Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Side 27

Samvinnan - 01.04.1945, Side 27
 4. HEFTI SAMVINNAN | J ÓHAKIÍ BO J ER: cmgirm Séra Sveinn Víkingur þýddi. (Pramhald). vota hvarma, hrukkóttur og stildraöi af stað beina ieið í bankann. Hann hafði gjörsamlega í klæðst Iversen gamla bæði yzt og innst. Hann fann að hann var að verða gamall og hrumur til þess að geta rækt starfið öllu lengur, líklega yrði hann bráðum að fara á spítala og láta skera sig upp. En á bak við þetta pegðist fram önnur persóna, sem horfði á og fylgd- ist með af brennandi áhuga. Hvernig fer þetta allt annars? Hann staulaðist inn í bankann. Úti er niðaþoka. Inni loga dauf Ijós. Mikil ös, menn komandi og far- andi, ýmsir höfðu tekið sér sæti á bekkjunum og öíða þess, að röðinn komi að þeim. Gjaldkerinn kallaði upp nöfnin hvellum rómi, og þeir, sem kall- aðir voru. komu og tóku ýmist við peningum eða greiddu þá af hendi. Ungur afgreiðslumaður, sem fitóð innan við járngrindur kom auga á Iversen gamla, Þar sem hann stóð álengdar, í skugganum og kallaði vingjarnlega til hans: '— Hvað er þér á höndum núna, Iversen minn? — — O! Það er nú smáræði í þetta sinn, — sagði Andrés og hóstaði og ræskti sig meðan hann var að bauka við tösku sína og ná í víxlana. Honum var tengið afgreiðslnúmer sitt, og hann settist gætilega á bekkinn, lagði töskuna yfir hné sér, snýtti sér, Perraði hvarmana og ennið. Það er ekki tekið út ft^eð sældinni að verða gamall og hrumur. Nú væri ekki annað eftir en sendimaður frá verzl- unarfyrirtækinu rækist inn, yrði hissa að sjá Iver- Sen þar, tæki að spyrja hann spjörunum úr, og syikin kæmust upp. Eftir örskamma stund hlutu °rlög hans að ráðast: nógir peningar — eða tugt- núsið. En svo greinilega var Andrés nú kominn í sPor Iversens, að hann fann í rauninni ekki til ^nikils ótta. í þess stað leit hann til baka yfir langa *vi og öll sín óteljandi spor inn í þenna banka. Og e!ma var hún dóttir hans, sem einu sinni hafði atið flekast og eignazt barn í lausaleik. Æi-já. Hún Var ekkert lamb að leika sér við, hún veröld. ~~ Gjörið svo vel! — Gjaldkerinn hrópaði nafn nans og númer. VII. Mörgum gengur erfiðlega að sofa seinni part nætur. !ldrðs lá andvaka í rúmi sínu. Nú kom það í ljós, iíeÍmatrúbo®inn Sekk aftur og fylgdi honum. Hann &ekk um gólf framan við rúmið og ávítaði Andrés arðlega — Svikari! — sagði hann. — Falsari antur! Veiztu ekki, að fátæklingarnir hafa lagt og inn í bankann það litla, sem þeir hafa getað aurað sam- an, og nú er það þeim, sem blæðir. Eða þá Iversen gamli Hann verður auðvitað ákærður. Og getur hann sannað sakleysi sitt? — En Andrés hafði sitt af hverju séð og lesið. Honum varð ekki skotaskuld úr því að skáka fram nýjum manni gegn heimatrúboðanum. Þetta var ungur gleið- gosi með vindling í öðru munnvikinu, hraðmælskur uppreisnarmaður með nýmóðins skoðanir á hlutun- um, alvanur óróaseggur, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. — Peningana. — segir þessi höfðingi, — þá eiga stórgróðafélögin og auðvaldið og nota þá til þess að kúga og féflétta lítilmagnann. Hver getur talið öll þau svik og svívirðingar, sem þessir háu herrar hafa haft í frammi til þess að komast yfir auð sinn? Dettur þér í hug, að þessir menn séu að láta sam- vizkuna slá sig? Nei, vertu bara rólegur, Andrés minn. Þú, sem sendir lækninum aftur þessar skítnu þúsund krónur í dag. Eins og þú sért ekki heiðarlegur maður. — Jú, það er ég, — segir Andrés úr rúmi sínu og beinir orðum sínum til trúboðans. —• Og nú er bezt að við gerum hreinlega upp okkar reikninga. Héðan í frá ætla ég að lifa og leika mér, eins og mér sjálfum sýnist og hæfileikar mínir standa til. Og svo segi ég við þig: Vertu sæll, og þakka þér fyrir samveruna. En stuttu seinna lítur hann upp. og þá stendur þar yfir honum Iversen gamli með stafinn og tösk- una 1 hendinni. — Láttu þé ekki verða tailt við, — segir hann. Það er bar ég. Ég ætlaði aðeins að segja þér, hvernig stendur á því, að fyrirmyndin þín, hann Iversen gamli liggur núna á spítalanum. Það er þér að kenna. Þú átst hann bókstaflega upp til agna. Þú saugst inn í sjálfan þig smátt og smátt bæði ytri og innri mann hans, af því að þú þurftir að nota hann. Því er nú komið fyrir honum sem komið er. — Andrés brást snöggt við og settist upp í rúminu. — Hvers konar vitleysa er þetta? — tautaði hann. — Hefur heppnin gert þig ölvaðan — eða hvað? Það er ekki nokkur sál á gólfinu. — Vilji maður ferðast í sæmilegum félagsskap, en án þess þó að vekja á sér nokkra athyggli, er langbezt að segjast heita Hansen og ferðast í verzlunarerind- um. Þar með er allt klappað og klárt. Slíkur maður er engin sérstök persóna. Hann hverfur í fjöldann, og enginn veitir því eftirtekt, þótt hann ferðist fram og aftur í sífellu og alltaf sömu leiðina. Að vori og sumarlagi eru slíkar ferðir með strand- ferðaskipunum hreint og beint skemmtilegar. Farþeg- 131

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.