Samvinnan - 01.04.1945, Side 22
SAMVINNAN
4. HEFTI
að naumast verður vitað, hversu lengi mjölsekkirnir
hafa legið í fjallháum stöflum, áður en þeir eru
hingað fluttir eða komast til neytenda.
Þessi umsögn á fyrst og fremst við hveitimjölið,
en innflutningur á því er nú á síðustu árum komin
langt fram úr innflutningi rúgmjöls þess, sem ætla
má, að til manneldis sé notað. Innflutningur annarra
kornvörutegunda er vitanlega þaðan af minni. Úr
rúgmjölinu mun ekki vera vinsað við mölunina, en
það er tormeltara í eðli sínu og misjafnara að gæð-
um frá náttúrunnar hendi.
Þá er það ekkert leyndarmál ,að í sykuriðnaðinum
eru bókstaflega öll aukaefni sykurreyrsins numin
burtu og brennslugildi hans eitt eftir. Er það
ætlan ýmissa lærðra manna og fróðra um mann-
eldismál, þótt sykur sé frá náttúrunnar hendi hollt
og nauðsynlegt fæðuefni — að slíkur fullunninn sykur
sé ekki einungis óheppileg fæðutegund vegna ein-
hæfni sinnar og fjörefnaskorts, heldur beinlínis skað-
legur. fyrir meltinguna og heilsuna. Enginn dómur
verður á það lagður hér, hversu mikið menn megi
að ósekju leggja sér til munns af fullunnum sykri,
en fyrir hinu mæla allar líkur, að mjög verulegan
hluta af meltingarkvillum nútímans, megi skrifa á
reikning þeirrar þjóðartízku að hafa hveiti og sykur
í ýmsum samböndum og matreiðslu einn gildasti þátt-
urinn í daglegum kosti.
Naumast verður almennri fáfræði um það kennt,
að neyzla þeirra viðsjálu fæðutegunda, sem nú var
um rætt, hefur farið sívaxandi hér á kostnað ann-
arra heilnæmari. Þó að fræðigreinin um bætiefni og
önnur nauðsynleg aukaefni í matvælum sé tiltölu-
lega ný, hafa bæði ýmsir læknar og aðrir fræðimenn
hérlendis ósleitilega að því unnið að gera mönnum
jafnóðum grein fyrir þeim uppgötvunum, sem fram
hafa komið í þessu tilliti, og upplýsa fyrir fólki hið
margbreytta og mismunandi bætiefnainnihald hvers
konar neyzluvara. Er víst um, að þetta hefur vakið
athygli og umhugsun. Nálega hver almúgamaður, sem
fæst við fóðrun búpenings, hefur áttað sig á nauðsyn
þess ,að fóðrið innihaldi þau bætiefni, sem því er
eiginlegt að hafa, og reyni að bæta úr, ef um vitan-
legan skort er að ræða, t. d. vegna óvenjulegs hrakn-
ings á heyi Þeir, sem loðdýrarækt stunda, vita til
fullnustu á grundvelli vísindalegra rannsókna og
reynslu, hvaða fóðurtegundir þeir þurfa að gefa til
að fullnægja bætiefnaþörf dýranna. Og þeir breyta
eftir þessu, jafnframt því sem þeir varast það, sem
er tilgangslaust að nota. Þeir myndu t. d. aldrei láta
sér til hugar koma að gefa þeim sætkökur, jafnvel
þó að ætla mætti að þau yrðu sólgin í þær. Sams
konar vitneskja og menn nota þarna, er í rauninni
fyrir hendi um það, sem meira varðar, nefnilega
manneldið sjálft. En þá þekkingu nota menn ekki
almennt. Að sönnu verður að viðurkenna, að mun
meiri agnúar eru á vísindalegri nákvæmni við fram-
kvæmd manneldis en dýrafóðrunar, — en það er líka
löng leið milli strangvísindalegrar nákvæmni og hins,
að láta afvegaleiddan smekk og viðsjárverða tízku
ráða mestu um það, hvað menn leggja sér til munns
og hvernig tilreitt. Er það því óafsakanlegra, því meir
sem þetta er gert mót betri vitund. Áður fyrr höfðu
menn ekki annað við að styðjast um val, geymslu og
tilreiðslu fæðutegunda en óljósa eðlisvitund um, hvað
hollast væri, af sömu rót runna og eðlisávísun skepn-
anna, sem velja þau grös í haganum, sem bezt hent-
ar mismunandi líkamsbyggingu þeirra. Nú vita menn
fullkomlega af hvaða efnum mannslíkaminn er byggð-
ur og hvers hann þarf með til að þroskast og hald-
ast við. Þá þekkingu þurfa menn að nota.
Afstaða almennings til þessara málsatriða mun
allvíða mótast af viðlíka samblandi af sjálfsþótta
og skeytingarleysi og því, sem fram kemur í þeirri
útbreiddu skoðun, að heilbrigðir þurfi ekki læknis
við. En svo títt sem það er, að menn gangi lengi með
dulin mein, sem happ hefði verið að taka til lækn-
ingar í tíma, mun hitt þó enn algengara, að fólk taki
ekki á heilu sér, tapi starfsfjöri og eldist fyrir ár
fram vegna vaneldis í þeim skilningi, að það skortir
nœgileg vitamín (ásamt fleiri aukaefnum) til að
tryggja eðlileg efnaskipti líkamans. „Fyrr er dapur
en dauður,“ segir máltækið, og sama gegnir um það,
að vaneldi af þessu tagi getur háð mönnum löngu
áður en áberandi sjúkdómseinkenni af þeim völdum
koma fram — og í langflestum tlfellum koma þau
aldrei beinlínis fram, ef vaneldið er ekki á háu stigi.
Það er því ráðlegt að sjá við þessum annmörkum í
tæka tíð með skynsamlegum lifnaðarháttum.
Mjög væri það ofmælt að telja enga hér á landi
hafa látið hina nýju fræðigrein um bætt manneldi
hafa áhrif á lifnaðarháttu sína. Ýmsir einstakir menn
víðs vegar munu ýmist af sjálfsdáðun eða að læknis-
ráði taka í mataræði verulegt tillit til framborinna
upplýsinga í því efni eftir því, sem þeir hafa þá að-
stöðu til. í Reykjavk hefur verið stofnað svonefnt
Náttúrulækningafélag, allfjölmennt, og rekur það
matsöluhús, þar sem allar fæðutegundir eru valdar
með sérstöku tilliti til hollustukrafa manneldisfræð-
innar auk þess sem það á annan hátt styður viðleitni
meðlima sinna að sama marki. Þá hefur félagið og
gengizt fyrir fyrirlestrahaldi og bókaútgáfu um mat-
aræði og manneldismál. Deildir í þessum félagsskap
kvað vera í myndun víðar á landinu.
Þá var og fyrir nokkrum árum stofnsett svokallað
126