kornvörur, sem við flytjum inn, hafa í meðferðinni verið rændar ýmist öllum eða mestöllum verðmæt- ustu efnunum til viðhalds réttu jafnvœgi í starfsemi líkamans (bætiefnum málmsöltum o fl.) og um leið eru þær gerðar tormeltari með því að afhýða þær, ýmist heilar eða í sambandi við mölun þeirra. Orku- gildi sínu til brennslu í líkamanum kunna þær að halda óskertu, og má þó stórlega um það efast, því 125

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.